Færslur: 2007 Ágúst

31.08.2007 11:58

Vinnumaður á Patró

 Smári hringdi í ömmu sína á Patró í gærkvöldi og spurði hvort hún þyrfti vinnumann. Jú hún var einmitt með verkefni fyrir hann. Meiningin er að vinna á laugardag og bíó á sunnudag. 
Þeir fóru vestur í skólan á Patró í morgun. Smári verður þar eftir og fer til ömmu sinnar. Sveinn kemur heim fer svo í bíóið á sunnudag.

Smári var spentur að fara í skólan á Patró, 5.bekkur og uppúr í Birkimelsskóla fara í smíði, tölvu, íþróttir og sund í Patreksskóla.   Á síðasta ári voru svo mörg hér að hópnum var skipt og annar í tölvu og hinn í smíð.  Eins í sundi. en það komu elstu krakkarnir frá Bíldudal í íþóttirnar og sundið með þeim.

Var að setja inn myndir af réttum í fyrra. 

Takk fyrir að kvita í gestabókina.

29.08.2007 20:39

Skólinn

Fyrsta vikan að klárast.

Ég er í ca.60% starfi eða kenni 16 kennslustundir. Er í fríi á mið. og föstudögum. En einu sinni í mánuði eru fundir á miðvikudögum.
Er að kenna handmennt (m og e), myndmennt (y,m og e), heimilifræði(y og m), smíði(y), íþróttir (y) , kristinfræði (y) og upplýsingamennt (y)

y: yngri það er 1,2 og 4 bekkur sem eru 8 krakkar.
m: miðdeild það er 5 og 7 bekkur það eru 3-4 krakkar.
e: eldrideild það eru 8,9 og 10 bekkur það eru 5 krakkar núna getur fjölgað.

Þessi vetur legst bara vel í okkur hér í Skálholt.

Upplýsingamennt er að læra á tölvu og umhverfi netsins, t.d. fingrasetningu, hvering á að leita á netinu.  Það er meir sem tilheyrir þessu en nefni þetta tvent til útskýrringar.

22.08.2007 09:31

Sumarfríð búið

Nú er skólinn að byrja. Skólasetning hér á föstudag, alvaran byrjar svo á mánudag.
Ég byrjaði núna á mánudag 20.ágúst, og var á fundi á Patró í gær.
Strákarnir eru að rétta sig við og eru núna vaknaðir um átta. Fá þá heitan hafragraut með slátri.
Nú fer Smári niður í miðdeild, er að fara í 5.bekk og Sveinn í 7.bekk sem er síðasti bekkurinn í miðdeild.  Það er náttúrlega tilhlökun að fara aftur í skólan hjá strákunum.
Ekki er vera að sparkvölurinn er að verða klár, eða hann klárast núna um mánaðarmótin.


Minna á að kvita í gestabók. Það er bara kurteisi.

20.08.2007 10:47

Síðasti kafli í ferðastöguni.

Föstudagur-Laugardagur 10,11.ágúst. Hrafnagil, Dalvík

Föstudagur farið á Hrafnagil á sýninguna þar. Freydís og strákarnir fóru í sund á meðan við skoðuðum. Það var gaman að sjá handverkið og þar sem fólk var að vinna það. Eftir sundið fanst frændsyskinunum gaman að skoða vélar og tæki sem voru þarna.

Strákarnir fengu að vera hjá Saldísi á meðan við fórum á Dalvík í fiskisúpu. Friðar og vináttu stund var við kirkjuna, kallakórinn , leikskólinn, Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar sungu. Biskubinn og Vigdís fyrverandi forseti fluti ræður, en Júlli stjórnaði og flutti góð orð. 

Þegar Friðrik Ómar var að syngja var mynduð vináttukeðja og allir tókust í hendur og föðmuðust. Þetta var mögnuð stund og margir vöknuðu um augu. 5.þúsund friðarblöðrur var sleft, sem voru blár á lit með mynd af dúfu á. Þetta var tilfinningamikið að fyljast með blöðrunum fara upp og hlusta á lagið ?mamma? .

Hittum heimafólk sem er með fiskmiðlun Norðurlands Salka.   Okkur var filt til Kötu sem er forstjóri hjá Sölku, þar var  góða súpa. Menntamálaráðherra kom þá til að fá sér súpu, þegar hún sá Dodda sagði hún ?nú þú er alstaðar?.
Við Doddi gengum um og fengum okkur súpu á 5 stöðum, allar voru þær góðar. Gaman var að ganga um bæinn því húsinn voru skemmtilega skreit, með sjóurum, netum og ljósum.

Mæli með súpukvöldinu á Dalvík og þá séstaklega friðarstundinni áður.

Aðalaveislan á laugardag á Dalvík. Voru vísað í stæði við höfnina. Fengum leið og komið var á svæðið fiskihamborgar, þeir voru góðir alavega gátu strákarnir borðað þá. Ljótu Hálfitarnir voru þá að spila. Fengum nó að borða. Strákarnir fegnu að fara á hestbak. Nó um að vera á svæðinu og þó að það hafi kannski verið 40.þúsund þarna leið manni ekki eins og maur í þúfu.

Mæli með að allir prufi þetta alavega einu sinni að fara á Fiskidaginn mikla, best er að tjalda á staðunum, að keyra ekki á milli eins og við gerðum.

Á Akureyri en það tók tvo tíma því það var mikil umferð og biðum í nari í kl.tíma á bílastæðinu. Tókum tjaldið niður og komust á stað um átta. Tjölduðum í Hvammstanga. Til Selfoss skila tjaldvagninum. Borðum í Edden. Kominn heim um sjö á sunnudag 12.ágúst.

17.08.2007 12:27

Heimsókn úr Borgarbyggð

Fengum góða heimskókn en það var Halldóra Harðardóttir, Þórsteinn Oddur Hjaltason, Inga Berta Bergsdóttir og Axel Örn Bergsson.

Halldóra er bekkjasystir mín úr Varmalandi og sveitungar úr Hraunhreppnum gamala sem nú er Borgarbyggð. Þanning að við höfum þekkst frá æsku. En þetta var í fyrsta sinn sem ég hitti Steina, en það er Þórsteinn kallaður. Inga orðinn 11 ára og Axel 6 ára að fara að byrja í skóla. En elsta systir þeira Sandra var heima hún fermdist í vor. Þórsteinn er frá Skógarströndinni. Það var hann sem talaði við Ásgeir fyrir tveim árum þegar verið var að smala, í talstöðvar sem eiga að draga í mesta lagi 3 km. En þessi vegaleng er mun lengir.     Þeirra aðal áhugarmál eru hestar, og búinn að fara ófáar hestaferðir í sumar. Enda var það skemmtilegasta í æsku að heimsækja Halldóru og fara á hestbak með þeim á Hrafnkelsstöðum.

Þau komu á þriðjudag sem var 14.ágúst, fengu hjónasælu með berjum og með íslenskuhveiti í. Gerði kvöldsnarl þegar Doddi kom.  Við Halldóra drukkum úr kaffibolum og reyndum að spá fyrir hvor annari (ekkert að segja frá hvernign það gekk).   Þau tjölduðu tjaldvagninum sem þau voru með í garðinum hjá okkur.  Miðvikudagsmorgun fegnu þeir sem vildu harfagraut. Þau fóru á Patró, Tálknafjörð í pottana þar. Á Látrabjarg og Rauðasand. Beið þeirra hryggur og sneiðr með ýmsu meðlæti eins og ný uppteknum karteflum. Krakkarnir fóru í pottinn. Skoðaðar myndir af gönguna frá Siglunesi til Melanesi og fl. myndir. Fimmtudagsmorgun fegnu þau nýbakaðar hveitikökur með íslensku hveiti til hálfs. Lögðu þau af stað frá okkur söd og sæl eftir dvöluna. (eða það er ég næsta viss um.)

15.08.2007 13:16

Á ferð og flugi dagana 6-9.ágúst.

Frá Höfn fórum við í austur átt. Rendum um Djúpivog, þar var snirtilegt eins og má segja um Breiðdalsvík, Stöðvafjörð og Fáskúðsfjörð. Mjörg skemmtilegur bær Fáskúrsfjörður, mikið af myndum sem skreita hús og brýr. Fórum í gegnum ný göng milli Fáskrúsfjarðar og Reyðarfjarðar.   Svakaleg breiting á Reyðafirði, uppbygging í tegslum við álverið, það er alger sprengja.  Álversáhrifinn eru líka sjáanleg á Eskifirði og Neskaupstað. Það sem við tókum eftir var uppbygging og snirtimennska. Eins verið að laga gömul hús.       Leiðinlegt að sjá óslegnu túninn í Norfirði. Þar er aðeins einn kúabóndi eftir og fáir með fé. En sprenjga í hestamensku þar.

(mánudagskvöld) Tjölduðum á Neskaupstað á fjölskyldutjaldstæði. Tjaldstæði eru frí þar og á Eskifirði.      Heimskótum Þórð og Theu á Skorrastað 4. Alltaf gaman að koma til þeirra.  
        Á þriðjudag fóru strákarnir í sund en við í heimskókn til Júlla og Jónu á sjúkrahúsið, þar eru þau saman í stofu. Jóna var búinn að vera í æfingum og var þreit, Júlli var búinn í göngu úti. Þau eru með gestabók. Heilsuðum Dísu frá Skuggahlíð, hún var í næsta gangi. Hún var líka búinn að vera í þjálfun, en hún hefur ekki mát í annari hendi, en hún segir að hann sé að koma en bara mjög hægt.

Fórum í safnhúsið á Norfirði, það var að vísu rafmagnslaust þegar við komum,(það sló út á öllu landinu þá.) Safnið er á þrem hæðum dýr og grjót efst. Sjóminjar og eldssmiðja í mið og niðri var málverk eftir Tryggva Ólafssonar. Gaman að skoða safnið.

Rendum að Skuggahlíð og Kirkjubóli en ekki fólkið heima. Kvödum fólkið í Skorrastað, Thea sýndi okkur vinnustofuna sína, íbúðina fyrir ofan sem er legð út. Alli aðalsmiðurinn bak við það, aðeins eftir að setja loft lista. Jóna Þórðardóttir sýndi okkur hvað hún og hennar maður eru að gera upp gamla húsið Jónu og Júlla. Voru búinn að laga allar lagnir, golf og bað, allt málað og nýtt eldhús. Það var ekki allt klárt. Það verður gaman að koma til þeira næst þegar maður verður á ferðinni.

Tjölduðum á Egilsstöðum. Miðvikudag fórum við á Seyisfjörð, skoðum minnismerki sem var sett í fyrra um það að 100 ár eru liðin síðan símastrengurinn kom þar og tegdi okkur við útlönd. Skoðum byggðasafnið þar um síman og smiðju sem er þar. Við vorum þarna í hádeginu og mart lokað eins og bókabúðinn, handverksmarkaður og fl. Ekki get ég sagt að þetta sé snirtilegur bær, samt mart flot og fínt. Fórum næst á Borgafjörtð estri. Þar var bongó blíða, kígtum á Álfastein gaman að skoða en dírt að kaupa nokkuð.

Fimmtudag fórum við á Akureyri, héldum að við gætum verið kominn þar um hádegi, en vorum kominn rétt fyrir fjögur. Stopuðum hjá Goðafossi og kígtum á jólahúsið smá.

Saldís dreif okkur á leik sem Dalrós var að spila, hún skoraði síðasta markið og átti eina tilraun. Sigga, Erna og Freydís komu svo um átta, þá var borðað saman. Frændsyskinnin fóru í bolta við skólan. Doddi hrindi og fékk tjaldvagninum  leigðan áfram.

14.08.2007 10:53

upphaf ferðar á Höfn.

Unglingalandsmótið á Höfn sem var á veslunarmannahelgini.

Að komast: lögðum á stað á miðvikudag. Gistum á Áftarnesi hjá Jónu. Kígtum á Hauk og fjölskyldu á fimmtudagsmorgun eftir að hafa fegnið góðan morgunverð hjá Jónu. Á Selfossi þegar við vorum að svipast eftir tjaldvaganaleigunni brotnaði bolti í bílnum þegar við fórum hægt yfir hraðahindrun. Ég tók upp með Fíb handbókina og fann þar verkstæði. Þessi bolti heldur uppi (hann hallaði allavega örðumeginn niður..) kerðum á verkstæðið,boltin ekki til en var setur á rútuna frá umboðinu, hann varð klár kl 17. Við kígtum á Hauk afa. Hann var einn heima. Strákarnir skoðuðu dótið hjá frænda sínum á meðan við biðum.

Kl 17 var lagt á stað með tjaldvagninn. Fórum ekki hratt en Doddi kerði á 70-80 km/kl. Hittum Siggu á Kirkjubæjaklaustri, hún á heimleið.

Kominn á Höfn um miðnæti. Veðurspáinn var búinn að vera það slæm að við tókum hús. Gistiþjónustan Hafnarnes, Kristín þar leigði út hús ættinjga , við fengum hús sem systir hennar á. Það var mjög nottarlegt að vera í húsi yfir helgina þó að veðrið hafi ekki verið eins slæmt og spáði. Besta veðrið yfir helgina var í Höfn.

Ég vil hróssa bæjarbúum á Höfn þetta var allt til fyrirmyndar mótið, aðstaða, dagskrá og rúsínan í pilsuendanum var svo flugeldasýning í lokinn hún var mega mögnuð.

Sveinn keppti í hástöki hann komst ekki yfir 125 cm sem var frekar súrt. Lenti í 12 sæti. 600m sem hann var ekki sátur við hefði viljað hafa 800m. var á laugardeginum með þessar greinar.

Var í boðhlaupsveit í 13 ára á sunnudegi. Sveitinn lenti í öðrusæti. (það voru bara tvær sveitir)   Sveinn kom heim með silfur penning fyrir boðhlaupið. Komst í fjöltefli Doddi aðstoðaði Svenna, sem á endanum gaf skákina eftir að vera búinn að vera að í þann tíma sem var telft.

Tókum þátt í keppni í Hornarfjarðamanna. Sem var í stóratjaldinu á sunnudegi. Við Sveinn fórum í göngu um bæinn með leiðsögn, það var gaman.

Fórum á Jöklasýninguna í Jöklasetrinu, við mælum með henni. Slóð að Jöklasetrinu er : http://www.hornafjordur.is/is-land hægt er að fræðast þar.

Slóð hjá Hornafirði að segja frá mótinu. Má ath það.

http://www.hornafjordur.is/frettir/2007/08/06/nr/4676

12.08.2007 23:25

Kominn heim

Fórum hringinn um landið, vorum að koma heim í kvöld.
skrifa nánar um það allt á morgun og set þá myndir.
  • 1
Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98650
Samtals gestir: 26531
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 09:42:45
nnn