16.12.2007 12:25

Jóla hvað?

Hér er  frétt af útskriftinni á Brautagengi námskeiðinu sem ég var ásamt fl. kjarnakonum: http://www.vesturbyggd.is/frettir/Brautargengi_kvenna_i_Vestur-bardastrandarsyslu

Við fjölskyldan brugðum okkur suður og vorum snög, fórum með Baldri á fimmtudag og komum keirandi heim í gær laugardag. Við vorum í vonda verðrinu að versla í bænum. Við vorum einu kúnnarnir í eini verslun sem við fórum í fyrst. Enda var keft vel þar og fengum góða þjónustu. Kláruðum í Smáralindinni, þar voru fleiri vestfirðinga, t.d. Guðný á Hamri. Páll Óskar var að spila og árita í Hagkaup.

Framundan er að baka, þrífa og baka svo meir.  kveikja á kertum og klára paka inn jólagjöfum og klára skrifa síðustu jólakortin.

Er sammála Ásgeiri með að hlusta á Ladda jól, það er snild.
Á heimleiðini í gær var verið að tala við Ladda og spila jólalögin hans.
Það er ekkert annað en að koma sér í jólagírinn þó úti sé rigning og rok.

13.12.2007 14:35

Jólin nálgast

Já jólin nálgast og sveinkar farnir að gefa í skóinn. Mikikið jólastúss í skólanum.  Stóru að klára vinna jólablaðið og skreita skólan, yngri búa til ýmislegt fallegt til skrauts og gjafa.  Núna á þriðjudagskveldið var ljóðakvöld hjá krökkunum. Það lukkaðist vel eins og áður en núna var bara verið með ljóð og sögu eftir Jónas Hallgrímsson í tilefni 200 ára afmælis hans.  Seti inn nokkrar myndir, en það voru fáar myndir góðar vegna hve dimmt var inni í salnum.

Við fjölskyldan erum að skipuleggja reykjavíkur-jólaferðina. Spenningur hjá strákunum að komast í stóru leikfangabúðina að verala fyrir afmælispenninginn sinn. 

Annars er maður annsi þreytur á þessum stormun sem hafa verið núna trekk í trekk.
Báðir bílanrnir komnir á vetradekkin.

06.12.2007 21:03

Viðtal við Dodda

Doddi var í viðtali í svæðisútvarpinu. Um sundlaugina og ungmennafélagið.
slóðinn til að hlusta á það er : http://dagskra.ruv.is/streaming/isafjordur/?file=4344162/9

Dæmið svo sjálf.

Annars er það að frétta að útskrift úr Brautagengi er á mánudag. Var með loka kynningu á miðvikudag. Það gekk bara vel, náði að vera róleg og passa orðaval, en mátti segja betur frá ýmsum atriðum. 

Læt þetta nægja í bili.

29.11.2007 14:06

Nó um að vera núna í des.

1.des verður basar á Tálknafjörð og Bíldudal  á sama tíma frá kl: 14-17.
2.des er jólabingóið hjá kvenfélagskonum hér í Birkimel.
4.des er aðventukvöldið sem sóknirnar halda saman.
5. des eru skil hjá mér með viðskiptaáætlunina í Brautagengi.
     sama dag er líka kennarafundur á Patró með mat á eftit
     sama kvöld er svo jólamatsfundur hjá kvenfélaginu.
8.des er stórafmælisveislan.
12.tónleikar með Páli og moniku.
17.fyrirhugað að halda aðventukvöld neist þar sem öllum konum er boðið með      jólapaka mertir málsháttum.
20. litlujólin í skólanum.
- -  Ljóðakvöld skólans er ekki komið með dagsetningu en er fyrirhugað núna í des.

Já það er búið að taka af fénu hjá okkur Dodda. (þá eru allir búnnir í klippingu fyrir jólin, Sólrún er ný búinn að vera og tók okkur fjölskylduna.)
Var að setja inn myndir af basarnum og nokkrar í viðbót í afmælismyndmöppu. 
Ég veit bara ekki hvenær maður gerir jólakortinn og allt sem þarf fyrir jólin.

26.11.2007 20:14

Basarinn á Patró

Það var basar á Patró á laugargdaginn.
Við vorum þar, var með smá handavinnu og nýjustu afurðina hjá okkur hangikjöt: læri, framparta og létt reykta hryggi. Það gekk vel.  Erum búinn að selja öll lærinn og eigum nokkra framparta eftir. 

Doddi er svo búinn að úrbeina nokkra framparti til sölu, eins ætlum við að sagan niður nokkra.

Annars ætlaði ég að setja inn myndir sem ég tók á basarnum en það er búið að taka svo vel í tölvunni að það gengur ekki, þarf að láta ath, það.

Sólrún búinn að vera hér á Barðaströnd í dag og hún tók okkur fjölskylduna í klippingu, nema ég þurti meir og fékk strípur, ( fengum klippingu í happdrætisvinning á basarnum.) 

Mikið fjör í skólanum, á morgun á að synjga þá koma þrír tónlistamenn og láta alla syngja.   Í næstu viku er meininginn að halda ljóðakvöld og eru byrjaðar æfingar fyrir það.  Síðan kemur jólaundirbúningurinn.

Frétti í dag að Páll Óskar og Monika verði á Patró í kirkjuni 12.des með jólatónleika.

22.11.2007 21:10

Ævintýrir á Skóda

Afmælið afstaðið og jólin næsta háttíð.
 
Við strákarninr höfum lent í tvenu nú í vetur á skódanum þegar við höfum verið símalaus. Fyrst  að fara útaf rétt hjá Hvammi í snjó. En góður maður kom og kippti í okkur og varð okkur ekki meint af, eða skodanum.  
Á afmælisdaginn fórum við á rúnntinn að kíkja á skriðurnar útfrá milli Litluhlíðar og Miðhlíðar. Þá vildi minn dásamlegi bíl ekki meir, leið ílla eftir að ég var ný búinn að filla á hann olju, þá var Baldursumferðinn og stopuðum við einn bíl og var sá ökumaður svo vinsamlegur að skutla okkur á Múla. Þegar ekki bólaði á Dodda sem var þá að smala leifði Stína mér að keira okkur heim og hún til baka, en hennar bíll er súper góður á nóan kraft.  Kvöldið eftir fór ég á Skódanum heim og allt í lagi.

Í gær fór ég á Patró á skódanum og skildi hann þar eftir, Davíð ætlar að tæma tannkinn og þrífa hann.  Helgi Páll var búinn að þrífa síuna en hún var full af vatni og drullu.
Þá á bara eftir að setja á hann neldvetradekk og verður hann þá til í allt. 

Í gærmorgun lá ég að hlusta á útvarpið og það var verið að auglýsa bíl "lagar þig í bíl sem er ............" ég hugas
"já" þetta er einmitt bíllin sem mig langar í og hlusta á hvað tegund það sé.
jú! það var Skóda Oktavía eins og minn.  Findið ha?

17.11.2007 10:15

Stórdagurinn á morgun

Já afmælið á morgun. Þeir bræður ætla að afhenda gjafir til hvors annars á morgun um leið og þeir vakna. Þeir fundu þær gjafir á elko.is
Þeir haf svo verið að taka til og undirbúa. Fullorðins afmælisveisla á sun, skóla á mánudag eftir skóla.

Í gær gerðum við bjugun og fass. Nottuðum milka grægju til þeira verka. En það er handsnúinn þjappa með loft tapa og fer kjötblandan auðveldlega út í stút og í plastið.  Fóru bjúgun upp í reykkofan strax á eftir.

Nú er að stytast í lok námskeiðsins sem ég er búinn að vera á (brautagengi). Fyrtsa kynning búinn, og gekk ágætlega. En fólst hún í að vera með glærukynningu á viðskiptahugmyndinni og sannfæra aðra um að hún sé góð og arðsöm. Einskonar æfing þegar maður fer í banka eða/og leitar til fjárfesta.
Nú er skemmtilegasti parturinn!!!  fjármags/reikning/áætlanagerð kostnaðar og innkomu gerðinn. Þetta er líka það sem skipti mestu máli að sé eins nákvæmur og hæt er, en svo breitist sá þáttur stöðugt þegar framkæmdir hefjast. 
Loka skil eru 5.des. þá á maður að vera með fullmótaða viðskiptaáætlun. og kynna hana. með helstu atriðum með gælrum  á 7 mínotur til þess.

Framundan er :

  • jólabasar slysavarnadeildarinnar Unnar á Patró laugardaginn 24.nóv. kl14:00 -17:00. Ætla ég að vera þar með handverk og hangikjöt.
  • jólabasar á Táknafirði laugardaginn 1.des.  í Dunhaga
  • jólabingó kvennfélagsins Neista í Birkimel sunnudaginn 2.des.
  • Svo eru það stórafmælinn í des.(Fanney (30), Sveinn (80) )

Í fyrra var ég með bás á Patró, en þá var hann á 18.nóv. Það var gaman, mikið um að vera happdræti, kakó og vöfflur og allir básarnir, hægt að kaupa góðar gjafir fyrir jólin.
Hef ekki farið á Táknafjörð, en ætla að reyna það  núna. Jólabingóðið hjá Neistakonum hefur verið glæsilegt og verður enginn undantekning núna í ár.

semsagt nó að gera framundan og ekki víst að maður komist suður fyrir jólin en maður verður nú helst að geta það til að kaupa jólafötinn á fjölskylduna og gjafir.

 

04.11.2007 12:57

Nóv

Já nú er kominn nóvember og mínir drengir farnir að telja niður í  afmælið.  Sögðu í morgun tvær vikur.

Ég er á fullu að vinna að viðskiptaáætlunni í Brautagengisnámskeiðinu sem ég er í ásamt fleirum konum. Núna á þriðudag eru fyrstu skil og kynning. 
Þess vegna hef ég ekki verið að skrifa mikið hér.

Svo er maður að vinna í kjötinnu. Gerði 12 rúllupylsur á föstudag og þær eru komnar upp í reykingarkofan. Var að gera smá kæfu núna í morgun. 

 Nú er lambahangikjötið reykt og nú er bara að koma því í verð. 

Í gær tóku bræður sig til og bökuðu fyrir kaffið, Smári bakaði Djöflaaatertu og Sveinn Sjónvarpsköku, nú þá varð ég að gera líka og gerði gersnúða, afgangurinn af kerminu af Djöflatertuni fór á snúðana. Við mætum svo á Múla lögðum á borð og gengum svo frá. Allir sælir með það  

Var að setja myndir inn af Sigga bróður. Var í Laxárholti föstudagskveld 26,okt. og þar var þrusu lið, náttúrlega ábúendur í Laxárholti Steini og Didda svo Nína systir og Loftur og Siggi, Áslaugu og Sigga litla. Þar var gæsaveisla á laugardagkveldi en  á laugardag átti að kíkja á þess háttar fugla. En Sólveig systir, mamma og ég vorum á námskeiði (Brautagengi) á laug og sun í Reykholti.

23.10.2007 20:58

Myndir af ......

Var að setja inn myndir af spurningarkeppninni sem var á laugardagskveldinu. Hún tóks mjög vel, hún var skemmtileg og spennandi. Voru nemendur ánægðir með innkomuna eftir kvöldið.  Það er jafnvel verið að spá í að halda aftur spurningarkeppni þá nær jólum en það kemur bara í ljós hvað verður.

Við Doddi vorum að taka úr reyk hryggina. Prufuðum einn á sunnudagskveldið og þótti hann góður.  Fengum Innri-Múla bændur að smaka með okkur.

Annars er beljandi rigning og rokk. Ekki hundi út signadi.

Annars er nó framundan kem nánar að því síðar.

Takk fyrir að kvita í gestabókina og skrifa fyrir neðan bloggið.

Borðinn sem nottuð voru við spurningarkeppnina á björgunar/slysavarnar-sveitin á Patró sem voru svo góð að lána þau.

19.10.2007 11:57

Já nó að gera.

Það er sko nó að gera. 
Það er verið að pottast með féð út og suður, en helst í réttir.
Ég fór með Nissaninn í skoðun, fékk endurskoðun en þetta var þó smávægilegt. 
Því miður hefur ekki gefist tími til að kíkja á skódan minn, hann greigið er á múla og bíður eftir aðhlinningu.

Við Sveinn fórum til augnlæknis á mið.  sjóninn hefur smáveigis breist hjá okkur báðum en ekki það mikið að það þurfi að skipta í gleraugunum.

Á áætlun var að byrja á sláturgerðinni í morgun en vambirnar voru en frostnar.  Fékk mér 10 slátur.
Sveinn er í samræmdum prófum eða á fimmdag ver íslenska og í dag er stærfræði.

Var að bæta við myndaalbúmum.
Ég hef verið ódugleg að taka myndir núna allra síðustudagana
.

Dugnaður í skólakrökknum eða eldri deild, það á að vera spurningarkeppni á laugardagskvöldið 20.okt.kl 20:00.  Það hefur mikil vinna verið lögð í spurningar og skreitingar. Verða lið frá hvori sókninni, Bjánslækjar- og Hagasókn. fyrst verður stutt keppni fyrir 10 ára og yndri keppendur svo allvaran hjá þeim eldri.

10.10.2007 11:18

Helgin sem var að líða.

Helgin sem var að líða.

Það var smalað á Litlanesi og Kirkjubóli á laugardag og sunnudag.

Það gekk vel og náðist 100+ á laugardaginn en um 50 sunudaginn. Því miður var ég ekki með myndavélina á laugardag, en það var gott veður þá. En ég var með hana í gær en það var svoldið dimmt yfir.

Sælkerakvöldið á Patró laugardagskveldið var stórkostlegt, á því var sjóræninjaþemma. Við fjölmætum frá Barðaströnd, en einni mínusinn var að við gátum ekki sitið saman og vorum dreifð á fjórum borðum.

Maturinn var lostæti, ég reyndi að smaka sem mest og fannst allt gott, en það voru 20 réttir meirihlutin fiskur. Það var mikið lagt uppúr skreitingum um allt og hefði ég viljað vera með myndavél til að taka myndir af því. Eins voru starfsmenn í sjóræningjabúning sem kom vel út.

Hundur í óskilum var að skemmta við borðhaldið en það voru tveir snilingar sem spiluðu á öll hljóðfæri!, þeir voru frábærir, þeir spiluðu lag og höfðu annan texta t.d. spiluðu stál og hníf en sungu tvær á tungunum.

Eftir borðhald var ball í forstofunni og salnum lokað. Þá spiluðu Viðar og Mati, gesta söngvari var Gísli bróðir Mata sem vann á Rás 2 Stuðbolti sumarsinns fyrir vestlunarmannahelgina. Það var mikið stuð og ég held að ég hafi ekki dansað svona mikið lengi.

Haukur Beiðfjörð(afi Dodda) fór á sunnudag allsæll með dvölinna, eins og hann sagði "búið að vera ein skemmtiferð",en Óli sóti hann(litli bróðir Stínu á Múla).

Pétur og Alex synir Hauks á Múla komu á fimmtudagskvöldi í sveitina, þeir bræður hafa ekkert verið á haustinn og fá þá núna tækifæri að komast í smá haustfjör.

Við Doddi tókum 9 lambsskrokka heim, vorum að salta þá í hangikjöt sem við ætlum að selja fyrir jól. Erum byrjuð að fá panntanir.

GSM samband er komið af krafti á ströndina nema hér í króknum og er ekkert samband á Hamri, Vaðli, Krossi og á Krossholtum en fyrir utan skólann er hægt að hringja. Þetta er mikil breiting. En í sumar kom dauft samband á bletum.

Búningklefagámurinn fyrir sundlauginna er kominn niðretir við laug. Það var kranabíll hér á ferðinni og kom við í það verk. Til hamingju með það. Það verður gaman að notta hann þegar búið verður að tengja vatn og rafmagn við hann.

03.10.2007 11:11

Lítið bloggað

Maður hefur ekki haft mikinn tíma til að blogga, enda búinn að vera á fullu að smala og verið í fjárragi. Búið að senda lömb í slátur í Hvammstanga. Lömbinn eru allmennt léttari um svo ca. kg. Það er sennilega vegna þurrkanna í sumar. 

Hef set myndir inn af smalamennsku og réttum.  Myndavélinn hefur fengið smá pássu síðustu daga.  Bæti svo við tækifæri gömlum myndum. Er að hamast við að reyna að vera dugleg að setja inn myndir!!!!

Gaman er að því þegar það er kvitað í gestabókinna.
 
Þakka þeim sem gara það.

21.09.2007 22:29

myndir

Ég er að reyna að vera dugleg að taka myndir og setja inn.
Tek eins og sést myndir af fleiru en fénu, eins og umhverfinnu.
EN vonandi finnst ykkur gaman að skoða þessar myndir.

20.09.2007 09:36

Smalamennskur.

 Við fjölskyldan vorum að smala í gær ásamt báðum múlunum.
 
Maður er hálf aumur eftir fyrsta daginn. 
    Í gær var verið að smala Litluhlíðafjallið. Það gekk vel. Við Sveinn fórum inn fyrir hólana og komum svo í fyrirstöðu undir Dodda.

Gekk ég og Sveinn ásamt Jakobi E. Halldóri og Hlinni fjöruna heim Múla. Gafst þar upp hrúturinn Sómi og er mynd af honum þar sem Kobbi heldur honum.  Smári og Óðinn biðu í fyrirstöðu í fjörunni á Múla.    Það var gott að komast í kakó og brauð eftir þetta vorum kominn um kl fjögur.

Fegum við smá kvíld fyrir næsta törn.   Fórum við fimm að hreinsuðum það sem var í grendinni við Miðhlíð inn, fyrir ofan túninn, innan túna og neðan veg.   Eru við þá kominn með alla okkar hrúta inn á tún í Miðhlíð. En þurti tveir að fá far, eins og sést á myndum en það er Drekki sem Smári er með og hinn er Ýmir.     Þegar þessu var lokið fór ég heim með stráka að gefa þeim kvöldmat sem varð fassbrauð með eggi.
Doddi fór á dréttavél með kassa aftaná til að flytja það sem við áttum ekki af fénu, en það var af báðum Múlunum. Þegar ég kom út í Miðhlíð aftur var Doddi búinn að setja á kassan, hélt ég svo áfram að taka úr ókunnugt. Þurti að fara 3 ferðir með kassan. Inn var 27 ær og 41 lamb.

Núna verður samalað alla daga og réttað á mánudag. Ómskoðað á þriðjudag og fara fyrstu fjárbílarnir á þrið og miðvikudag.

16.09.2007 10:33

Afmælisbarn

Doddi orðinn 42 ára, afmælisdagurinn var á föstudag.
Doddi fór þá með Sæmundi norður á Suðureyri að kíkja á þá þar í Klofningi.   En ég  klárað að taka upp karteflurnar í sandgarðinum á Múla.  Doddi hjálpaði mér svo að koma þeim fyrir í karteflukofanum sem er orðinn tæpur, maður vonar bara að hann hangi uppi yfir veturinn.   Sprettan á karteflunum var mjög mikil, hef ekki séð svona stórar rauðar eins og ég tók upp.

  Hélt afmælismat í gærkvöldi.  Vorum með grillað (skelt á gril svo í ofn) lamb. Spændi niður rófu og gulrætur úr garðinum, en þær voru bara þokkalegar. gerði karteflusalat og var líka með bakaðar karteflur. Oft hef ég gert of lítið af sósu, en núna gerði ég fullan stóran pott og það dugði og meir en það.
Svo var brúnterta og kaffi á eftir.
Jóna og Enok voru yfir helgina og lentu í afmælismatnum.

Doddi og Ásgeir fóru inn eftir að smala frá Þingmanná að Fossá.  Pílu fannst þetta fúlt að fá ekki að fara með, hún veit alltaf hvenær er verið að fara að smala, hún tengir það við fötinn og skóna.
Flettingar í dag: 287
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98811
Samtals gestir: 26575
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 12:32:28
nnn