04.02.2008 11:57

Skemmtilegir dagar

 Bolludagur í dag
Spreingidagur á morgun
Öskudagur á miðvikudag upplýsingar ínn á þessari siðu um hann: http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=3201

Verð að stetja inn hvað var skrifað af nemendum mínum. Guðný hjálpar þeim að setja inn fréttir og koma nýjar reglulega eða um eina á viku. fara inn á Grunnskólavefinn niður að bekkir og næst inn á 1-7.bekkur Birkimelsskóli. Þá sést þetta.
Yngri var varla búinn að geta verið neitt úti, svo ég áhvað að leifa þeim að vera úti í byggingarvinnu í myndmenntartíma, tók með myndavélina þær myndir koma inn við tækifæri. Það var gert virki og mörg hús í skaflinn. Höfðum gott veður eða stilu og sól.

Bollur eru bestar.
Það er búið að gera snjóhús og Silja er besti kennari í heimi af því að hún leyfði okkur að gera snjóhús. Það er með göngum. Við fengum rjómabollur hjá Ólu. Óla er best í að gera bollur. Það er búið að gera öskutunnuna fyrir grímuballið.
Texti: Ólafur Sölvi og Ágúst Vilberg

http://www.grunnskolivesturbyggdar.is/


Hver ætla vað vera fyrstur að skrifa í gestabók eða hér fyrir neðan í þessum mánuði, ég veit að það er herlingur sem les þetta blogg bull hjá mér, kvitið nú.Takk. ég elska ykkur!!

02.02.2008 21:53

Nýrr mánuður

Tími á nýtt blogg, skrítið hef ekki haft mikin tíma til að fara í tölvuna. Doddi hefur líka verið að vinna í annállnum og strákarnir að vinna verkefni í sögu um Snorra Sturluson.

Á fimmtudaginn var eða 31.janúar var þorrablót í skólanum og foreldrum boðið að koma, í boði var þorramatur og það var söngur og annað kynnt, Yngri sungu og myndir sýndar á meðan sem var við hverja vísu, miðdeild var með matarverkanir hvernig þær eru. Eldri gerðu myndskeið um þorran sem var mjög gott hjá þeim. Heiða átti afmæli og var sunginn afmælissöngurinn fyrir hana.
Þetta var semsagt mjög góð stund sem við áttum, var svo hjálpast við frágang.

Það er best að ég segi ykkur sem lesa þetta að við nokkuð margar konur erum farnar að mætta í leikfimi í Birkimel tvisvar í viku, á þriðjudagskvöldum kl 21 og á fimmtudögum kl 15, Heiða er að stjórna okkur í þolfimi, erum við í kl.tíma prfókrami. Við höfum verið 12 sem mætum.  Svo eru nokkrar sem fara líka á patró í tæki eða annað, ég er ekki en ein af þeim þó ég eigi kort í tækjasalin sem ég fékk frá Vesturbyggð því ég vinn hjá þeim. Ég er þó alltaf á leiðinni vestur, tel mig ekki hafa tíma. 

Stittist í þorrablótið hjá okkur hér. Þannig að það verður stíf vinna framundan í tegslum við það.  Verðum við á bæn til að fá gott veður svo þeir sem ætla að koma komist vandræðalaust.

Set inn myndir af þorrablótinu og fl.

27.01.2008 15:38

Óveður

Óveður á landinu, ófært landleið og Baldur aflýsti ferðinni í dag. Rafmagnið aðeins að fara og koma aftur. Þannig að þetta er hálf fúlt og leiðinlegt núna.

Uglust margir veðurteftir af þessum sökum eins og þeir sem komu á þorrablót á Patró og Tákn. Það eru svaka kviður eins og stór trukur sé að fara framhjá húsinu. Doddi fór ein úteftir til að gefa í Miðhlíð.

Í gær laugardagur 26.janúar

Þurti að moka bílinn út af hlaðinu því hann festist í snjónum sem var svo þungur og blautur. En það var náttúrulega enginn skofla svo Sveinn náði í hrífu en hún réð ekkert við sjóinn og brotnaði. Fann þá brotna skoflu og notaði hana til að pjaka undan bílnum, náttúrulega náði ég bílum frá. Fór á patró að sækja Smára sem varð eftir á föstudeginum, var einhvað slapur og vildi slaka á hjá Sólveigu. Ég þorði ekki að stopa lengi því það var skafrenginur á Kleifarheiðinni undir stóru begjunum vestanverðu meginn. Það var ágætt á heiðinni enda voru þar nokkrir að leika sér á sleðum og æfa hunda í leit. Stopuðm á Múla og fengum kaffi, strákarnir fóru með frændum sínum í fjárhúsinn og fengu að launum að stíra snjósleðanum hans Ásgeirs á eftir, sem þeir fíla í botn.

Gaman í gærkvöldi, vorum í matarboði á Brjánslæk, það var svo gaman að við vorum til þrjú að ræða ýmis mál og gamaladaga, hvernig sveitin var og allt fólkið sem hefur verið hér í gegnum tíðina og fl. og fl. Það þarf ekki að segja að maturinn var rosa góður og allt sem fildi með. Það var komið leiðindar skafreningur þegar heimsferð var farinn, og flughált.

Seti inn nokkrar sólarmyndir frá 20.jan.

24.01.2008 09:42

Bóndadagur

Það er bóndadagur á morgun og þorrin gengin þá í garð. Stelpur á maður þá ekki að gera einhvað gott fyrir bóndan?  
 Ég er svona að steja á prjónana vegna þess. Var að hugsa um að gera kjötsúpu og annað er svona óljóst eða á að koma á óvart.

Vil alveg heyra frá ykkur lesendum hvað þið gerið fyrir bóndan og frá bóndanum hvað hand mundi vilja.

22.01.2008 10:38

25 ár

Fyrir 25 árum féll snóflóð á Patreksfirðir.

"Þann 22.janúar 1983 féll krapaflóð úr Geirseyrargili. Í flóðinu fórust þrír menn og 13 hús skemmdust. Nokkru síðar sama dag féll krapaflóð/vatnsflóð eftir farvegi Litladalsár. Í flóðinu fórust ein kona og skemmdir urðu á nokkrum húsum." http://andvari.vedur.is/snjoflod/haettumat/pa/pa_nefnd.pdf

Ég er að segja ykkur frá þessu því þannan dag var systir mín hún Sólveig ný vöknuð og komin í eldhúsið sem var á neðri hæð húsins hennar og Helga en þau höfðu keft það. Þá féll þetta umræda flóð og tók eftri hæð húsins. Sáust fréttamyndir af þessu þar sem hún er að brölta ólett sem var þá orðið hálft hús. Að bjarga því sem hægt var að bjarg. Sem sagt Sólveig og Helgi Páll áttu eitt af þessum 13 húsum sem skemtust og mig minnir að þerra húsi hafi fylt útihús og er það á líka inní þessari tölu.

Með því að rýfja þetta upp vil ég minna á hversu lífið er dírmæt og fyrir hvað við meigum vera þakklát, þrátt fyrir þetta erfiða land og hamfarir sem koma á því.

21.01.2008 10:50

Fallegt veður

Gærdagurinn var dásamlega fallegrur bjartur og kyrr. Var því miður ekki með myndavélina á mér í allan gærdag.
Doddi fór með Barða inneftir í Vatnsdal að ná kindum með þeim á Brjánslæk og Gísli var líka með í för. Þeir náðu 7 stk. þar sem Brjánslækjarbú og Seftjörn áttu.
Sveinn og Smári voru boðnir í afmæli kl 15 og fóru með Heiðu í það, En Ólafur Sölvi á Hamri hélt uppá 7 ára afmælið sitt.
Ég fór ein með hundana að gefa í Miðhlíð. Það var ekki amalegt að vinna í hlöðinni í svona veðri (en þeir sem ekki vita, skerum við rúllurnar úti og keirum heigið inn á hjólburur á jöturnar.)  Ég þurti að skera rúlu sem er aldrei leiðinlegt því ég á svo góðan skera sem Valur bróðir smíðaði fyrir mig áður en hann fluti út. Skerinn er uglust með bestu gjöfum sem ég hef fengið.  Var ég svo mæt í afmælið rétt eftir 4. Voru þá margir afmælisgestir úti að renna sér á þotum og mikið fjör. Eins og venjulega klikaði Guðný ekki á ostakökuni, er engin klaufi að gera góðar kökur.
Næst var að fara á Múla að horfa á leikinn, sem fór ílla, eða við unnum ekki.

Við Doddi eydum svo kvöldinu í að lesa brandara og horfa með öðruauganu á sjónvarpið.

Verð að segja ykkur um kisu hana Eldingu, þannig er að hún er að verða fullorðin, hún varð 1árs í nóv. í des. byrjar hún á að breima og aftur í 5.jan og núna á fullu. Ég vona að þetta líði hjá, hún fær engar heimskóknir frá fresum og allt frekar aumt. Ég hringi í dýralæknir í morgun, þá segir hún mér að hún verði að fá töflu því þær haldi áfram að breima þangað til þær verði kéttlingafullar. Hún fær reseft og verður að taka töflur daglega þangað til hún hættir að breima og svo vikulega.
Alltaf er maður að læra einhvað nýtt.


Ég ætlaði að setja inn myndir sem ég tók en tölvan vil ekki taka við þeim úr myndavélinni, reyni betur síðar.

19.01.2008 23:29

Smá snjór.

Það hefur aðeins snjóað, svona svo börnin geti leikið sér. Strákarnir komust með Heiðu og fjöl. á Kleifarheiði að renna í snjónum, mikið fjör. En við Doddi sinntum fénu, tókum hrútana úr og komun þeim fyrir í sína stígu.

Síðan var mikil og skemmtileg spena að horfa á leikinn á Múla. Ísland-Slóvakía.
fyrir þá sem ekki fylgjast með er Evrópumótið í handbolta í Noreigi, Íslendingar töpuðu á fim. en unnu í dag. Annar leikur á morgun. Ísland-Frakkland


Ég tók nokkrar myndir af holtunum, múla og í Miðhlíð kíkið á það.

17.01.2008 15:10

Veikindi, skólinn og þorrinn

 Ég og strákarnir erum búinn að vera veik, þriðjudagsmorgun vöknuðum við öll veik (nema Doddi sem ekkert lætur á sig fá) Smári með beinverki og hita, Sveinn með höfuð - maga -verki. Ég með höfuðverk og hita. Öll með í háslinum. Láum meir og minna þrið og mið. Ég fór svo að kenna núna í dag en strákar enn heima. Var laus við hausverkinn.  Gott að klára þetta fyrir þorrann.

Vanntaði marga í skólan:Vantaði 7 nemendur og 2 kennara. Við Heiða vorum tvær, en það voru heimskóknir það var Óðinn með könnun fyrir 4-10.bekk og eftir hádegi kom Ásrún danskennari með sýnikennslu og mikið fjör hjá okkur við starfsmenn fengum að taka þátt í dansinum. Kenndir nokkra dansa og leiki. En það verður svo danskennsla hér í apríl í viku held ég. Það er spennandi. Heiða er núna með leikfimi en ég lagði ekki í það núna þegar maður er ný stigin úr veikindum, fer bara næst og tek þá þátt af krafti. En fyrsti tímin var á þriðjudagskvöldið.

Þorrablótið það á að vera 9.febrúar. fyrsti fundur var á mánudagskvöld og næsti á morgun. Læt vita meir um það. Miðapantanir eru hjá Dodda í síma:456-2080 eða í Gsm:8481062 . Miðaverð ekki komið eða hljómsveit.

12.01.2008 12:10

Diskótek

1-5.bekkur hélt diskótek í gærkvöldi og bauð syskinnum. Mætu með snak, kökur og gos.   Þegar allir voru mættir voru dansaðir ýmsir skemmtilegir dansar eins og Hóki,Póki , Súperman, Höfuð herðar né og tær, Tvö skref til hægri, þrautakong, massera og sí vinsæli stopdans.  Tekin var pássa til að setjast og fá sér næringu.
Komið myndaalbúm af dansinum, tók ekki mikið af myndum var upptekinn að dansa með. Nokkrar skemmtilegar þegar var verið að hlusta á grínverji með Ladda, var þá legið og hlegið. 

Eftir diskóið skruppum við strákarnir út á Múla að kíkja á Hauk og famalý sem var mætt í sveitina. Allt í góðum gír þar.

Minna á að það er gaman af því þegar kvitað er í gestabókina, ekki vera feimin með það.

09.01.2008 12:00

Alvaran byrjuð aftur

Já jólinn búinn og maður þarf að koma jóladóttinu fyrir fram að næstu jólum.  Ég þarf líka að finna stað fyrir nýja matarstelið mitt, ef ég finn ekki plás verður maður að spá í kaupum á skápi.
Skólinn byrjaður en við Guðný vorum tvær að kenna fyrstu tvo dagana því Torfi og Heiða voru ekki, þau voru fyrir sunnan í jarðaför á mánudeginum en komu svo með Baldri á þrið.
Fyrsti dagurinn fór að mestu í að taka niður jólamyndir úr gluggum og annað skraut í skólanum.  Nokkrir nemendur eru með leiðinlegan hæsi og voru tveir heima á þrið vegna þess. 
Tónlistanám í boði núna í skólanum. Það eru tvær systur sem sjá um það, þær voru mætar á mánudag, en þær verða hér í Birkimel á mán og mið. Sveinn er að læra á pianó og Smári á gítar. Nú eru þeirr báðir búnir með fista tíman og líkar vel. Sveinn getur æft sig á pinnóið í Eikarholti og Smári á gítarinn heima svo þeir hafi frið fyrir hvor oðrum, ég held að það sé gott.

Annars er maður svoldið syfjaður í mirkinu og rokinu.
Nú fer þorrablóst undirbúningurinn að byrja á fullt, erum ekki bryjuð, erum ekki búinn að fá bókina sem hefur allar upplýsingr um magn og annað sem skiptir máli, en fáum hana á helginni.

Endilega kvita

07.01.2008 08:45

þrettándin í gær - skólinn í dag.

föstudaginn 4.jan. fór ég vestur með stákana, Sveinn til læknis vegna nefsins, en hann er með bolgur og fékk nefsprei. Þeir bræður urðu svo eftir hjá Sólveigu og Helga Páli, en það var orðið tómlegt þar þegar öll börnin hjá þeim voru farinn. En systurnar Þóra og Stína komnar báða á Ísafjörð í skóla. Strákarnir tóku semsagt foreldarafrí um helgina.

5.jan, var hér veisla og mikið gaman, engar myndir tekna þá nema að borðinu áður en var sest við það.
Í matinn var rjómablómkálssúpa með brokkulí og nýbakað hvítlauksbrauð.
Læri kryddað með blóðbergi,birki,bláberjasultu og sinnepi, meðlæti ferskt grænmeti ásamt ómissandi sulutu og rauðkáli. Náttúrulega karteflur og piparsósa. Doddi sá um að steikja svepina. 
+ Í eftirrétt gerði ég súkkulaði ostaköku sem lukkaðist bara vel, ég hef nefnilega ekki gert mikið af þesshátta.
Til að krydda kvöldið fóru Doddi og Gísli út og skutu raketur um miðnæti, enda milt og gott úti.

sunnudagurinn 6.jan eða þréttándinn
Sólveig og Helgi komu í mat með strákana. En ég sauð hangikjöt. Mamma sendi hveitkökur með Sólveigu og var það gott að hafa þær með kjötinu. 

Brenna um kvöldið, en það tók sinn tíma að fá hitta á hana, en það tókst. Fín flugeldasýning, skemmtilegar þessar kongólóaraketur.

Seti inn tvö myndaalbúm, ath.það.

01.01.2008 21:01

Nýjársdagur 2008

Kæru lesendur
Það er nýjársdagur til hamingju með það og óska ég okkur öllum heila á nýju árinu. Vona að sem flestir hafi gert gott áramótaheit?

Við fögnuðum nýju ári eins og vanalega á Innri Múla. Sprengdum  fluglelda og tók ég nokkrar myndir af því og setti inn í albúm hér. Inni biðu okkur tertur hjá Stínu eftir sprengjingarnar.   Lífið tekið rólega með rabbað.

Í dag eftir mat og ávarp forseta fórum við fjölskyldan úteftir að sinna. Tók myndavélina með og setti inn albúm um það hér.  Við gáfum okkur góðan tíma til að tala við ærnar, enda margar gæfar og skemmtilegar hjá okkur.  Fórum rúnt út á Siglunes.

Við erum svo á leið úteftir að horfa á "Syndir feðrana" en hún kom ekki í bíó á Patró. Annars hefði maður verið búinn að sjá hana.

Ég þakka þær kveðjur sem hafa verið setar hér.

Hvernig fanns ykkur ávarp foseta?

30.12.2007 21:12

Gamlársdagur á morgun.

Gamlársdagur á morgun. Nýtt ár handan við hornið, það legst bara vel í mann enda þýðir ekkert annað, ekki stopar maður tíman. Í dag er búið að vera rigning og rokk, ekkert spendandi veður og rafmagnið farið af tvisvar stutt í einu.

Doddi var að selja flugelda fyrir björgunarsveitina hér eins og undanfarinn þó nokkur ár ásamt Kobba á Hamri, grunnar þá að það séu að koma 20 ár. Þeir bryjuðu í gærkvöldi og héldu núna í dag áfram og kláruðu fyrir kvöldið. Smári fékk að fara með í morgun og skiptu svo Sveinn þegar þeir voru komnir á holtin. 

Legjumst svo á bæn um að það verði veður til að skjóta upp flugeldum á áramótunum. 

Í gær urðum við að lúsast út í Miðhlíð að gefa vegna þess að það var svo mikil hálka, hafði Nisaninn í fjórhjóladrifinu til öryggis. Eins var það í dag en þó minna hér innar en útfrá.

Var að setja inn myndir af jólunum, jólatrésskemmtunninni og fl. Kíkið á það.

23.12.2007 17:52

Jólin að koma

Þórláksmessa í dag og jólin að koma.

Strákarnir búnir að setja upp jólatréð og skrita gerðu það í gær.

Við mamma vorum sniðugar, ég var að segja henni að ég væri búinn að gæja í matarstelið sem er til sölu í BYKO, þá hafði hún verið að gera það líka.

Nema úr varða að hún panntaði 4 stel og ætlum við að lána hvor annari þegar við höldum stórar veislur, erum sem sagt 12 og 12 og höfum 24 í veislum.

Mamma prufaði sitt sett í gær með matarboði og ég ætla að prufa mitt í kvöld með skötuveislu eins og hefur verið núna í nokkur ár.

Í gærkvöldi var feiknar teiti eða útskriftarpartý hjá Heiðu. Það var mikið gaman og grín. Segi bara takk fyrir mig og til hamingju Heiða með þennan áfanga.

Fyrir þá sem ekki þekkja er Heiða nágrani og samstarfkona mín. Hún var að klára stútentin í Náttúrfræðabraut úr framhaldsskóla Grunndarfjarðar. En með náminu hefur Heiða verið að kenna fulla kennslu í grunnskólanum.

Nú eru litlujólin búinn, setti inn myndir af myndarbörnum okkar hér í sveitinni inn, yngri börninn sem ekki eru kominn í skóla fengu að koma líka.

Litlu jólin eru þannig að allir sita með kerti og hlusta á jólasögu, jólaræðu deilsarstjóra, syngja, hlusta á jólaguðspallið, syngja meir. Þá eru jólakortinn innan skólans komið til eiganda en jólakortakassin er kirjan í miðjuni. Eftir þetta eru jólapakkar, en allir koma með ein pakka og fá svo að draga upp úr stórum kassa einn.

Í lokinn er borðað saman hangikjöt og ís á eftir.

Að lokum viljum við fjölskyldan í Skálholti óska öllum gleðilegra jóla og þakka fyrir heimsóknir á heimasíðu okkar á árinu.

19.12.2007 22:28

jólakvöld kvenna

Í gærkveldi var jólakvöld hjá okkur konum.
Er það haft þanning að konur koma með paka mertan málshætti og á auka miða sem er setur í skál.
Það eru sungin jólalög og ein les jólasögu. Þegar áleíður kvöldið er svo farið í að opna pakka: ein kemur og dregur og les, hinar bíða og fylgjast með hver málshátturinn er og hvað er í pakkanum.  Þetta er mjög gaman og sjaldan sami málsháttur en hefur þó komið fyrir.
Það er kvenfélagsstjórn Neista sem sér um kvöldið.
Á boðstólum voru ostar, kex, vínber, mandarínur, sulta, kaffi, gos og smákökur. Já ekki má gleyma konfegtinu.

Í fyrra varð ekkert af þessu kvöldi, var það vegna þess hvað oft var vont veður eða margar konur fjarverandi í einu. En reynt er að hafa það í huga að sem flestar séu heima.

Málshátturinn sem ég fékk var "Hver kona er drottning heima hjá sér" og í pakkanum var jólaengil til að setja á jólatréð. Mjög fallegt og takk fyrir mig.

Litlujólin í skólanum framundan hjá okkur, þar er mætt með paka og kerti.
Flettingar í dag: 287
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98811
Samtals gestir: 26575
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 12:32:28
nnn