Færslur: 2007 September
21.09.2007 22:29
myndir
Tek eins og sést myndir af fleiru en fénu, eins og umhverfinnu.
EN vonandi finnst ykkur gaman að skoða þessar myndir.

20.09.2007 09:36
Smalamennskur.
Við fjölskyldan vorum að smala í gær ásamt báðum múlunum.
Maður er hálf aumur eftir fyrsta daginn.
Í gær var verið að smala Litluhlíðafjallið. Það gekk vel. Við Sveinn fórum inn fyrir hólana og komum svo í fyrirstöðu undir Dodda.
Gekk ég og Sveinn ásamt Jakobi E. Halldóri og Hlinni fjöruna heim Múla. Gafst þar upp hrúturinn Sómi og er mynd af honum þar sem Kobbi heldur honum. Smári og Óðinn biðu í fyrirstöðu í fjörunni á Múla. Það var gott að komast í kakó og brauð eftir þetta vorum kominn um kl fjögur.
Fegum við smá kvíld fyrir næsta törn. Fórum við fimm að hreinsuðum það sem var í grendinni við Miðhlíð inn, fyrir ofan túninn, innan túna og neðan veg. Eru við þá kominn með alla okkar hrúta inn á tún í Miðhlíð. En þurti tveir að fá far, eins og sést á myndum en það er Drekki sem Smári er með og hinn er Ýmir. Þegar þessu var lokið fór ég heim með stráka að gefa þeim kvöldmat sem varð fassbrauð með eggi.
Doddi fór á dréttavél með kassa aftaná til að flytja það sem við áttum ekki af fénu, en það var af báðum Múlunum. Þegar ég kom út í Miðhlíð aftur var Doddi búinn að setja á kassan, hélt ég svo áfram að taka úr ókunnugt. Þurti að fara 3 ferðir með kassan. Inn var 27 ær og 41 lamb.
Núna verður samalað alla daga og réttað á mánudag. Ómskoðað á þriðjudag og fara fyrstu fjárbílarnir á þrið og miðvikudag.
16.09.2007 10:33
Afmælisbarn
Doddi fór þá með Sæmundi norður á Suðureyri að kíkja á þá þar í Klofningi. En ég klárað að taka upp karteflurnar í sandgarðinum á Múla. Doddi hjálpaði mér svo að koma þeim fyrir í karteflukofanum sem er orðinn tæpur, maður vonar bara að hann hangi uppi yfir veturinn. Sprettan á karteflunum var mjög mikil, hef ekki séð svona stórar rauðar eins og ég tók upp.


Svo var brúnterta og kaffi á eftir.
Jóna og Enok voru yfir helgina og lentu í afmælismatnum.
Doddi og Ásgeir fóru inn eftir að smala frá Þingmanná að Fossá. Pílu fannst þetta fúlt að fá ekki að fara með, hún veit alltaf hvenær er verið að fara að smala, hún tengir það við fötinn og skóna.
12.09.2007 22:16
Segðu A og svo spíta.
Fórum til tannsa á patró, í þessu vitlausa veðri, rigningu og roki.
Þetta slapp vel þurfti ekki að gera svo mikið að það náði ekki 5.þús. sem við þurftum að borga.
10.09.2007 22:37
Fatakynning
Ef þið viljið kíkja á fötinn þá er þetta listinn á netinu:
http://www.onlinepdf.dk/books/default.aspx?onlinepdf=f0c6cd4c-cc72-4c06-a17d-f25d94cae4f2
Þetta er Clamal. Sigrún frá Reykholum kemur með kynninguna og verður með yfir 70 stk. til sýnis.
Það er búið að bjóða öllum konum í sveitinni. En á Barðaströnd eru 20 konur, og aðeins ein ekki heima.
10.09.2007 09:25
Úrhellidemba.
Ég byrja ekki strax að vinna (byrja kl 11:30). Er að vona að veðrið lagist áður en ég þarf að fara, en mér heyrist það bara bæta við vindi og rigningu.
Við Doddi fórum á Ísafjörð á föstudaginn. Það er hræðilegt að fara þetta, það er alger vegleysa og vorum tvo tíma frá Þingeyri og heim. Þurtum að byrja á að þvo bílinn til að komast til að opna pallinn vegna drullu.
Þetta er óskiljanlegt því að Ísafjörður er stjórnsýslan okkar og á að vera kaupstaðurinn fyrir okkur. En þetta getur uglust ekki verstnað.
Var að setja inn myndir af spilakvöldinu, sparkvellinum og regnbogamyndir sem ég tók í gær.
Skódinn minn er á múla, skítur í honum. Doddi er búinn að skipta um stæri síuna en það á eftir að ath. minni síuna.
Ég var aðeins að þrífa í Lingholti í gær. Pólverjarnir tveir eru að koma á morgun, Henrik og Boldan. Það verður lítið að gera hjá þeim svona fyrst.
Stittist hratt í smalamennskur eða eftir næstu helgi.
07.09.2007 07:09
Búið að spila
Þetta var ágæt æfing. Fyrir alla bæði byrjundur og þá sem höfðu lært.
Næst verður að hafa alveru og með verlaunum.
Smári sá um yngri sem ekki voru í mannanum, ásat fl.
kom svo inn þegar fækaði.
Nú er verið að leggja gerfigrasið á sparkvöllinn. Það eru þrír þjóðverjar sem eru með húsvagn til að vera í á eftir dragi á sendibíl. Set inn myndir af þessu í kvöld.
04.09.2007 21:31
HornafjarðarMANNI
Nú auglýsa nemendur Birkimelsskóla spilakvöld næsta fimmtudagskvöld
6.sep. kl 20.

Þeir sem vilja kynna sér reglur á því spili gera farið inn á slóðina: http://www.hornafjordur.is/manni/spilareglur/
Munu nemendur eldrideildar sjá um sjoppu á kvöldinu. Eins verða önnur spil í boði fyrir þá sem ekki leggja í Hornafjarðamannann.
Á föstudagskvöldið á svo að vera video kvöld hjá 7.bekk og uppúr.
- 1