30.05.2008 10:03

Sveitastelpur!!

 Doddi að koma í mark í skútuhlaupinu, en hann hljóp 1 km. Ég er allveg svakalega hreikinn af honum. Sveinn og Smári fóru 2 km.  Sveinn var fjórði. En hann er að keppa við 14 ára en er sjálfur 13.  Þannig að þetta er erfitt keppnis ár hjá honum. 
 Ásgeri keppti við Aron íþróttakennara í 5 km. Stína frænka var eina að hlaupa með þeim.
  Ég var í sundliðinu sem vann og kepptum við fyrir Fjárbúið Innri Múla. Þetta vöru hörkuátök, þegar ég sneri tók ég hálft feil sundtak eða ættlaði að taka bringu, en var fljót að laga það.  Það var gott að hafa farið deginnum áður að æfa, hefði þurt að vera fl.æfingar. Ég þorði ekki að stinga mér, ég hef ekki gert það svo lengi.  Vantar bara betri myndir af sundinu. 
 Framundan í dag er svo fóttboltakeppni.
Ég vona að maður fái ekki bara   .   Þetta er æði hvað ræst hefur úr veðrinu, maður vonar að þetta verði svona alla helgina.

Í fjárhúsinu eru bara 2 óbornar og ein júgurbolgu ær með eitt. Við erum að spá í að henda þeim út.






29.05.2008 16:27

sund

Skólaslitin búinn. Ég búinn að ganga frá og er að koma mér heim. En framundan er sundkeppni á Patró.   En ég er í liði héðan og með mér eru Heiða, Ester og Lísa.  Fórum í gær að æfa og finna út hver ætti að synda hvað.  Fékk svo mikinn sinadrátt í tærnar að ég gatt varla synt af viti. En það var gott að aðeins að hitta upp fyrir keppnina.

Strákarnir ætla að hlaupa í skútuhlaupinu sem er núna í kvöld. Svo er fitnes og sund hjá þeim á morgun, þeir eru að fara að gista í kvöld.

Svo er líka skráð fótbolta lið héðan og er ég ein af þeim hópi. (ég sem gat ekkert nema skorað sjálfsmörk í den). En það á að hafa gaman af þessu.

Nú verð ég að koma mér heim í afslöpun fyrir lætinn.

27.05.2008 20:38

í gær og dag.



Hér erum við starfsfólk Birkimelsskóla (vantar Torfa). En skólinn fór á Rauðasand og fór að Sjöunuá.  En eldri deildinn var að lesa Svartfugl en sagan gerist þar.  Það var ekki sól og blíða en ágætis veður. 
Grillaðir voru hamborgarar eftir gönguna en þá komu dropar. 
 Í dag var bakstursþema og voru allir að vinna við bakstur, það var verið að baka hveitiköku, súkkulaðitertur, muffur, döðlubrauð og fl. en verða kökuborð á skólaslitunum sem verða á fimmtudaginn.
Burður er að verða búinn,en það eru 6 ær inni, af þeim eru 3 óbornar.  Gemlingur er inni með lamb sem gengur illa að halda sér á lappir og slapt. tvílemba með lamb sem er með slæm hné, getur ekki rétt úr þeim vel. Ein ær með júgurbólgu og fær lambið pela með.

Framundan er 10 ára afmæli á morgun,
                     fim: skólaslit, upphaf sjómannahelgarinnar á Patró.

24.05.2008 13:25

Hvolpapössun.

 Þessi fer mér vel í lopapeysunni!
Er kominn heim eftir að hafa gist á patró að passa alla hundan hjá Sólveigu. Þegar ég var búinn að hugsa um hvolpana fékk Doppa að kúra á mér í leysistólnum og horfa á mynd. Þegar hún var búinn að kúra kom kötturinn Pjakkur.
Þeir vöktu mig hálf sjö með þvílíku væli að ekki var annað hægt en að drífa sig á fætur að fæða og þrífa hjá þessum elskum og tók þetta allt mig meir en kl. tíma. Þá lagði ég mig aftur. Lét svo strákana fara út með fjóra í einu út að leika, og tók ég til hjá þeim á meðan. Þeir eru svo sætir og á skemmtilegum aldri. Þetta er mikil vinna að vera með svona stóð. Ég hef ekki kynnst þessu Píla hefur ekki verið með svona marga, fyrst fjóra og síðan þrjá. 
Setti nokkrar myndir af þeim í albúm.

Framundan evróvisjonpatrý og  var keyft nammi fyrir það á patró. Áfram Ísland.

21.05.2008 21:37

Vortónleikar Tónlistaskólans

Tónleikarnir yfirstaðnir, þeir lukkuðust vel.  Ég er hálf skrítinn (eins og það snúist einhvað í heilanum) eftir að vera búinn að spila fyrir framan fullt af fólki í Birkimel, ég sem er ekki búinn að læra mikið, gekk þó ágætlega held ég   . 
Sveinn spilaði einn og með kennaranum, mjög flott hjá honum. Ég skráði okkur áfram í nám næsta vetur og er Smári að spá í trommur. 
Er búinn að setja inn albúm af myndum af tónleikum. (seti í myndband, þegar Sveinn er að spila)



Sauðburðurinn er að verða búinn hjá okkur, en það eru 10 eftir óbornar. En það er nokkrar inni sem fara ekki allar út  strax .  Verðum við ekki með næturvakt yfir þeim núna. Ég var síðustu nótt.

Erum við ekki sætar saman?

Hér er Botna að tala við mig, hún er svo góð og gæf. En hún er út í rétt hjá okkur. Hún er dugleg að passa gimbrina sína.
Ég byrti myndir af hindu ánum okkar, en þær eru báðar bornar, gleymdi að segja hvað þær heita, en mín heitir Bjargarhyrna og hans Dodda er Múlahyrna.  Hálf er líka borinn og kominn út.

Bætti við myndum í albúmið með "lömbum og gestum"

19.05.2008 21:19

Smá tölfræði

Já það eru undir 30  óbornar núna. Við vorum að merkja og erum búinn að merkja 150 lömb, búinn að slepa uppfyrir lambfé, og herlingur á túninu.
Flestar báru15.maí eða alls 14 ær , hjá okkur en það hefa verið um 6-10 á öðrum dögum.  (nú verðið þið að átta ykkur á því að við erum aðeins með um 120 ær, svo margfaldið töluna þar sem bú eru stæri).

En þrátt fyrir að það eru orðnar svona fáar eftir vökum við enn. Alavega á meðan gemsur eru eftir. (og oljan dír)

Næst á dagskrá er Tónleikar tónlistaskólans á miðvikudagskvöld kl 20 í Birkimel. Við Sveinn spilum, ásamt fleirum. (það verður forvitnilegt hverning mér mun ganga)

Ég er nýkominn uppúr heitu baði og er tilhlökun að fara að sofa, en vaka snema á morgun að vera á vaktinni í Miðhlíð.  Alltaf nó að gera. 

19.05.2008 08:47

Gítar próf hjá mér í dag.

 Hér er Sveinn með gimrina sína undan Útilegu, hún Mola (kola) hún er kolótt.  Hún var set út en í rigningunni varð hún svo ræfisleg og skalf að þau voru sett inn aftur. Þetta er Spæta sem er þrílemd, svona stekur hún að heilsa mér. Hún var líka þrílemb í fyrra.   Þetta er Hálf hún var að bera hjá mér í morgun einu stóru.  Fengum gesti í gær í fjárhúsinn, Mamma bauð sjúkraþjálfaranum sem er á Patró með, hann er frá Egybtalandi ( veit ekki hvernig á að skrifa nafnið, en það hljómar eins og "í mat".  Mamma kom með smurtðar bolur og hveitikökur, skúffuköku og fínerí. Sólveig, Helgi Páll, Þóra Sonja, Stína og vinkona hennar komu líka í kaffið.  Þetta var mjög gaman. Ég var svo með kakó og svala.

Smá sögur svona til að skemmta okkur.  Annars eru þessar myndir og fl. í nýju albúmi. Er búinn í gítarprófinu, var aðeins stressuð og flýti mér aðeins, en annars vel.

17.05.2008 23:23

Dagur að kvöldi kominn

Ég var síðustu næturvakt og báru nokkrar hjá mér, sú sem byrjaði fyrst var síðust, og þurti hjálp. En það var fyrst bara annar framfóturinn, ég sótti hinn, lét hana svo bíða. En milli kl. 3 og 4 sprautaði ég hanna með kalki og burðarslími með lambinu, því hún var orðinn svo þurr.
 
Eftir klukkutíma fór ég að toga, en þá var allt slapara og auðveldara, þurfti þó að spirna með öðrum fæti í hana á meðan ég togaði lambið út, þetta var líka stærðar hrútur. En þetta er ær frá afa Dodda (og eru þá tvær bornar hjá honum). 

 Þá var önnur og allt í lagi með hana.  Gemsi bar líka og var með lítið sem betur fer því það var bara haus og önnur löpinn og náðist það með smá lægni.  Hún tók það strax og dugleg.  Það hefur gengið ágætlega með að láta gemlingana taka lömbinn, stundum eru þær svoddan bjánar að vilja ekki lömbinn, en sem komið er hefur það aðeins verið ein sem var lengi að taka því.

Það hefur verið svolítið um það að annað lambið hefur verið dáið fyrir viku eða stitra, eru kominn yfir 10 lömb þannig, eins að það er meltingur með, og þá ær einlembdar með melting.  Doddi talaði við dýralæknir og taldi hann að þetta gæti verið eitrun í heyginu.  En það eru komnar tvær þrílembur sem eru með sín þrjú.

Þær systur eru bornar báðar Speigla og Surtla. Spegla var með eitt lifandi, annað ekki löngu dautt og melting. Surtla er með tvö lifandi og var með melting. 

Við eigum ekki margar hirndar en þær eru tvær.

 Þessi er eldri og mjög frek, hún tekur plás á jötunni eins og þrjár eða fjórar.
  Þess á ég og er hún ekki frek og notar ekki horninn eins og hinn.
Þær eru báðar óbornar. (ég mundi ekki sakna þess að hafa enga hirnda í stofninum). Þetta er Bílda sem Sveinn valdi sér. En hann er ekki heppinn með sinn stofn og er svo duglegur að hann fékk að velja sér. Sveinn fékk auka mark til að notta á tvílembinga, en það er sneitt framan hægra, stíft biti aftan vinstra.

Nú er líklegast best að fara að sofa, langur dagur á morgun. Nó að marka og merkja. erum búinn að merkja yfir 80 lömb. Eru um 40 óbornar. Það sér fyrir endan á þessu.
Áburðurinn kominn.

16.05.2008 20:54

Og það varð lamb.

Dagurinn hjá mér, byrjaði á að Doddi kom uppí til mín kl 1/2 5, þá ekkert nema einn gemsi búinn að bera hjá honum, sem vildi ekki. hálf sex vakti hann mig og fór ég þá, þorði ekki að taka mér mikin tíma ef einhver væri byrjuð, en tók banana með, þá var ekkert að gerast annað en að lambið undan vonda gemsanum var strokið í næstu stígju.

Fékk mér smá lúrr áður en ég fór að gefa. Þegar ég var búinn að því fór ég að vatna, voru nokkrar mjög þyrstar.  Erum með úti í réttinni lambfé og búinn að sleppa á túnið, um nóttina hafði þær komið að sem voru á túnninu og lömb frá þeim farið inn í réttina, svo var allt í rugli, þá kom sér vel hjá Dodda að hafa spregjað með lit, (erum með rautt og blátt) Svo lokaði hann svo lömbinn gætu ekki farið á milli.

Ég fór svo yfir lambféð sprautaði þau lömb sem voru mergt (með selem,sem er vítamín) og þeim sem þurftu aftur töflu (við skítu). En ég þurfti að skeina hrútt sem Sveinn á sem fékk mikla skítu.  Doddi og Sveinn eru að verða búnir að merkja 70 lömb og helingur bæst við í gær og dag.

Þegar þessi yfirferð var lokið hjá mér og að verða hádegi, ég með von að komast heim í mat, en nei takk þá byrjaði að bera, og önnur og önnur, þá var að nálgast kaffi og ég var að gera mér grillur að komast heim í kaffi, nei þá bættist við ein að bera.  Komst ekki heim fyrr en að verða hálf sex,  það sem vildi mér til góðs var að ég átti hálft epli í bílnum og pokka í húsunum með djúsi og snúðum. En Doddi og strákarnir komu til mín í húsin um fimmleitið og þá þurfti að láta úr réttinni og setja nýjar út í staðinn. 

Nú er ég aðeins búinn að slaka á og elda mat. Hafði bjúgur og nó til að setja í sósu á morgun. EN áður en ég borðaði þurfti ég að borða hádegismatinn og kaffið!!!  (eða þarning) Núna er ég að fara á nætturvaktina. 







15.05.2008 13:23

Burður að komast á fullt.

 Sætt hvering þau sofa á mæðrum sínum!
Var að setja inn nýtt albúm af lömbum og gestum í Miðhíð.

Ég var á nætturvakt og báru nokkrar hjá mér. Spegla bar, eða réttara ég hjálpaði henni, hún var byrjuð fyrir kaffi, en það kom ekkert frá henni.  Ég var rétt hjá henni þegar ég heyrði belginn springa, var viss um að það væri ekki í lagi hjá henni, og það stóð heima, náði fyrst dauðu lambi sem hefur drepist ca. fyrir viku. Næst kom stórt lamb og var ég í smá tíma að ná því og var það bara með aðra fram löpina. En það náðist að blása lífi í það.  Það kom kom svo meira frá henni, hún hefur verið þrílemb, eins og vanalega.

Til að bæta frjósemi og lambafjölda kom þrílemba með öll lifandi.  Var með tvær gimbrar og einn hrút. 
Sem sagt á næturvaktinni báru tvær einlembur (tvævetlur) þrjár tvílembar (ein með annað daut.) og tvær þrílemur en ég tel Speiglu þó hún sé með eitt. 

Setum út á tún í gær og nýtt út í rétt.  Þurfti inneftir á læk að sækja lif og Smára, sá á leiðinni að það var komið út lambfé.

Var voða glöð eftir síðasta gítartíman, hún var svo ánægð með mig hvað ég væri búinn að læra mikð og dugleg. En á mánudag er smá próf og á miðvikudagskvöld eru loka tónleikar. Ég ættla að spila smá lag. (vona allavega að það veriði ekki mál að komast frá í það.) Hef hugsað mér að halda áfram að læra næsta vetur á gítarinn, mig langar líka að komast í kór.

Í lok smá blóm fyrir þær mömmur sem ekki fengu blóm á mæðradaginn  

Ykkur finnst kannski ekkert gaman að lesa um þetta kindatal? ´ÞIð sem lesið þetta hjá mér.?






14.05.2008 00:07

Langur dagur liðinn

Ég var með vagtina á síðustu nótt, vakanði á klukkutíma fresti til að gá en það bar enginn frá kl 23-07 þegar ég var.  En það þarf að passa uppá þessar elskur.

Ég fór í skólan, kenna yngri strax um morguninn en það er upplýsingatækni (tölvur) þau eru búinn að vera mjög dugleg hjá mér í vetur hjá mér í þessu, (kára tvær bækur).
Yngri voru að byrja á sundi en það er kennt fyrir vestan á Patró og koma nemendur líka frá Bíldudal.  Vegna þess var matartíminn aðeins fyrr, en vanalega er hann 12:10 en núna 11:35.  Svo fá þau nesti líka, enda allir svangir þegar búið er að synda.

Strax eftir skóla fórum við strákarnir út í Miðhlíð, Smári með pabba sínum að dreifa skít. En við Sveinn vorum á vaktinni, en erfitt var að vera mikð í húsunum vegna hitta. (loftið verður þungt vegna loftleysis). Þá fór að bera.  Doddi kalaði Höddu til hjálpar því Jóaflekka var að bera, en það hefur þurt að hjálpa henni, hún fær nefnilega ekki hríðir. En það náðist úr henni lifandi gimbur og dauður hrútur, en hann hefur líklegast dáið fyrir ca. tveim dögum.  Eftir að hafa gefið rauk ég heim að elda mat. En þá var ein að bera og beið Doddi hjá henni. Dodda seinkaði svo ég dreif mig að borða til að geta leyst hann af. Það passaði þegar ég var klár að fara kom Doddi. Á úteftirleið kom ég við á Múla og þar var verið að bera á fullu og verið að stígja á fullu. Þegar ég kom úteftir var þessi sem var að bera kominn með eitt og annað bara með haus og aðra löpina.
Önnur ær kominn til að karra fyrra lambið. 
Gemlingur bar hjá mér sem er undan Surtlu(sem ég var að segja frá). En þær eru tvær systur og eru mjög spes eins og fl.

 Uglust er best fyrir mig að gara að sofan núna, notta rúmið þegar ég hef það útaf fyrir mig. (Doddi er útfrá í nótt). Ef ég hef tíma set ég fl. myndir inn á morgun.







10.05.2008 22:30

Ferming


Í dag voru þau Pálmi Jón og Kristjana Valdís að fermast í Brjánslækjarkirkju.
Til hamingju með það!
Ég var að syngja, en það voru 8 sálmar sem voru sungnir.
Doddi fór á Patró að sjá Mansadaga frá Suðureyri. Kom svo í veisluna í Rauðsda. Fór svo að gá, þegar við strákarnir fórum til Valdísar. Ég fór svo fyrr í Miðhlíð að vatna. En það eru 11 búnar að bera á þessum sólarhring. Í heildina 26 bornar. Sveinn taldi að það væru 2vær gimbrar á hvern 1 hrút.  Kominn ein þrílemba.

08.05.2008 11:26

sauðburður byrjaður


6.maí báru þrjár hjá okkur. Fyrst var tvævetla sem var að bera í firsta skipti, hún greigið var haffæringur og fékk ekki sem gemlingur. Hún bar stóri gimbur. Smári á lambaprensesuna.
Ein ær bar úti gimbur og hrútur. Gemlingur sem er dóttir Speglu (sem er mjög sérstök kind.) og kom hún með flekkótan hrút. Alltaf gaman að fá liti.

Smá kinda saga.
Þegar við flytjum féð út í Miðhlíð voru í hópnum systur önnur svört og hinn flekkót og hétu þær Surtla og Áma. Surtla var mjög gæf og talaði við alla sem komu í húsinn, en Áma vildi bara tala við börn, (ekki mig eða Dodda.) Þær vildu alltaf vera saman og þá í áhveðnum garða. En yfir fengitíman voru þær færðar og ekki saman.  Fóru þá þær systur í fýlu og vildi ekki tala við okkur, og eftir að við færðum þær saman aftur í réttan garða leið mánuður áður en þær fór að tala við okkur. Þessar systur urðu of þrílemdar og gimrar undan þeim aldar oftast.
Síðasta vorið Surtulu var hún þrílemb og var það svartur hrútur, svört gimbur og flekkót gimbur eins og hún væri með kápu á sér. Þetta vor komu fl. spess lömb sem sérstaklega beðið fyrir á hverju kvöldi það sumarið. Öll þessi lömb komu að hausti.  Og gimbrarnar hennar Surtlu aldar og eru það Surtla og Spegla, þær vilja vera seman en ekki eins vandlátar á hvaða garða þær eru í eins og Surtla og Áma voru. 
Þær systur ganga saman í kringum Kleifarheiðina og sér maður þær þegar maður fer vestur. 

  Það getur verið gaman að eiga sérvitrar ær.

06.05.2008 11:46

vorbíðan

Já það er nú meiri vorblíðan sem er núna þessa daga.  Er alveg að fíla það í tærnar að hlust á fuglana, lækjarniðin og sjávarbrakið á morgnana eins og í gær og dag.  Það er svona sérstök steming þegar sólin er að koma upp á morgnana sérstaklega þegar ringt hefur deginum áður eða um kvöldið. Þá synjga fuglarnir en meir og fagna nýjum degi.
Það var svoldið findið í gær, þegar ég var að fara á eftir ánum. Þær hrökva við þegar andapar hendist uppúr skurnum á túnið,  en andaparið var ekkert að spá í ærnar eða mig, þau voru bara í göngutúr.

Láta vorvindana leika við vangan
Sólin breytir dagardropunum í demanta
litlu vorboðarnir bjóða góðan dag
græna grasið gægist hægt upp
snjórin fer í lækinn niðrí sjó.
Ærnar tútna út og bíða eftitr lömbunum.


(reyna að vera smá skáldleg.)



03.05.2008 22:46

Dagurinn byrjaði ýlla

   Það hefði átt að stopa mig af áður en ég fór framúr, því það gekk allt á afturfótunum hjá mér. Ég braut rauðvínsglas þegar ég var að tegja mig í skápinn, að ná mér í fræ sem við keftur  fyrir sunnan, mig er farið að langa að koma þeim í mold allavega kryddin sem eiga að vera inni.   Tætist í að taka frá vaskinum og kring til að komast í gluggan í eldhúsinu, þá brotnaði í höndum mínum þurrkgrindin fyrir leirtaugið. Dodda leist ekkert á þetta hjá mér. Dreif sig úteftir að sinna fénu. 
  
Ég kláraði að þrífa gluggan áður en ég fór í leikfimmi með Heiðu og hinum stelpunum, en við vorum 5. (að vísu er ég að telja Díenu með en hún gerði ekki æfingarnar). Þetta var bara erfitt að gera æfingarnar því maður er ekki búinn að vera smá tíma.

  
Við buðum í kvöldkaffi múlagengi. Elmar passaði uppá það að vera ekki skilinn eftir, honum lagað að sjá kisu en hún pasaði uppá það að vera ekki inni. Afþví að mér finnst svo gaman að tala um mat þá skal ég segja ykkur hvað var á boðstólum hjá mér.
- súkkulaðiostakaka
- rjómaréttur með perum og súkkulaðikexi
- rúlluterta með risberjahlaupi (bakað af Svenna)
- túnfisksalat og rits kex
- jólakaka
smakaðist vel. En ég minkað botninn á ostakökuni um helming og það var í lagi. Stórustákarnir fóru út á sparkvöllinn, og voru þar (þessi sparkvöllur er sko nauðsinnlegur).
Flettingar í dag: 287
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98811
Samtals gestir: 26575
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 12:32:28
nnn