17.11.2012 20:24
Brúðkaupið



03.11.2012 22:58
Hans Óli

Elsku Hans Óli frændi minn nú ertu floginn frá okkur.
Það var hringt í þig á afmælisdaginn þinn 1973 sagt að þú fékkst litla frænku í afmælisgjöf og það var ég.
Þú sagðir að ég væri sú eina sem þú værir viss um afmælisdaginn. Alltaf var gaman að skiptast á afmælisóskum við þig.
Efst í huga mér er gleðin sem var kringum þig og alltaf varstu með brandara, þrautir og gátur.
Ánægjustundirnar voru margar á uppvaxtarárum mínum stundum var farið í heimsókn til Ólafsvíkur, oft í þeim tilgangi að selja rababara.
Urðu stundirnar fleiri þegar þú byggðir þér hús í Keflavík á Freyjuvöllum 16.
Því miður urðu stundir okkar sjaldnar eftir að ég fór að búa fyrir vestan, og núna síðustu árin höfum við hitast við jarðafarir.
Mikill spenningur var að fylgjast með þér og Val bróðir þegar þið helltuð ykkur í flugið fyrst með módelflugvélar síðan flugdreka og svo mótordrekarnir.
En flugið þitt í Njarðvík í félaginu "Sléttunni" fylgdist maður með á netinu.
Elsku frændi ég kveð þig með tárum þú fórst allt of snemma frá okkur.
Ég gleðst yfir að hafa átt þátt í þínu lífi.
Votta ég öllum þínum nánustu og þeim sem kynnst þér samúð mína.
Litla frænkan (systurdóttir) Silja Björg Jóhannsdóttir.
10.10.2012 10:56
smalamenskur í Austursýslunni.
Byrjað á að ná úr hólmun á Kirkjubóli þar náðist 19 stk.
Geimt í réttinni á Litlanesi og brunað á Eyði og réttinn gerð klár þar.
Ferið í Mjóafjörð og við Hadda gengum á eftir því þar en karlmennirnir fóru lengra og ofar. Bætist svo smalar í hópinn.
Þegar innreksturinn nálagaðist.
Frosti Þór á hér skemmtilegt lamb með hvíta sokka og smá hvít á dindilinn.
Fórum við Doddi og náðum að snúa 12stk hóp sem stefndi út selssker og skildum við hópinn undir bænum á Illugarstað.
Fórum þá að reka hópinn frá Vattnanesi sem fór allaleið í rétt á Eyði.
Snarað upp aðhaldi til að ná þessum 12 sem við höfðum komaið á stað frá Illugarstöðum. Gekk ekki þrautarlaust en tókst fyrir rest.
Þá kom að því að koma öllu á og bruna með í fjárhús á Brjánslæk. Alls á 7 farartækjum.
Vorum heppinn með veður og ekki mikið sem slapp.
08.10.2012 10:56
Litlanes

þessar hlíðar voru smalaðar í gær.

Skiptá alltaf flalleg og tala nú ekki um í haustlitunum.

Ótrúleg fegurð í sjávarslípuðu kletunum í fjörunni á Litlanesi.

flottir smalar.

07.10.2012 12:50
Trostansfjörður

Það skifti á skín og skúrir, beta veður hefur ekki verið langi.


Skammtileg mynd þar sem Doddi stendur og horfir yfir hópinn sem er að koma.

Veit ekki hvort smalar urður varir við skrímsli.

Allt á fullu að tæma rétt.

þessar elskur stiltu sér upp, enda miklar vinkonur og eru alltaf saman.
Ath. fleiri myndir í albúmi.
02.10.2012 06:29
Smala

hér eru Alex, Sveinn, Selma og Doddi að gera sig klár að fara fyrir ofan Siglunes.

féð komið í rétt á Klöppinni

Sveinn,Doddi og Þórður 'Olafs klárir að fara Holtsdal.

Elsti smalinn Satan sem er 14ára (eða 100 í hundaárum) hann stóð sig vel.

25.09.2012 18:05
Ásgeir notar tvær týkur.

hér næst er Dimma með hóp. Ásgeir stendur undir klettunum bláklædur, Perla er svo með hinn hópinn.


24.09.2012 06:43
út og inn á stekkjavík




Smári fór eftir fénu þegar það var komið yfir vaðalinn.

ég í lykill stöðu í fyristöðu. kominn i smala yfirhöfninna.
24.09.2012 06:36
smalamenskur byrjaðar

fórum að aðstoða innrekstur á Fossá.

þar þurfti að sækja lömb í fjörudrullu.

Klikka ekki pönnsurnar hennar Laufeyjar.

hundarnir fylgjast vel með öllu, Fiðla, Strákur Stelpa og Paff (leiðréttið mig ef rángt er)
20.09.2012 08:57
haustið

fyrsta hænueggið mitt kom 5.sep.

Héldu upp á töðugjöld með að fara í Flókalund.

Grilferð Neistakvenna haldinn í þvílíkri blíðu í Fagranesi.

smalað af Haukabergsvaðlinum í Stekjavík


frosthýma.
21.08.2012 10:26
Akureyri 9-17.ágúst.

Smári að sanna að hann kunni að flétta

mættum á setniguna á handverkssýningunni. nó að skoða þar.

súpa á Dalvík á föstudagskvöldið.

fiskidagurinn mikli á laugardeginum. Hér eru skvísurnar í fiskmiðlun Norðurlands Sölku. en þetta eru kjólar frá Nígeríu.

fórum í smámunasafnið mart að skoða þar.

Sólón var ánægður að fá pakka í matarboðinnu.

auðvita fórum við fjölskyldan í keilu. og svo í Brynju ís á eftir því hittin var allveg að drepa okkur.
Ath. fullt af myndum í albúmum.
07.08.2012 14:59
unglingalandsmót Selfossi



29.07.2012 21:26
fjör, fegurð og bragðlaukakítl.

féll allveg fyrir þessu ótrúlega flott. Gaman að skoða garða og skreitingarnar í Tálknafirði

tók nokkrar myndir.

varð að skella mér í þessa skvísu.
--------------------------------------------------------------

hér er verið að grilla hrefnu.

hér er lambið. það var líka grilaður fjarðalax hann var góður.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------

árlega kökusala kvennfélagskvenna Neista var í dag. þessar eru ótrúlega girnilegar og voru líka góðar nældi mér í nokkrar.
27.07.2012 10:24
júlí annir


--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
skrupum snöglega á Ísfjörð tók nokkrar myndir á leiðinni í frábæru veðri.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Vesen á holtunum, eins og vanalega hlutum reddað í hvelli.

08.07.2012 18:19
grillað



