18.06.2011 15:13

Ferming og 17.júní.


Unnsteinn fermdur á hvítasunnudag. Mjög góður dagur. Ég sjálf tók ekki margar myndir lét aðra um það.
-----------------------------------------------------------------------------
17.júní í Birkimel.

Myndarfjalkona, Hafdís Ósk Valgeirsdóttir frá Hvammi.
 
Ásdís Ýr mjög ánægð að vera í Birkimel,           Ásdísi leist vel á Frosta Þór.
  

 
Börninn fóru svo í leiki.Mikið fjör að hopa á belg, borða kókósbollu og drekka kók, húlla svo 5 hringi svo til baka á belgnum.

Við kvenfólkið tókum svo strákana í nefið.

04.06.2011 14:42

útskrift.


Sveinn Jóhann að útskrifast úr Birkimelsskóla, hér er Nanna Sjöfn að afhenda honnum viðurkenningur fyrir íslensku en þetta er gjöf frá kvenfélaginu.

Ungmennafélagið afhendti svo Sveinni viðurkenningarbikar kvatningarverðlaun fyrir dugnað og háhuga á íþróttum.

Smári á Patró að útskrifast úr 8.bekk með glæsilegum árangri. hér er Ranveig bekkjarkennari hans að afhenda honum einkunarblaðið.
-----------------------------------------------------------------------------------------------

26.05.2011 16:35

sýning og meiri burðru

 
veggteppi sem 8.bekkur gerði í vetur, Smári saumaði trén sitthvorumeigin við röndótta köttinn. fl.myndir inná albúmi.
----------------------------------------------------------------

Drottningarnar Spegla og Surtla, en þær báru á samadegi eins og dættur speglu. Surtla kom með svarta gimbur og hvítan hrútt. (kannski gaman að ala hann, gæti gefið litil)

Uppáhaldið mitt bar svo í morgun kom með gimur og hrút. Himinsæl með hanna.

25.05.2011 13:49

kópur


þessi kópur æddi upp á land, við Sveinn komum honum í sjóinn þar sem móðir hans beið hans. (inn á myndband er smá stuppur um hann).
-----------------------------------------------------------------------------
 
Drottninginn Spegla bar 3 gimbrum.

Hér eru dættur Seglu sem eru fæddar 2009 en þær báru á sama degi.

23.05.2011 00:59

burður og Gendarpottur


Smári skoðar hér grátt lamb sem ég á.(fleiri myndir komnar í albúm: sauðburður)

Nú styttist í lokahönd á "Gendarlaug" fyrir neðan sundlaugina.(fleiri myndir inná albúmi:sundlaugarframkvæmdir.)

19.05.2011 22:11

engin vorblíða

ekki var notalegt að vaka á mánudaginn var og sjá hvít til fjalla, kólnaði það mikð að ekki langaði manni út í heitapottinn.
þrátt fyrir kuldan halda ærnar áfram að bera. Gengur burður jafnvel betur nú en oft áður en sem komið er.
 
 
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
í þessari viku hafa miklar framkvæmdir niður við sundlaug, en það er verið að hlaða pott þar sem áður var tankur, þetta verður heitasti staðurinn í sumar.

09.05.2011 12:25

nó að gera.


Nemendur Birkimelsskóla,fóru í vorgrillferð ásamt foreldrum og kennurum. Albúm með myndum úr þeirri ferð.

Ekki amalegur sumarboði.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------
Smá sýnishorn á litadírð hroggnana, en þau geta líka verið í gulum og bláum litum.
  
Létum útbúa á lok til að dæla hroggunum beint í skiljuna, mikil munur að þurfa ekki að ausa þeim upp með fötu.
-------------------------------------------------------------------------------------------------

Elmar að sýna mér kindina sína og lömbinn.
--------------------------------------------------------------------

Ásdís Ýr Pálsdóttir kom með pabba sínum  að skoða lömbin. þótti þó mikið meira fjör að sjá hundana á Múla leika með bolta.
---------------------------------------------------------------------------------

Tókst loksins að tjöruhreynsa bílinn og bóna hann. Næst er bara að koma undir hann sumardekkinn.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

02.05.2011 12:59

Frosti Þór


1.maí var skírn í Hagakirkju en þá var afmælisbarnið hann Ásgeir að skíra frumburðinn sem fékk nafnið Frosti Þór, hér eru þau stórfjölskyldan. fleiri myndir í albúmi.
--------------------------------------------------------------------------------------------------
þessar brauðtertur geriði ég fyrir skirninna.

27.04.2011 18:13

fyrstu lömbinn okkkar.


Fyrstu lömbinn sem fætust var  hrútur og gimbur, hér er hindur hrútur. Seinni tvö lömbin voru tveir hindir hrútar.

24.04.2011 22:30

Páskar.


Fullur salur af bingóspilurum. fl.myndir í albúmi.
-------------------------------------------------------------------------------------

Lopa-peysu-fjölskyldan í matarboði hjá Sonju Ísafold. Okkur var boðið á föstudaginnlanga, á boðstólum voru djúpsteiktar rækjur, svakalega gott allt. Þessar peysur eru allar nema Svenna prjónuð á þessu ári. Er með eina á prjónum fyrir Svenna.
----------------------------------------------------------------------------------------------------
 
 páksboltarnir.

22.04.2011 13:09

BINGO

Minna á hið árlega Bingó fjárræktarfélagsins á Barðaströnd
sem verður haldið í Birkimel
laugardaginn 23.apríl kl 14:00

mikið af glæsilegum vinningm.

- Gasgrill frá Olís nr.54351.
- Gisting á Hótel Bjarkarlundi
- Gisting á Hótel Keflavík
- Sigling fyrir 2 með EagleFjord á söguslóðir Gísla Súrsonar í Langabotni.
- Ævintýraferð um Breiðafjörð með Sæferðum.
- Veitingar í Vegamótum
- kipping hjá Centrum á Bíldudal
- Sumarblóm frá Moshlíð
- Garðáburðinn 40 kg pokar.
- Hafkalk
- ýmislegt fyrir bændur frá KB
- Páskaegg frá Móru (1.kg)
- harðfiskur frá Tálknafirði
- Regnboga belikja
- Nudd

22.04.2011 12:47

ferming á Patreksfirði

Gleðileg sumar og þakka fyrir veturinn
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Bekkurinn hans Smára var að fermast á skirdag 21.apríl í Patreksfjarðakirkju.

Agnes, Birta, Edda, Guðmundur, Guðný, Narfi og Róbert.

Fórum svo í veisluna hjá Guðmundi.

 Guðmundur glæslegur með fjölskyldunni.

Smellt af þeim syskinum: Kidda, Svenna og Hönnu.

19.04.2011 07:53

Pottur og vor?


Þessi mynd gæti heitið leit að voru. Heyra má að vorhugur er kominn í fuglasöngnum.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Hér eru byrjaðar framhvæmdir við sundlauginna, búið er að skera af tankinum og þar mun koma hlaðinn náttúrupottur. Það verður nottarlegt að fara í hann í sumar.

16.04.2011 12:35

Fjárflutningar og vetraverður


Síðasta máltíðinn á Brjánslæk.
 
Að fara inn á Ytri-Múla.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 

Vetrarveður í gær víða um land. Blessuð sólinn hamaðist við að bræða sjó, náð að bræða af vegjum víða. (tvö ný albúm)

13.04.2011 18:50

Ny lopapeysa.


Smári kominn í nýja lopapeysuna sem ég prjónaði fyrir hann, hún er úr þreföldum lopa og því hlý. Þetta er fyrsta peysan sem ég prjóna með hettu.
Flettingar í dag: 287
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98811
Samtals gestir: 26575
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 12:32:28
nnn