03.05.2008 13:20

Aðalfundur kvenfélagsins Neista

Hann var í gærkvöldi í Birkimel. En Rósa gekk úr stjórn sem ritari og Fanney tók við eftir fund. Kosið var um varamann sem verður að ári gjaldkeri og í kjöri voru: Þórunn, Óla, Guðný, Þórhildur og ég. Þórhildur var kosin með 7athvæðum.  En Formaður er Guðrún á Krossi, gjaldkeri Guðrún Hamri.
Rósa var svo hugulsöm að koma með kerti sem var ljósið hennar Kiddýar.
En framundan hjá félaginu er 17.júní kaffi, kökusala og grillferð.

Þvottavélin hjá mér neitaði að þvo, taldi að hurðinn væri opinn, allveg sama hvað ég lokaði og gerði. Hringdi loks suður og mér sagt hvað væri bilað, þetta væri bara líkið stiki og kostaði ekki mikið. Ég pannta það, bað svo Hauk Þór að sækja það, enda á leið vestur með fjölskilduna. Fyrst ég gat ekki notað hana þvoði ég hann og gerði fína. Þegar ég fékk stikið fór ég náttúrulega að rembast við að koma því í, en það gekk ílla að skrúfa það, Doddi fékk það verk. Nú gekk að koma vélinni í gang. Vona að það haldist.

02.05.2008 12:23

1.maí.

1.maí var í gær. Ég var heima að snúast, þegar Doddi fór að sinna í Miðhlíð. Þurti svo inna á læk að sækja timbrið hans Hödda í pallin. En það á eftir að klára við pottin við Eikarholt. Strákarnir fóru með inneftir. Ég beið á meðan með hangikjöt og tilheirandi. 

Ákvoðum á meðan við borðum að drífa okkur vestur á skemmtunina þar, en félagsheimilið var að halda bingó. Þrisvar vantaði bara eina tölu hjá okkur, fengum engan vinning, (en það kemur varla fyrir). Eftir bingóið var kaffi svo kom skemmtiatriði úr Ababab, en það var svaka stuð á þeim. 
kíkti á mömmu og fékk egg hjá henni. Vorum ekki að kíka á Sólveigu því hún var lasinn.
Doddi prufaði að elda í ofni sneidar reyktar hryggsneiðar og var það gott.

 Ásgeir átti afmæli í gær og Marta frá Hreggstöðum en hún varð 90 ára og hélt uppá það í Stykkisholmi.

29.04.2008 22:34

Kátur

  Kátur óþektar hundur hljóp í dag þegar við vorum í Miðhlíð niðrað vegi og fyrir flutningarbíl.   Bílinn stopaði og annar bíll, bílstjórinn hélt að hundurinn lægi dauður í vegkantinum og svipaðist eftir honum, ásamt hinum á bílnum. Doddi var að ná ánum inn og kom sköminn en hafði ekki mikin áhuga nú að hlaupa hringi í kringum þær eins og áður.  Ég sansaði féð inni, á meðan Doddi skoðaði hundinn.  Hann var með sár á báðum framfótum en bara annað var opið sár.  Kom hinn bíllin upp til okkar og Þórhildur kom gangandi til Dodda. Flutningarbílstjórin var víst miður sín og að þetta hafi verið mikil hnikur þegar hann hljóp undir hann.

Strákarnir fóru eftir skóla inn að Brjánslæk, og fórum við eftir verkinn í Miðhlíð að ná í þá. Var þá Jói að koma heim á vörubílnum með ýmerslegt á pallinum og vagn með fl. Fengum okkur kaffitár, kom þá unga daman á heimilinu hlaupandi inn að segja okkur að það væri borið úti. Það ætti eftir að gefa þeim töfluna. Farið var í að ná þessu inn og voru þetta tvær gimbrar sem komnar voru.  

Fyrsta samræmdaprófið var í dag. En það var íslenska, skildist mér að það hafi verið þungt próf. En í 10.bekk eru tvær dömur þær Svanhildur í Rauðsdal og Hafdís í Hvammi. Á morugun er enskupróf.

Þetta er nú meira með oljuna, hún bara hækar og hækar, kominn í 170 kr díselin á Múla í dag. Þetta er nú bara klikunn, og talað um að hún eigi bara eftir að hæka meir.
 
  Ég fór í fyrsta gítartíman minn í síðustu viku og voru það átök að innbyrða allt sem kennarinn lagði inn hjá mér. En núna hef ég verið að æfa mig og Smári hjálpað mér mikið við það. Núna á morgun er tími nr.2. og er ég bæði spent og kvíðinn.  En það er ótrúlegt hvað ég er búinn að læra mikið og fæ skilning á því sem Smári var að læra.  Datt í hug að við gætum stofnað hljómsveitina USS. Sveinn hefur verið að læra á píanó og vill bæta við sig á næsta skólaári hljóðfæri. Það kemur í ljós hvað verður.

29.04.2008 09:05

Gleðilegt sumar

Sumardagurinn fyrsti kom og fór, kaffið heppnaðist vel að vanda hjá kvenfélagaskonum, og komu nokkuð margir.
Haukur var nýkominn að sunnan með strákana sína og ein auka.
En um kvöldið var grilað á Múla, Doddi var búinn að láta hryggsneiðar liggja í kryddsósu, í nokkrar daga. Barði hafði kryddað lærissneiðar og var bæði mjög gott.
(þeir eru segir bræðurnir:) 
En mikið verkefni var unnið á Múla um helgina, það var að setja sturuklefa í stað baðsins. Flísalagt og fl. ekki er verkið unnið en mikið búið.
Þetta hefði verið fín sturta kanski!!!



Á föstudagskvöldið var matarboð á Rauðsdal, vormatur hjá maffíunni. Það var náttúrulega grilað lambakjöt, mjög gott með kostulegu meðlæti.    og auðvita voru góðir drykkir með matnum. Takk fyrir mig. :)


Á laugardag fór ég vestur með strákana og var meininginn að fara á íþróttarmót
   En það var búið að fresta því og engin boð komist til mín um það(talvan ekki búinn að vera í lagi), ég var nú smá svegt að hafa farið að erindaleysu(þegar oljan er orðin svona dýr).  Remaðist að gera einhvað gagn eins og kaupa lottó. Bað um að fá ekki galaðan miða.  Skoðaði hvolpana hjá Sólveigu, þeir hafa tútnað út.  Mamma fékk þá snildar hugmynd að fara á Tákanrfjörð að fá okkur pitsu, ég taldi betra að hringja til öryggis, og viti menn það annsaði ekki, svo við fórum í Albínu og fengum okkur þar sneiðar sem voru góðar.  mamma takk fyrir okkur.   Á leiðinni heim var hringt og okkur boðið í afmæli hjá Óðinn sonur Esterar dóttir Torfa í næsta húsi. En veislan var hjá Heiðu. Við höfuðm ekki mikið úrval að velja gjafir á Patró en fundum liti og teikniblokk.   
   Góðar kökur með afmæliskaffinu. Takk fyrir okkur.


Sunnudagur þá fórum við Doddi inneftir að Seftjörn, þar voru systurnar Elfa og Stína á fullu í tiltegt á bænum búnar að rífa girðinguna kringum garðinn. Bíbí lánaði mér bætiefni til að sprauta Táknu hjá mér, en hún fékk flösku af þessu, fyrir þessar sem koma seint og útigengið. 
 Náttúrlega fengum við kaffi hjá Bíbí og jólaköku bakaða úr förmi frá Björgu(mömmu Bíbí), og mundi Doddi eftir að hafa fengið svona kökur hjá henni í Tungumúla. En Bíbí sagðist vera að breita úr smjörlíki í smjör í uppskriftinni. Það væru ekki sömu hlutföll, mál að finna það út.  Sá sniðugt dagartal, en á hverjum mánuði var mynd af þeim sem eiga afmæli þann málnuð og nafn og aldur inná deginum. En var þetta þeira afkomundur og tengdabörn.  Eins matreiðslubók, sem heitir Seftjarnarkássan, en hver og einn setur sína uppáhaldsupskrift. (mart sniðugt hægt að gera.)

Áður en ég kom mér á nærfatakynniguna fór ég í að þrífa fiskabúrið með Svenna.   En það eru 6 fiskar í búrinu núna. Vantaði bara að fá gluggasköfuna lánaða.

Náttúrulega var miðið úrval af vörum og valdi hún fyrir mig nokkra til að máta og kefti maður eitt sett og stakan haldara. http://www.undirfot.is/ hér er slóðinn inn á þessi undirföt.



Við Sveinn fórm til auglæknis í gær. Valdi Sveinn sér gleraugu sjálfur á meðan ég var inni. En það var ekki hægt að laga þau sem hann er með. 

Framundan: fundur á miðvikudag um "beint frá Býli" í Birkimel kl 15:30.
Aðalfundur hjá Neista á fösudag

22.04.2008 09:39

Búskapur í blíðu

Það er ekki hægt að kvarta undan veðrinu.

Á laugardag fór Doddi snema út í Miðhlíð og seti út yngri kindurnar. Var unnið við tiltegt og þrif. Á sunnudaginn fengu svo eldri ærnar að vera úti.
  Nú gefum við tvisvar á dag.  Fór ég í gær og í dag fyrir vinnu að gefa og láta út. 
Ærnar tútna út og þurfa að drekka meir núna í hitanum.   

Búið að marka Lillu litlu, en hún tútnar út og er farinn að fara um allt.

Sunnudagur: Fórum á Patró að skoða hvolpana hjá Sólveigu en hún var ekki heima hún var að vinna á sjóræningjarsetrinu, en Helgi var heima og gaf okkur kaffi.   Kígtum á verðandi sjóræningjarsetur, mikið  búið að gera og mikið eftir.  

Þreif heitapottin á laugardag og létt renna í hann á sunnudag, gott að fara í hann eftir morgungjafir, áður en maður mætir í skólan.  


   Í skólanum í gær kom ljósmyndari og tók myndir af hverji deild fyrir sig, það var heppilegt að það vantaði engan nemanda. En það vantaði Guðnýju.


Í gær eftir skóla var mikið fjör á holtunum, ég missti af því, en Smári var heima og fékk að vera með. En þannig var að Hafdís mætti með hestana sína á holtinn og leifði öllum að fara á bakk. Fanney var með myndavélina.

Framundan er árlega kaffi hjá kvenfélaginu á sumardaginn fyrstakaffi á sumardaginnfyrsta sem er núna næsta fimmtudag. Það kom í minn hlut að gera pönnukökur. En Þá bjóða Neitakonur sveitungum sínum í kaffi. En seljum á 17.júní kaffi.
 Búið að bjóða mér á undirfatakynningu á sunnudag.
 En hún verður hjá Þórhildi.

Kvitið svo elskurnar mínar  (er búinn að vera að puðast við að vanda mig og skreita þessa fæslu.).

17.04.2008 13:55

Nýjar myndir

Var að skella inn myndum í nokkrum albúnum. Kíkið á það.
  
Skrifa meir síðar í dag. Um ána og lambið sem við sótum í dag. Komnar myndir af þeim mæðgum, þær heita Tákan og Lilla.

Ásgeir er nú búinn að segja vel frá þeim. Kíkið á það (Innri Múli).

Fyrsta lambið á Barðaströnd fætt úti af 4vetra útigegri á.

Ærin fædd 10.mars 2004 og hefur ekki náðst inn. Fyrsta veturinn var hún ásamt móður og systir á Patró. Sást til þeira. Móðirinn náðist í mars 2005. systirin náðist 6.maí á Patró, en þessi slapp en sást öðru hverju fyrir ofan patró fram í júní en hvarf þá.

Mæðgunar náðuust á Lambeyrum við Táknafjörð núna 15.apríl eftir að hafa verið séð til þeira frá sjó.  Lilla á Fossi handsamaði þær með smalatík sinni.

Fórum við að sækja hana á miðvikudag. Sveinn sat með lambið sem fékk nafngiftina Lilla á leiðinni heim. Þökkum við Lillu á Fossi fyrir góðar móttökur.
Tókum við af henni tvö reifi í gær.



14.04.2008 10:41

síðasta helgi

 Sóla og bíða. Gott að vera kominn heima eftir góða helgi í bænum.
Laddi var náttúrulega skemmtilegur, hlegið, klapað og dila sér í sætinu. Við Doddi voru á 9 bekk, Gísli og Nanna á 11. Bræðurinnir á 12. Í augnlínu. 

föstudagsmorgun fór ég til tannsa Theódórs, svosem ekkert merkilegt með það nema að næst aftatasti jaxlin niðri hægrameginn var með ónýta rótarfyllingu sem var farið að grafa undan og þurti að taka greigið allveg. (ekki spennandi fyrir kvöldið) þetta mátti ekki bíða og var því greigið tekinn. Ég hamaðist við að slaka á og eftrir smá stund var greigið farinn úr í tvennu lagi. . Blóðug, bolgin og dofinn fór ég frá tannsa með það uppá vasan að þurfa koma aftur og aftur og borga heling. Að Doddi minn mundi þurfa að gefa mér nýja tönn í jólagjöf á þessu ári. 
Fórum í tvær búðir ég með grisju í munni og ekki beint upplögð í þessháttar.  Lagðist svo fyrir á hotelinu fyrir skemmtunina.

Doddi setti jakkafötin í hreynsun um morguninn og áttu þau að koma í síðastalagi kl 18. En þegar Doddi fór um 7 uppá herbergi að gá hvort þau voru kominn var svo ekki. Svo hann þurti að vera í sömu buxunum og á ladda og skirtu en hafði engan jakka.  Jakkafötinn bíða síðar hreyn og fín.
Ásháttíðinn var stór góð, semmtilegt fólk, góð atriði, velheppnaður veislustjóri. Maturinn hann var góður, villisveppasúpan himnesk, lambið var gott en ég hefði kosið minni roða.Eftirrétturinn var frískandi.  Hljómsveitin Skóarpúkarnir sem voru að spila hér á þorrablótinu voru en voru nú 5 að spila, voru með mikið stuð og dansað mikið.

Nottuðum laugardaginn aðalega í að slaka á og kíktum í heimsóknir.

Sunnudagsmorgun var okkur litið út um gluggan og var þá allt hvít. en þegar við lögðum af stað úr bænum hafði ekkert snjóað annarstaðar. Fengu frábæra veðurblíðu heim.

Smári greigið er lasinn og búinn að vera það síðan á föstudag, með kvef, hita og beinverki.  annars var gott að koma heim.  Píla og Kátur voru allavega mjög glöð að komast með okkur út í Miðhlíð.  En Strákarnir höfðu sinnt öllum dýrunum með miklum dugnaði. Og þakka ég þeim sem hjálpuðu þeim til þess vel fyrir.

07.04.2008 10:37

byrjun á apríl

Loksins loksins kemst maður inn til að skrifa.
Mikið hefur verið um að vera hjá okkur.

27-30.mars: Fórum í fermingu á Akureyri, en Sólveig Dalrós Þórólfsdóttir var að fermast(Þórólfur er bróðir Dodda). Við byrjuðum á að fara í Laxárholti að gista á fimmtudag. Náttúrulega fengum við góðar móttökur þar. Vorum lengi síðasta spottan því það var bilur á Öxnadalsheiðinni. Vorum kominn um níu á Akureyri á föstudag(á afmælisdaginn minn, ég er víst orðinn 35 ára). Vorum í verkalýðsíbúð eins og fl. fermingargestir. Ferminginn var í Glerárkirkju, flott kirkja, fermingarbörninn þurtu ekki mikið að gera bara fara með trúarjátninguna og segja já. Prestarnir sögðu ritningarorðinn fyrir börnin.  Fermingarveislan var rosaleg það var svo mikiða af kökum og brauðréttum að ekki var görlegt að smakka á öllu sortum. Dalrós fékk mikið af góðum gjöfum og penning. en stæðsta gjöfinn var fartalva sem foreldrarnir gáfu. Heimferð gekk vel, tókum Baldur því það var ófær Klettháls. Komum við í Laxárdal hjá Jóa og Jónu, á heimleið, lentum við í sunnudagssteikinni þar. Þökkum við kærlega fyrir okkur.

2.apríl: Síðasta spilakvöldið í félagsvistinni, og endaði Doddi í öðru sætti yfir öll kvöldinn. Smára og Svenna gekk líka vel og voru ofarlega.

3.apríl:Sveinn tók þátt í upplestrakeppni grunnskólana sem var haldinn í kirkjunni í Tákafirði. Allir þátttakendur fengu góða bók. Ríki gullna drekans eftir Isavel Allende.  Dómari tjáði okkur að þau hafi öll verið svo góð að erfit hafi verið að velja í vellaunasætti. Voru veitt tven aukaverlaun og fékk Vera Sól önnur þeira.

5:apríl: Ársháttíð fyrirtækjana var á laugardag. Var vel mætt af Barðaströnd á hana, Halli kerði í skólabílnum og í honum voru 12. Pólverjarnir 3 fóru á sínum bíl. Maturinn var frá Hópinu og var lambið mjög gott ásamt fl.Veislustjórinn Bjarni töframaður var mjög góður, hefði verið nó að hafa hann og engin skemmtiatriði frá stöðunum.  Við vorum með lítið atriði eftir matinn. Var það eiginmennirnir þrír, við Fanney og Heiða lékum það. en við vorum með þetta á þorrablótinu. Í lokinn voru svo allir saman að synja breita útgáfu á "fullkomið líf" evrovíson lagið.  Hljómsveitinn Buffið var meiriháttar, alltaf stuð allan tíman.
 Það var bara hittin að drepa mann inni í salnum.   

Í gær komu fjárbændur og sveitamenn frá Reykholasveitinni í heimsókn hér, (líst vel hjá Ásgeiri) það var gaman og allir ánægðir. Verður tilhlökun að hitta þá sem verða á sögu, og eins að heimsækja þá.     

Framundan að undirbúa sig í að fara suður á ladda og ársháttíð fjárbænda.
Reyni að setja inn myndir af viðburðum sem búnir eru.

23.03.2008 13:00

Páskadagur

Þá er runnin upp páskadagur og maður treður í sig súkkulaðiegginu og allt namið sem inn í því er.

Það er búið að vera gaman. Við strákarnir fórum á leiksýninguna "pabban" hún var stór skemmtileg. Tók mig fyrir, hélt að ég væri barnlaus en þegar ég bennti á að ég ætti tvo stráka og benti á þá, taldi hann að ég væri undantekninginn að foreldrar væru fallegt fólk.  (morgunin eftir var mér heilsað "hæ sæta".

Fór á þriðjudag með Sólveigu í ræktina, svo í selið að vinna með silfurleirinn sem hún gaf mér í afmælisgjöf. (var búinn að setja mynd af selinu).

Það var gaman að spila vist á miðvikudag. Doddi vann páskaegg. (Sveinn var í öðru sæti með bara tvo sklagi undir pabba sínum.) Verður gaman að taka aftur þátt í spilin á næsta miðvikudagskvöld. 

Bingóið var í gær. Mikil mæting á það. Ég vann fína köku. Doddi vann gjafabréf fyrir tveim hamborgurm í Flókalundi í sumar.  Við sæl með það.
Fengum heimskókn í kvöldkaffi. Var kakan mjög góð.

Sveinn Jóhann missti af bingóinu en kom með seinni Baldri í gær með ömmu sinni. Skilaði hann miklum knúsum úr sveitinni. Var ánægður með ferðina, en smá slappur í maganum, því þegar þau fóru á fimmudag var leiðilegt í sjóinn og varð sjóveikur og ældi. (En Sveinn hefur aldrei orðið sjóveikur ).

Ég var lengi að útbúa vísbendingar um páskaeggin og voru þær 18 fyrir hvorn. Þurfti aðeins að hjálpa stundum þegar þeir fötuðu ekki vísbendinguna.  Þeir hafa mjög gaman af þessu. En það sem mér finnst skemmtilegast er málshættirnir í eggjunum.
Sveinn fékk:Góður vinur er gulli betri. 
Smári:  Prjál og skraut kemur mörgum í þraut. 
Doddi: Drukkins fögnuður er ódrukkins harmur.
Ég : Það er til lítils að hlaupa ef stefnt er í skakka átt.

Næst á dagskrá er messa kl: 15:00. En ég er í kórnum.

Ég set svo fleiri myndir inn. Vona að þið hafið fengið góðan málshátt og meigið setja hann inn á álitið . Gleðilega páska.

14.03.2008 11:06

Páskafrí

Þá er maður bara kominn í páskafrí.  
Strákarnir geta sofið út, (en gerðu það ekki í morgun.)

Í gær ætluðu strákarnir á æfingu í frjálsum á patró, en það var engin æfing vegna ársháttíðar grunnskólans á Patró. En ég fór í staðinn í sund með strákunum. Var það bara nottarleg og gaman.  Ég varð spurð hverning stæði á að allir skólarnir væru ekki saman með eina ársháttíð, hvort þetta væri ekki einn skóli. Mér fannst þetta áhugaverð suprning. Það væri nú ekki vitlaust ef það væri þanning, t.d. að karakkarnir héðan væru á patró í viku með sínum jafnöldrum að vinna við skemmtiatriði. Þá mundu þau kynnast í leiðinni betur.  Þetta ætti að vera hægt allavega með eldri krakkana. Hér á Barðaströnd hefur ekki verinn haldinn ársháttíð í minni tíð.

Kanarífuglarnir voru komnir heim svo við heilsuðum uppá þá.   Þau hjón eru voða sætt, kominn með lit, annað en við klakarnir föl eftir alla stormana sem hafa verið.
Veðrið er þó að lagast núna, búið að vera gott með komandi páskatunglinu.

Það verður nó að gera, fundur í kvöld hjá ungmennafélaginu.
  Í tilefni patreksdagsins verður boðið á sýninguna  "pabbinn" á mánudag 17.mars. (sjá nánar á: vesturbyggð.is)
Sólrún verður að klippa í Eikarholti, búinn að pannta fyrir Dodda. 
Á miðvikudag á að vera félagsvist. 
Á laugardag er páskabingóið sem fjárrætarfélagið heldur.
Messa á páskadag í Haga.
  vonandi borðið þið vel af páskaeggunum á páskadag.

Við Doddi erum búinn að taka af hrútunum okkar. Stitist í ærnar, klárast fyrir páska.

Þriðjudaginn 11.mars fór skólinn ásamt þeim sem vildu upp á Kleifaheiði að renna. Komu Ásgeir og Jói með snjósleða. Þetta var mikið fjör. Ég aðstoðaði Ólu fyrir ferðina að smurja nesti, vorum með rúgbrauð með hangikjöti. brauð með skinku og osti, svo bakaði ég í skólanum engjabrauð og var það smurt með osti. (engjabrauð er liftiduftsbrauð).  Ekki gleyma kakóið sem var ómissandi. Þetta var mikið fjör og prufuðu strákarnir skíði.

Er búinn að setja inn nokkrar myndir af þessari ferð.
Set svo kannski fleiri myndir inn í páskafríinu.

Gleðilega Páska!!                                                                 

 

08.03.2008 10:09

Ergelsi og góðar kökur

Dagarnir byrja miss vel hjá manni. Flessta dagana í vikuni hefur manni langað að kúra lengur þegar bilur hefur verið úti.
En byrjaði alla morgna kl 8 í vinnunni í þessari viku. En ég er að þrífa skólan því skólaliðinn Þórhildur er í fríi út í heimi.

Ég vaknaði með verki í skroknum í morgun, en þar liggja nokkrar ástæður á bakvið það.

Til að kæta mig var Kátur laus í þvottahúsinu og búinn að naga einn vetling, skemma þvottanetspoka, snúru af kastara.
 ! semsagt gera kátínu fyrir mig!!! .
Létt strákana sjá um þetta. 

Svo þegar ég ætlaði að fá mér verkjatöflu þá var engin til .

Þegar ég opna tölvuna þá eru kominn önnur heimasíða og komnir inn google fítusar sem ég vil ekki. 



Nó um neikvæða hliðarnar. Enda er sólinn að kominn að gleðja mann. Það er líka leikfimmi í dag, til að míkja mann upp.

Er sammála Ásgeiri að afmælisveislan hjá Jakobi á Hamri hafi verið stór góð, segi "takk fyrir mig og mína". 
Ég er svo hrifin af gullrótarköku, bláberjaostaköku og ávextakökum eins og voru í boði í veislunni. Það voru aðrar sortir en ég nefni þessar sérstaklega því þær eru í uppáhaldi hjá mér.  Guðný var svo góð að koma með gullrótarköku í vinnuna á föstudag.
  

Til að gleðja mig meir fór ég á borgarleikhúsið.is og keypti miða á Ladda  fimmtudagskvöldið 10.apríl.
Þetta verður semsagt góð helgi fyrst Laddi svo ásrsháttíð fjárbænda á sögu, sem er á föstudagskvöld 11.apríl    .

Þakka þeim sem lesa bloggið og sérstaklega þeim sem kvita. Vona að þið geigið góðan dag.

03.03.2008 08:46

Það er bara kominn mars mánuður

Ég verð nú að skrifa þegar nýr mánuður er kominn.

Eins  og vanalega er nó að gera, að vinna í afleysingum, en skólaliðin fór í siglingu og ekki er hægt að hafa skólan óþrifinn svo ég skvera því af þegar önnur vinna er búinn(kennsla og þrif í eldhúsi).

Nú er leikfimi þrisvar í viku, Heiða var að kvarta undan mér að ég svitni ekki nó. Ég hamast við en ég hef bara grun um að ég sé bara þannig að ég svitna ekki mikið þó ég reyni á mig. Hinnar allar eru með handklæði til að þurrka svitan. Ætla þó að prufa að vera næst kaf klæd, og vita hvort ég svitni þá. Ég finn mun á mér að æfa, það er aðalega að mér er ekki eins kalt yfirhöfuð eins og áður.

En og aftur frestaði ég suðurferð, átti að mæta til tannsa á fösudag, en það var leiðindar veður svo ég var feginn að vera ekki á ferðinni.

Nú eru bara tvær kennsluvikur þar til páskafríð er. Mikil tilhlökun fyrir það, náttúrulega. Ég er að hamast við að látta börnin klára páskaföndrið til að þau geti tekið það heim.
Komnir nokkrir páskaungar og fl. á leiðinni.

Set nokkrar myndir inn af snjó og páskaföndri.

21.02.2008 20:23

Veðurblíða

Dagurinn í dag var falegur og stiltur.  Ekki verandi úti nema með skólgleraugu þegar sólin var sem hæðst.  Varð þó að draga fyrir gluggana í skólana svo hætt væri að vera í stofunum því sólinn var svo langt á lofti og beint í augun eða of heitt á mann.

Sveinn var heima, kvartaði í gær um að vera flögurt og hafið fötu hjá sér í nótt, í morgun var hann með smá hita og en flögurt, en dagurinn leið hjá honum heima og var hann mishress.  En við Smári hringdum reglulega í hann að fylgjast með honum.

Við Smári fórum í skólan, þá vantaði Heiðu og Torfa (þau búinn að legjast í æluna), svo ég var í kennslu strax en átti annars ekki að byrja fyrir en kl 10.  það vantaði svo fjóra nemendur, sem voru heima lasnir.  Ég hafði yngri og eldri í páskaföndri að gera páskaunga, sem gekk vel.
Eftir hádegi var Guðný að byrja að vera lasinn svo hún hringdi í Halla og kom hann um tuttugu mínutum yfir eitt.  Þá átti ég eftir að ganga frá föndurefnunum og eldhúsinu. Og var að vinna til kl þrjú. 
Tók með mér heim föndur efni til að búa til sýniseintök.
 Ég varð svo uppþend að ég hafði ekki list á að elda eða borða. En Doddi kom snema heim og skveraði því af.

Tók engar myndir í dag.

Gaman að fylgjast með hvað Ásgeir mágur er duglegur að blogga og föndra við heimasíðuna, það er gott að hann geti gefið sér tíma til að sinna þessu svona vel.

19.02.2008 18:34

Varúð!! varúð!!! drottninginn lasin

Best ég byrji á laugadaginn 16.feb., þá var nó að gera. Doddi fór í jarðarför á Bíldudal með þeim á múla.  Leikfimi kl 14 sem ég fór í,  þá þurfti ég að sækja pólverjana úr vinnunni. Hringdi í Sólveigu til að fá að vita hvernig væri hjá henni, þá voru þau hjón í sveitinni, þannig að ekki gæti ég kíkt á þau í sunnudagskaffi.
Ágúst Vilberg var í heimskók, fengum okkur að drekka og fórum úteftir að gefa í Miðhlíð.  Það tók aðeins lengir tíma því rúllan sem var óopnuð var ónýtt og þurtum við að sækja aðra á vagninn, en það var svo mikil móða á rúðuni á dráttavélinni að strákarnir sögðu mér til. Stóðu þeir sig vel í því. Doddi kom á skódanum að gá að okkur, en þá vorum við byrjuð að gefa rúlluna sem við sóttum af vagninum. 
  Við strákarnir vorum kominn rétt fyrir sjö, búinn að vera um tvo tíma útfrá.

Pálmi Jón í Rauðsdal átti afmæli á laugardaginn 16.feb. og varð 14 ára. Ég veit að honum þykkja pönnsur góðar, svo að á sunnudaginn bakaði ég með aðstoð Smára stóran stafla af pönnsum og rúllaði þeim upp í sykri.  Við fjölskyldan mættum  með pönnsurnar í Rauðsdal, þá voru frækunar frá patró í heimskók og feiknar kaffi í gangi.
Barst í tal að myndinn "Brúðguminn" væri í bíó.  Hún átti að vera helginni á undan en það var ekki flogið. Pálma, Svanhildi, Svenna og Smára langaði í bíó.
Pálmi og Svanhildur fóru vestur með frænkunum sínum. Smári hringdi í Sólveigu sem var í Baldri og ætlaði hún að taka þá bræður með vestur. Við Doddi kláruðum að gefa í þessari líka miklri reikningu. Stopuðm á múla. Á snari stundu var áhveðið að fara í bíó. fórum við heim að skipta um gala og af stað. vorum kominn fimm mínutur fyrir átta en þá átti sýningin að byrja, það voru margir í bíó.
Dómar mínir á myndinni er það er hægt að gera leiðilega sögu þræl skemmtilega, þetta voru frábærar persónur í þessari mynd. Best að ég segi ekki meir fyrir þá sem ekki hafa séð hana.

Mánudagur: Langur en ég var vöknuð fyrir kl: 5 og gat ekki sofnað aftur, borðaði graut með Dodda.  Sveinn hvartaði undan þungri tösku, og ég var með dótt svo ég skuttlaði þeim og dóttinu í skólan.  Var svo ýmislegt að sýslast, Doddi koma heim til að fara á Patró að ganga frá penningarmálum fyrir þorrablóttið. 
Greygið Guðný var ein fyrstu 4 kennslutímana, Torfi var ekki kominn að sunnan, Heiða var heima því Alex og börninn voru veik. Ég ekki beðinn að koma strax. En við Heiða fyldumst í skólan um kl: 11( tilviljun).
 
Kynningar fundur á Patró vegna olíuhreynsunar stöð í Hvesstu Arnarfirði. Hann var haldinn í félagsheimilinu, góð mæting eða um 150 manns. þetta var svona "haliljúja" samkoma "oljuhreynsunarsöð æði".  Má segja eins og með myndina brúðguminn leiðinlegt efni sett í skemmtilegan búning.  Það komu eingar neikvæðar hliðar á þessu upp. Það er kannski málið að fá oljuhreinsistöð eða skrá okkur sem enn búum hér á fornminnjaskrá.  Þetta yrði svo mikil breiting að maður getur valla áttað sig á því.
Fer ekkert nánar í þennan fund.

Á heimsleiðinni var mér byrjað að vera flögurt. komst þó heim og þá var ég í svona  fjóra tíma að æla með 20-40.mínutu pásum, svaka krammpar í maganum. Ekki gaman. Í morgun kom resst af krafti niður.
Er bara búinn að druslarst og sofa í dag. Er að vona að ælustandið sé búið. Er allavega ekki búinn að æla síðan í nótt.

Þannig að það er tilhlökunarefni ef strákarnir fá þetta, vona að ég verið orðinn frísk áður, ef þeir fá þetta.

14.02.2008 21:42

Þorrablótið búið.

Nú er þorrablótið búið, lokafundur haldin með stæl í gær.

Torfi kom með forréttin reykta bleikju.

Heiða kenndi Dodda hvernig hægt sé að elda skötusel,

Fanney sá um eftirréttinn, sem var ávxtir með kókósbolum og súkkulaði.

Árni og Guðrún komu með drykki.

Ég sá um að leggja á borð og uppvask eftirá.


Ekki var hagnaður á blótinu en það voru ekki fl.en 70 sem komu.

Við brugðum á það ráð að selja súrmatinn sem var eftir og gekk það vel. Eins er kók og spræt til sölu á Múla Olís sem var eftir á þorrablótinu. Matur og annað var kept miða við að það kæmu 120 mans.

Það voru mörg skemmtiatriði, vorum nari með dagskrá í tvo tíma. ((geri aðrir betur))

Nefndin kom aðeins tvisvar saman öll þar til á föstudag áður. Vorum ekki með miklar æfingar. Ég hef ekki heyrt annað en að flestir hafi skemmt sér vel og þótt atriðinn góð.

Núna er búinn að vera prófavika og skólinn bara frá kl:10-12. Mjög nottarlegt, hef tíma til að gera ógerðu húsverkinn eftir þorrablótsvinnuna.

Strákunum finnst ekki gaman að missa snjóinn enda búið að vera gaman að gera snjóhús og renna sér á Múla.

Sveinn ætlar að reyna að komast á patró á prófloka diskó, en það byrjar á pizzu-hlaðborði í Þorpinu á patró, farið svo í félgsmiðstöðina og dansað.

Flettingar í dag: 287
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98811
Samtals gestir: 26575
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 12:32:28
nnn