Færslur: 2007 Nóvember
29.11.2007 14:06
Nó um að vera núna í des.
2.des er jólabingóið hjá kvenfélagskonum hér í Birkimel.
4.des er aðventukvöldið sem sóknirnar halda saman.
5. des eru skil hjá mér með viðskiptaáætlunina í Brautagengi.
sama dag er líka kennarafundur á Patró með mat á eftit
sama kvöld er svo jólamatsfundur hjá kvenfélaginu.
8.des er stórafmælisveislan.
12.tónleikar með Páli og moniku.
17.fyrirhugað að halda aðventukvöld neist þar sem öllum konum er boðið með jólapaka mertir málsháttum.
20. litlujólin í skólanum.
- - Ljóðakvöld skólans er ekki komið með dagsetningu en er fyrirhugað núna í des.
Já það er búið að taka af fénu hjá okkur Dodda. (þá eru allir búnnir í klippingu fyrir jólin, Sólrún er ný búinn að vera og tók okkur fjölskylduna.)
Var að setja inn myndir af basarnum og nokkrar í viðbót í afmælismyndmöppu.
Ég veit bara ekki hvenær maður gerir jólakortinn og allt sem þarf fyrir jólin.
26.11.2007 20:14
Basarinn á Patró
Við vorum þar, var með smá handavinnu og nýjustu afurðina hjá okkur hangikjöt: læri, framparta og létt reykta hryggi. Það gekk vel. Erum búinn að selja öll lærinn og eigum nokkra framparta eftir.
Doddi er svo búinn að úrbeina nokkra framparti til sölu, eins ætlum við að sagan niður nokkra.
Annars ætlaði ég að setja inn myndir sem ég tók á basarnum en það er búið að taka svo vel í tölvunni að það gengur ekki, þarf að láta ath, það.
Sólrún búinn að vera hér á Barðaströnd í dag og hún tók okkur fjölskylduna í klippingu, nema ég þurti meir og fékk strípur, ( fengum klippingu í happdrætisvinning á basarnum.)
Mikið fjör í skólanum, á morgun á að synjga þá koma þrír tónlistamenn og láta alla syngja. Í næstu viku er meininginn að halda ljóðakvöld og eru byrjaðar æfingar fyrir það. Síðan kemur jólaundirbúningurinn.
Frétti í dag að Páll Óskar og Monika verði á Patró í kirkjuni 12.des með jólatónleika.
22.11.2007 21:10
Ævintýrir á Skóda
Við strákarninr höfum lent í tvenu nú í vetur á skódanum þegar við höfum verið símalaus. Fyrst að fara útaf rétt hjá Hvammi í snjó. En góður maður kom og kippti í okkur og varð okkur ekki meint af, eða skodanum.
Á afmælisdaginn fórum við á rúnntinn að kíkja á skriðurnar útfrá milli Litluhlíðar og Miðhlíðar. Þá vildi minn dásamlegi bíl ekki meir, leið ílla eftir að ég var ný búinn að filla á hann olju, þá var Baldursumferðinn og stopuðum við einn bíl og var sá ökumaður svo vinsamlegur að skutla okkur á Múla. Þegar ekki bólaði á Dodda sem var þá að smala leifði Stína mér að keira okkur heim og hún til baka, en hennar bíll er súper góður á nóan kraft. Kvöldið eftir fór ég á Skódanum heim og allt í lagi.
Í gær fór ég á Patró á skódanum og skildi hann þar eftir, Davíð ætlar að tæma tannkinn og þrífa hann. Helgi Páll var búinn að þrífa síuna en hún var full af vatni og drullu.
Þá á bara eftir að setja á hann neldvetradekk og verður hann þá til í allt.
Í gærmorgun lá ég að hlusta á útvarpið og það var verið að auglýsa bíl "lagar þig í bíl sem er ............" ég hugas
"já" þetta er einmitt bíllin sem mig langar í og hlusta á hvað tegund það sé.
jú! það var Skóda Oktavía eins og minn. Findið ha?
17.11.2007 10:15
Stórdagurinn á morgun

Þeir haf svo verið að taka til og undirbúa. Fullorðins afmælisveisla á sun, skóla á mánudag eftir skóla.
Í gær gerðum við bjugun og fass. Nottuðum milka grægju til þeira verka. En það er handsnúinn þjappa með loft tapa og fer kjötblandan auðveldlega út í stút og í plastið. Fóru bjúgun upp í reykkofan strax á eftir.
Nú er að stytast í lok námskeiðsins sem ég er búinn að vera á (brautagengi). Fyrtsa kynning búinn, og gekk ágætlega. En fólst hún í að vera með glærukynningu á viðskiptahugmyndinni og sannfæra aðra um að hún sé góð og arðsöm. Einskonar æfing þegar maður fer í banka eða/og leitar til fjárfesta.
Nú er skemmtilegasti parturinn!!! fjármags/reikning/áætlanagerð kostnaðar og innkomu gerðinn. Þetta er líka það sem skipti mestu máli að sé eins nákvæmur og hæt er, en svo breitist sá þáttur stöðugt þegar framkæmdir hefjast.
Loka skil eru 5.des. þá á maður að vera með fullmótaða viðskiptaáætlun. og kynna hana. með helstu atriðum með gælrum á 7 mínotur til þess.
Framundan er :
- jólabasar slysavarnadeildarinnar Unnar á Patró laugardaginn 24.nóv. kl14:00 -17:00. Ætla ég að vera þar með handverk og hangikjöt.
- jólabasar á Táknafirði laugardaginn 1.des. í Dunhaga
- jólabingó kvennfélagsins Neista í Birkimel sunnudaginn 2.des.
- Svo eru það stórafmælinn í des.(Fanney (30), Sveinn (80) )
Í fyrra var ég með bás á Patró, en þá var hann á 18.nóv. Það var gaman, mikið um að vera happdræti, kakó og vöfflur og allir básarnir, hægt að kaupa góðar gjafir fyrir jólin.
Hef ekki farið á Táknafjörð, en ætla að reyna það núna. Jólabingóðið hjá Neistakonum hefur verið glæsilegt og verður enginn undantekning núna í ár.
semsagt nó að gera framundan og ekki víst að maður komist suður fyrir jólin en maður verður nú helst að geta það til að kaupa jólafötinn á fjölskylduna og gjafir.
04.11.2007 12:57
Nóv
Já nú er kominn nóvember og mínir drengir farnir að telja niður í afmælið. Sögðu í morgun tvær vikur.
Ég er á fullu að vinna að viðskiptaáætlunni í Brautagengisnámskeiðinu sem ég er í ásamt fleirum konum. Núna á þriðudag eru fyrstu skil og kynning.
Þess vegna hef ég ekki verið að skrifa mikið hér.
Svo er maður að vinna í kjötinnu. Gerði 12 rúllupylsur á föstudag og þær eru komnar upp í reykingarkofan. Var að gera smá kæfu núna í morgun. Nú er lambahangikjötið reykt og nú er bara að koma því í verð.
Í gær tóku bræður sig til og bökuðu fyrir kaffið, Smári bakaði Djöflaaatertu og Sveinn Sjónvarpsköku, nú þá varð ég að gera líka og gerði gersnúða, afgangurinn af kerminu af Djöflatertuni fór á snúðana. Við mætum svo á Múla lögðum á borð og gengum svo frá. Allir sælir með það
Var að setja myndir inn af Sigga bróður. Var í Laxárholti föstudagskveld 26,okt. og þar var þrusu lið, náttúrlega ábúendur í Laxárholti Steini og Didda svo Nína systir og Loftur og Siggi, Áslaugu og Sigga litla. Þar var gæsaveisla á laugardagkveldi en á laugardag átti að kíkja á þess háttar fugla. En Sólveig systir, mamma og ég vorum á námskeiði (Brautagengi) á laug og sun í Reykholti.
- 1