Færslur: 2007 Júlí
30.07.2007 09:32
Táknafjörður
--Veðrið var gott, sól þó skí færu aðeins fyrir af og til, fyrir mestu var að það var þurt.
Doddi fór með bræðrum sínum og föður í jarðaför Einars Odds á Flateyri, það var mikið af fólki í henni, fullt íþróttahúsið og aðeins það nánasta í kirkjunni, Einar var jarðsetur í Holtskirkjugarði.
En ég og strákarnir fórum á Táknafjörð.Vorum mætt á Táknafjörð rétt fyrir hálf ellefu. Strákarnir tóku þátt í fitnesi. Fitnesbrautinn var skemmtileg. Þeim gekk vel. Allir sem tóku þátt fengu vatnsbrúsa. "myndir af fitnesinu verða setar inn"
Frítt var í sund, við fórum í sund þegar fitnesið var búið. Strákunum fannst gaman í rennibrautinni. Eftir sundið fóru þeir í hoppukastala sem voru við skólan, þeri voru þar mestmegnis þar til að það var tekið loftið úr þeim.
• Ég að setja upp bás og Laufey við hlið mér, við vorum báðar með prjónaskap(með þrjár peysur frá Stínu tegdó), ég var líka með göngukökur og rúgbrauð (seldi allar göngukökurnar), öskupoka, pottalepa, tréjólasveina og tréstanda fyrir penna . Þegar ég brá mér frá seldi Laufey fyrir mig GSM vettlinga og griflur. Það var ekki mikil trafík af fólki, mikið heimafólk og nokkrir gestir. Mamma kom og var með egg til sölu, nýbakaðar hveitikökur og bútasaumsbuddur.
Léttgönguhópurinn kom á markaðinn ánægð með gönguna. Sólveig, Helgi, Stína og Doppa voru í göngunni.
Þegar við vorum búinn að taka saman fórum við strákarnir í Hópið og keypti fyrir þá pítsur og franskar, fórum á götugrilið, þar var etið og spjallað um stund. Strákarnir að leika við vini sína á meðan . Doddi mætti á kaffileikhúsið, það var allveg frábært. Þórhallur Þórhallson fór á kostum hann er efnilegur. (hann er sonur Ladda). Eftir þennan langa dag voru strákarnir urvinda, enda búnir að vera á fullu allan tíman. Í einu orði sagt var dagskráinn hjá þeim á Tálknafirði frábærlega vel heppnuð, alltaf nó að gera.
27.07.2007 13:24
sunnudagur og mánudagur.
Slóð af fróðleik um Saurbæjarkirkju ef þið hafið áhuga: http://www.vestfirdir.is/index.php?page=saurbaejarkirkja
Á mánudagskvöldið var síðasta kvöldmótið. Þá var keppt í 60m/100m og 600/800m. Sveinn sigraði 800m með glæsibrag.
Niðurstaðan var að þeir bræður voru báðir í öðrusæti eftir kvöldinn þrjú. Mjög gott hjá þeim.
Sem sagt góðir dagar.
22.07.2007 12:19
Dýrin í Hálsaskógi á Patreksfirði
Það var voða gaman og ekki gerði það vera að þetta var úti.
"Hún var frábær og finndin" að mati Smára.
"Hún var fínn" að mati Svenna
Við gefum Leikhópnum Lottu fullt hús stiga fyrir þessa sýningu.
ath. komnar myndir af sýninguni.

Um kvöldið fórum við að borða í Flókalundi.
Strákarnir fegnu sér pitsur, en við helgartilboð sem var rækjur og lax í forrétt, svínalundir með ýmslugóðgæti með í aðalrétt og í desert var ostakaka með ískúlu og rjóma. Gefum matnum fullt hús stiga.

Ekki var kvöldið búið hjá okkur því þegar við förum út tekur Doddi eftir því að það er lítið loft í öðru afturdekkinu. Setum loft en það lakk mikið, héldum að við kæmust í Rauðsdal en það lukkaðist ekki. Hjálpuðumst að setja varadekkið á. Farið í Rauðsdal þá var Gísli að koma heim á vörubílnum með rúllur. Var gatið stórt tók smá tíma að laga það en það er ekki hæft í annað en að vera vara dekk. Fengum kaffi hjá þeim og strákar léku við Pálma t.d. á trombolíninu.


skemmtilegt að skoða myndir og myndbönd á : http://www.123.is/dyrinihalsaskogi
19.07.2007 09:36
Surtarbrandsgil
Eftir vinnu hjá mömmu lagði hún á stað og tók Stínu og Þóru með sér. Það var nú bara kalt, húfu og vettlingar-veður. Ég með nesti í bakpoka. Þetta var líka í fyrsta skipti hjá Svenna og Smára að fara í gilið. Þeim fannst gaman, nema Smára var kalt og hljóp ásamt stelpunnum niðrí bíl aftur á bakaleið.
Þessi ferð tók góðan tíma hjá okkur, lögðum af stað hálf 6 og vorum kominn hálf 9 til baka. Áhveðið að fara heim í Skálholt og sá pottur nottaður. Grilaður kútlingarlæri og lambakjöt. Strákarnir fóru beint á æfingu.
Smökuðum svo á ís ársins sem er jarðaberja ostaköku ís, hann var rosa góður með sólarkaffi.
"Fyrir ofan Brjánslæk er Surtarbrandsgil, með einhverjum best varðveittu plöntusteingervingum sem finnast á Vestfjörðum, allt að 12 milljón ára gömlum. Þar eru blaðför af ýmsum kulvísum trjátegundum, svo sem hlyn, álmi, greni og furu. Þessar minjar benda til að loftslag á Íslandi hafi eitt sinn verið líkt því sem nú er í sunnanverðri Evrópu. Þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson veittu Brjánslæk sérstaka athygli í ferðum sínum um landið á 18. öld og lýstu staðnum vel í ferðabók sinni, enda er þar margt sem gleður augað. Sérstaka athygli þeirra vöktu plöntusteingervingarnir í Surtarbrandsgili sem þeir töldu einhverja fegurstu plöntusteingervinga landsins. Jarðlögin eru friðlýst náttúruvætti og til að fara niður í gilið þarf leyfi frá skrifstofu friðlandsins á Brjánslæk. " tekið af netinu:
http://www.vestfirdir.is/index.php?page=vatnsfjordur
17.07.2007 11:12
héraðsmót / syskinnamót
Sveinn fékk þrjár metalíur silvur í langstöki en bæti hann sig um meter stök 3,52 .m. var með brons í hástöki fór yfir 120 cm. og var með silfur í 800 m.
engin 10 ára og yngri fékk verðlaun úr sveitinni.
Syskinna mót. Niðja mót frá Jóa og Sonju.
Mamma tók mig með í Laxárholt. Þar var mikið fjör og gaman að við syskinni komu saman. En það vantaði litlu systurnar frá þýskalandi.
Farið var í Hraundal, en þar bjó Hans afi, Amma Björg og mamma. En afi bjó þar lengi eftir að mamma fór og amma skildi við hann og fluti..Leifar af virkjum sem afi byggði eru en upistandandi, mamma hrærði steipuna. Fundust nokkrir haugar af vélum og tækum.
Borðað var úti því við vorum svo mörg og veðrið gott.
Mæting var góð en það var full mætinng hjá Sigga. Nína og Lofur (Ellen og Bjöggi komust ekki). Anna ein (Steini, Óðinn og Davíð komust ekki). Valur og Jetta ,Elvar Sóley barnsmóðir hans með Alexsíu. Sólveig, Helgi, Svanur og Stína (Þóra og Páll komst ekki). vantaði skálholt stráka og Dodda.
Farið upp á engjar, svoldið sérstakt hvað þær eru þurrar, mýrarnar dúa ekki.
Helginn heppnaðist vel og allir fóru glaðir heim búnir að upprifja góðar stundir í æsku. Meiga Steini og Didda fá miklar þakkir fyrir góða helgi.

meira var gert en ég hef nefnt, en þetta verður að nægja í bíli.
12.07.2007 09:20
Safnadagur, heyskapur og kvöldmót.
Safnadagur á sunnudaginn 8.júlí um allt land. Við og á Múla (Ásgeir, Sveinn, Jóna, Enok, Pétur og Alex) fórum á Hnjót. Það hafði bæst þar við frá því síðast árabátar nokkrir eins myndir af árabátum í missmunandi aðstæðum. Það var létt kaffi á Hnjóti. Við hittum Magneu og fl.
Heiskapur á þriðjudag var verið að rúll á þriðjudag. Ekki gekk betur en svo að rúlluvélinn bilaði og varð að hætta. Drukku þó kaffið þar áður. Gísli kom morgunni eftir og kláraði að rúlla þar. Halli í Haga kom svo að rúlla á Múla.
Kvöldmót nr.2 var þriðjudagskvöldið núna 10.júlí. Sveinn komst yfir 125 cm. það var keppt líka í langstökki.
Núna er Héraðsmótið framundan en það byrjar kl:18 á föstudagskvöldið með undanúrslit í hlaupum 60m, 100m. byrjar svo kl 10 á laugardegi og sennilega líka kl 10 sunnudag.
Set inn myndir frá safnardeginum, kaffi í Litluhlíð og kvöldmótinu allt í einni möppu.
08.07.2007 13:30
Brúðkaupið !!!!
Athöfninn brjaði í kirkunni aðeins yfir kl 4. Karlar öðfumegin og konur hinumeginn.
Allir svo svaka fínir. Kirkjan troðinn, uppi líka og nokkrir stóðu.
Brúðurinn kom inn eins og prennsesa, lómandi af eftirvæntingu eins og brúðguminn, en samt svo poll róleg.
Séra Hannse gifti og kom fólki til að hlæja, talaði um hvað þau bætu hvort annað upp. María kenndi Páli að ferðast sem þau væru búinn að vera dugleg að gera og ætla að halda áfram að gera. Að þau væru áhveðinn og sægtu í hefðir.
Einsögnur með gítarspili, íslensk lög sem áttu svo vel við.
Maja frá Táknafirði spilaði á orgelið út og inn.
Þegar allir voru búnir að óska nýgiftu hjónunum til hamingju voru þau grítt með grjónum. Fóru í Lexus í myndatöku í náttúrinni.
Ilmurinn af grillmatnum var góður og ekki vesnaði það þegar maður fékk að bragða á. Kjúklingabringurnar komu mest á óvart hvessu góðar þær voru, þær höfðu leggið í kryddlegi í 3 daga. Það var líka nautakjöt, svartfuglsbringur sem Páll og Hegi setu í kryddlögg. Sjávarréttasalat. Brauð og pesto. Heitar og kaldar sósu, og ferstsalat.
Brúðartertan gerði Sólveig, Páll smíðaði standinn. Það var Tíamaríaterta, sem var rosalega góð. Það var líka kornflexterta mjög góð.
Eftir öll ræðuhöld (fer ekkert inn í þau) og matinn komu Viðar og Mati. Það var ball til kl 3.
Allt fór einstaklaega vel fram, allir skemmtu sér og veðrið gott (þurrt). komið myndaalbúm úr brúðkaupinu.
08.07.2007 12:37
Grill
Var með heitan karteflurétt með í grunnin náttúrulega karteflur, mossarelaost ofaná kom smá steigtir svepir og laukur, næst kom fersk basilika og spínat heltur yfir rjómi ofaná rifin ostur. þessi réttur var mjög góður.
kalt karteflusalat með eplum, vínberjum, graslauk, döðlum, majónesi og náttúrulega soðnum karteflum.
skrítnar kartefur eins og hálfgerðar flögur með götum fyrir krakkana.
hrásalat og bernessósu.
gos eða rauðvín með.
Kjötið sem var aðalmálið voru hryggsneiðar búnar að liggja í blóðbergi, birki og krækiberjalingi, kryddað líka með smá sítrónupipar. það voru líka lærissneiðar og Nanna kom með lærissneiðar frá sér.
Svo var eftirréttur, en það var kaffi með nammi. og sérstaklega fyrir konur var aðalbláber og jarðaberjum með ís yfir heitri súkkulaðrisósu yfir allt. Karlmennirnir fegnu ís með sósum.
Gestirnir voru heiskapsgengið sem kálraði í Miðhlið (múla bræður, Kobbi og Sitti Hamri, Gísli,Pálmi, Nanna og Svanhildur já og Guðbjörg.) og þá ógifta fólkið Páll og María ásamt Sólveigu, Helga, Þóru og Stínu. (þeim fanst gott að fara aðeins frá í undirbúninginum og borða)
05.07.2007 08:41
Heiskapur!!!
Það kom rigning í gær (maður var búinn að gleima hvað það var.)
Hann helst kannski þurr í dag og vonandi vegna heiskapar.
Framundan er brúðkaup í Haga. Páll og María eru að fara að gifta sig. þau eiga von á 120 gestum. veislutjaldið er komið upp í Haga. Viðar og Mati munu spila eftir matinn. barnapatrý verður í Tungumúla. (bræður spentir fyrir því)
Spenningur fyrir því. Fyrsta brúðkaupið sem Sveinn og Smári fara í. Það eru kominn meir en 20 ár síðan ég hef verið í búðkaupi. Það var Anna systir og Mikalel. Anna þá með Óðinn á brjósti og Sólveig með Svan, en núna eru þeir á annan meter að hæð.
Þannig að við erum að gera klárt fyrir þá næturgesti sem við fáum og mat fyrir þá gesti sem geta komið til mín fyrir brúðkaup. Eins fylgjast með heiskap og færa þeim nesti þegar verðu farið að rúlla.
Sveinn og Smári líka að huga að Héraðsmótinu þeir eru að æfa sig meir en að mæta á æfingar. Vilja bæta sig.
02.07.2007 10:58
Ungmennamót HHF á Bíldudal
Ungmennamót HHF á Bíldudal var sunnudaginn 1.júlí.
byrjaði kl 10. búið um ½ 4. Kalt fyrir hágegi þegar sólinn skein ekki á svæðið, þegar hún kom og var logn var blessað mýið á fullu.
10 ára og yngri byrjuð á 60 m. hlaupi. Smári varð 3. og líka í boltakasti.
Sveinn byrjaði á hástöki og fór yfir 130 cm. eins og hann stefndi að. Varð 3.
Í spjóti varð Sveinn svo óheppinn að gera öll köstinn ógild, spjótið fór útfyrir braut. Langstök gekk sæmilega (ekki verðlaun) þarf að æfa það betur.
Sterkasta gerinnin hjá Svenna er 800 m. og vann hann með miklum mun þó að aðeins einn keppti við hann.
Boðhlauð hjá strákum 10 ára og yngri hjá okku UMFB vann en í henni voru Pétur Árni, Alex Þór, Páll Kristinn og Smári.
Krökkunum hér úr sveitininni gekk mjög vel. Flestir með verðlaun og sum mörg. Næst er að æfa meir og meira. Kvöldmót 10.júli það er keppt í langstöki og hástöki. Héraðsmót helgina 13-15.júlí. Áfram UMFB.
Þegar við komum heim var farið snemma að sofa.
- 1