Færslur: 2007 Október
23.10.2007 20:58
Myndir af ......
Við Doddi vorum að taka úr reyk hryggina. Prufuðum einn á sunnudagskveldið og þótti hann góður. Fengum Innri-Múla bændur að smaka með okkur.
Annars er beljandi rigning og rokk. Ekki hundi út signadi.
Annars er nó framundan kem nánar að því síðar.
Takk fyrir að kvita í gestabókina og skrifa fyrir neðan bloggið.
Borðinn sem nottuð voru við spurningarkeppnina á björgunar/slysavarnar-sveitin á Patró sem voru svo góð að lána þau.
19.10.2007 11:57
Já nó að gera.
Það er verið að pottast með féð út og suður, en helst í réttir.
Ég fór með Nissaninn í skoðun, fékk endurskoðun en þetta var þó smávægilegt.
Því miður hefur ekki gefist tími til að kíkja á skódan minn, hann greigið er á múla og bíður eftir aðhlinningu.

Við Sveinn fórum til augnlæknis á mið. sjóninn hefur smáveigis breist hjá okkur báðum en ekki það mikið að það þurfi að skipta í gleraugunum.

Á áætlun var að byrja á sláturgerðinni í morgun en vambirnar voru en frostnar. Fékk mér 10 slátur.
Sveinn er í samræmdum prófum eða á fimmdag ver íslenska og í dag er stærfræði.
Var að bæta við myndaalbúmum.
Ég hef verið ódugleg að taka myndir núna allra síðustudagana.
Dugnaður í skólakrökknum eða eldri deild, það á að vera spurningarkeppni á laugardagskvöldið 20.okt.kl 20:00. Það hefur mikil vinna verið lögð í spurningar og skreitingar. Verða lið frá hvori sókninni, Bjánslækjar- og Hagasókn. fyrst verður stutt keppni fyrir 10 ára og yndri keppendur svo allvaran hjá þeim eldri.
10.10.2007 11:18
Helgin sem var að líða.
Helgin sem var að líða.
Það var smalað á Litlanesi og Kirkjubóli á laugardag og sunnudag.
Það gekk vel og náðist 100+ á laugardaginn en um 50 sunudaginn. Því miður var ég ekki með myndavélina á laugardag, en það var gott veður þá. En ég var með hana í gær en það var svoldið dimmt yfir.
Sælkerakvöldið á Patró laugardagskveldið var stórkostlegt, á því var sjóræninjaþemma. Við fjölmætum frá Barðaströnd, en einni mínusinn var að við gátum ekki sitið saman og vorum dreifð á fjórum borðum.
Maturinn var lostæti, ég reyndi að smaka sem mest og fannst allt gott, en það voru 20 réttir meirihlutin fiskur. Það var mikið lagt uppúr skreitingum um allt og hefði ég viljað vera með myndavél til að taka myndir af því. Eins voru starfsmenn í sjóræningjabúning sem kom vel út.
Hundur í óskilum var að skemmta við borðhaldið en það voru tveir snilingar sem spiluðu á öll hljóðfæri!, þeir voru frábærir, þeir spiluðu lag og höfðu annan texta t.d. spiluðu stál og hníf en sungu tvær á tungunum.
Eftir borðhald var ball í forstofunni og salnum lokað. Þá spiluðu Viðar og Mati, gesta söngvari var Gísli bróðir Mata sem vann á Rás 2 Stuðbolti sumarsinns fyrir vestlunarmannahelgina. Það var mikið stuð og ég held að ég hafi ekki dansað svona mikið lengi.
Haukur Beiðfjörð(afi Dodda) fór á sunnudag allsæll með dvölinna, eins og hann sagði "búið að vera ein skemmtiferð",en Óli sóti hann(litli bróðir Stínu á Múla).
Pétur og Alex synir Hauks á Múla komu á fimmtudagskvöldi í sveitina, þeir bræður hafa ekkert verið á haustinn og fá þá núna tækifæri að komast í smá haustfjör.
Við Doddi tókum 9 lambsskrokka heim, vorum að salta þá í hangikjöt sem við ætlum að selja fyrir jól. Erum byrjuð að fá panntanir.
GSM samband er komið af krafti á ströndina nema hér í króknum og er ekkert samband á Hamri, Vaðli, Krossi og á Krossholtum en fyrir utan skólann er hægt að hringja. Þetta er mikil breiting. En í sumar kom dauft samband á bletum.
Búningklefagámurinn fyrir sundlauginna er kominn niðretir við laug. Það var kranabíll hér á ferðinni og kom við í það verk. Til hamingju með það. Það verður gaman að notta hann þegar búið verður að tengja vatn og rafmagn við hann.
03.10.2007 11:11
Lítið bloggað
Hef set myndir inn af smalamennsku og réttum. Myndavélinn hefur fengið smá pássu síðustu daga. Bæti svo við tækifæri gömlum myndum. Er að hamast við að reyna að vera dugleg að setja inn myndir!!!!
Gaman er að því þegar það er kvitað í gestabókinna.

Þakka þeim sem gara það.
- 1