Færslur: 2008 Apríl

29.04.2008 22:34

Kátur

  Kátur óþektar hundur hljóp í dag þegar við vorum í Miðhlíð niðrað vegi og fyrir flutningarbíl.   Bílinn stopaði og annar bíll, bílstjórinn hélt að hundurinn lægi dauður í vegkantinum og svipaðist eftir honum, ásamt hinum á bílnum. Doddi var að ná ánum inn og kom sköminn en hafði ekki mikin áhuga nú að hlaupa hringi í kringum þær eins og áður.  Ég sansaði féð inni, á meðan Doddi skoðaði hundinn.  Hann var með sár á báðum framfótum en bara annað var opið sár.  Kom hinn bíllin upp til okkar og Þórhildur kom gangandi til Dodda. Flutningarbílstjórin var víst miður sín og að þetta hafi verið mikil hnikur þegar hann hljóp undir hann.

Strákarnir fóru eftir skóla inn að Brjánslæk, og fórum við eftir verkinn í Miðhlíð að ná í þá. Var þá Jói að koma heim á vörubílnum með ýmerslegt á pallinum og vagn með fl. Fengum okkur kaffitár, kom þá unga daman á heimilinu hlaupandi inn að segja okkur að það væri borið úti. Það ætti eftir að gefa þeim töfluna. Farið var í að ná þessu inn og voru þetta tvær gimbrar sem komnar voru.  

Fyrsta samræmdaprófið var í dag. En það var íslenska, skildist mér að það hafi verið þungt próf. En í 10.bekk eru tvær dömur þær Svanhildur í Rauðsdal og Hafdís í Hvammi. Á morugun er enskupróf.

Þetta er nú meira með oljuna, hún bara hækar og hækar, kominn í 170 kr díselin á Múla í dag. Þetta er nú bara klikunn, og talað um að hún eigi bara eftir að hæka meir.
 
  Ég fór í fyrsta gítartíman minn í síðustu viku og voru það átök að innbyrða allt sem kennarinn lagði inn hjá mér. En núna hef ég verið að æfa mig og Smári hjálpað mér mikið við það. Núna á morgun er tími nr.2. og er ég bæði spent og kvíðinn.  En það er ótrúlegt hvað ég er búinn að læra mikið og fæ skilning á því sem Smári var að læra.  Datt í hug að við gætum stofnað hljómsveitina USS. Sveinn hefur verið að læra á píanó og vill bæta við sig á næsta skólaári hljóðfæri. Það kemur í ljós hvað verður.

29.04.2008 09:05

Gleðilegt sumar

Sumardagurinn fyrsti kom og fór, kaffið heppnaðist vel að vanda hjá kvenfélagaskonum, og komu nokkuð margir.
Haukur var nýkominn að sunnan með strákana sína og ein auka.
En um kvöldið var grilað á Múla, Doddi var búinn að láta hryggsneiðar liggja í kryddsósu, í nokkrar daga. Barði hafði kryddað lærissneiðar og var bæði mjög gott.
(þeir eru segir bræðurnir:) 
En mikið verkefni var unnið á Múla um helgina, það var að setja sturuklefa í stað baðsins. Flísalagt og fl. ekki er verkið unnið en mikið búið.
Þetta hefði verið fín sturta kanski!!!



Á föstudagskvöldið var matarboð á Rauðsdal, vormatur hjá maffíunni. Það var náttúrulega grilað lambakjöt, mjög gott með kostulegu meðlæti.    og auðvita voru góðir drykkir með matnum. Takk fyrir mig. :)


Á laugardag fór ég vestur með strákana og var meininginn að fara á íþróttarmót
   En það var búið að fresta því og engin boð komist til mín um það(talvan ekki búinn að vera í lagi), ég var nú smá svegt að hafa farið að erindaleysu(þegar oljan er orðin svona dýr).  Remaðist að gera einhvað gagn eins og kaupa lottó. Bað um að fá ekki galaðan miða.  Skoðaði hvolpana hjá Sólveigu, þeir hafa tútnað út.  Mamma fékk þá snildar hugmynd að fara á Tákanrfjörð að fá okkur pitsu, ég taldi betra að hringja til öryggis, og viti menn það annsaði ekki, svo við fórum í Albínu og fengum okkur þar sneiðar sem voru góðar.  mamma takk fyrir okkur.   Á leiðinni heim var hringt og okkur boðið í afmæli hjá Óðinn sonur Esterar dóttir Torfa í næsta húsi. En veislan var hjá Heiðu. Við höfuðm ekki mikið úrval að velja gjafir á Patró en fundum liti og teikniblokk.   
   Góðar kökur með afmæliskaffinu. Takk fyrir okkur.


Sunnudagur þá fórum við Doddi inneftir að Seftjörn, þar voru systurnar Elfa og Stína á fullu í tiltegt á bænum búnar að rífa girðinguna kringum garðinn. Bíbí lánaði mér bætiefni til að sprauta Táknu hjá mér, en hún fékk flösku af þessu, fyrir þessar sem koma seint og útigengið. 
 Náttúrlega fengum við kaffi hjá Bíbí og jólaköku bakaða úr förmi frá Björgu(mömmu Bíbí), og mundi Doddi eftir að hafa fengið svona kökur hjá henni í Tungumúla. En Bíbí sagðist vera að breita úr smjörlíki í smjör í uppskriftinni. Það væru ekki sömu hlutföll, mál að finna það út.  Sá sniðugt dagartal, en á hverjum mánuði var mynd af þeim sem eiga afmæli þann málnuð og nafn og aldur inná deginum. En var þetta þeira afkomundur og tengdabörn.  Eins matreiðslubók, sem heitir Seftjarnarkássan, en hver og einn setur sína uppáhaldsupskrift. (mart sniðugt hægt að gera.)

Áður en ég kom mér á nærfatakynniguna fór ég í að þrífa fiskabúrið með Svenna.   En það eru 6 fiskar í búrinu núna. Vantaði bara að fá gluggasköfuna lánaða.

Náttúrulega var miðið úrval af vörum og valdi hún fyrir mig nokkra til að máta og kefti maður eitt sett og stakan haldara. http://www.undirfot.is/ hér er slóðinn inn á þessi undirföt.



Við Sveinn fórm til auglæknis í gær. Valdi Sveinn sér gleraugu sjálfur á meðan ég var inni. En það var ekki hægt að laga þau sem hann er með. 

Framundan: fundur á miðvikudag um "beint frá Býli" í Birkimel kl 15:30.
Aðalfundur hjá Neista á fösudag

22.04.2008 09:39

Búskapur í blíðu

Það er ekki hægt að kvarta undan veðrinu.

Á laugardag fór Doddi snema út í Miðhlíð og seti út yngri kindurnar. Var unnið við tiltegt og þrif. Á sunnudaginn fengu svo eldri ærnar að vera úti.
  Nú gefum við tvisvar á dag.  Fór ég í gær og í dag fyrir vinnu að gefa og láta út. 
Ærnar tútna út og þurfa að drekka meir núna í hitanum.   

Búið að marka Lillu litlu, en hún tútnar út og er farinn að fara um allt.

Sunnudagur: Fórum á Patró að skoða hvolpana hjá Sólveigu en hún var ekki heima hún var að vinna á sjóræningjarsetrinu, en Helgi var heima og gaf okkur kaffi.   Kígtum á verðandi sjóræningjarsetur, mikið  búið að gera og mikið eftir.  

Þreif heitapottin á laugardag og létt renna í hann á sunnudag, gott að fara í hann eftir morgungjafir, áður en maður mætir í skólan.  


   Í skólanum í gær kom ljósmyndari og tók myndir af hverji deild fyrir sig, það var heppilegt að það vantaði engan nemanda. En það vantaði Guðnýju.


Í gær eftir skóla var mikið fjör á holtunum, ég missti af því, en Smári var heima og fékk að vera með. En þannig var að Hafdís mætti með hestana sína á holtinn og leifði öllum að fara á bakk. Fanney var með myndavélina.

Framundan er árlega kaffi hjá kvenfélaginu á sumardaginn fyrstakaffi á sumardaginnfyrsta sem er núna næsta fimmtudag. Það kom í minn hlut að gera pönnukökur. En Þá bjóða Neitakonur sveitungum sínum í kaffi. En seljum á 17.júní kaffi.
 Búið að bjóða mér á undirfatakynningu á sunnudag.
 En hún verður hjá Þórhildi.

Kvitið svo elskurnar mínar  (er búinn að vera að puðast við að vanda mig og skreita þessa fæslu.).

17.04.2008 13:55

Nýjar myndir

Var að skella inn myndum í nokkrum albúnum. Kíkið á það.
  
Skrifa meir síðar í dag. Um ána og lambið sem við sótum í dag. Komnar myndir af þeim mæðgum, þær heita Tákan og Lilla.

Ásgeir er nú búinn að segja vel frá þeim. Kíkið á það (Innri Múli).

Fyrsta lambið á Barðaströnd fætt úti af 4vetra útigegri á.

Ærin fædd 10.mars 2004 og hefur ekki náðst inn. Fyrsta veturinn var hún ásamt móður og systir á Patró. Sást til þeira. Móðirinn náðist í mars 2005. systirin náðist 6.maí á Patró, en þessi slapp en sást öðru hverju fyrir ofan patró fram í júní en hvarf þá.

Mæðgunar náðuust á Lambeyrum við Táknafjörð núna 15.apríl eftir að hafa verið séð til þeira frá sjó.  Lilla á Fossi handsamaði þær með smalatík sinni.

Fórum við að sækja hana á miðvikudag. Sveinn sat með lambið sem fékk nafngiftina Lilla á leiðinni heim. Þökkum við Lillu á Fossi fyrir góðar móttökur.
Tókum við af henni tvö reifi í gær.



14.04.2008 10:41

síðasta helgi

 Sóla og bíða. Gott að vera kominn heima eftir góða helgi í bænum.
Laddi var náttúrulega skemmtilegur, hlegið, klapað og dila sér í sætinu. Við Doddi voru á 9 bekk, Gísli og Nanna á 11. Bræðurinnir á 12. Í augnlínu. 

föstudagsmorgun fór ég til tannsa Theódórs, svosem ekkert merkilegt með það nema að næst aftatasti jaxlin niðri hægrameginn var með ónýta rótarfyllingu sem var farið að grafa undan og þurti að taka greigið allveg. (ekki spennandi fyrir kvöldið) þetta mátti ekki bíða og var því greigið tekinn. Ég hamaðist við að slaka á og eftrir smá stund var greigið farinn úr í tvennu lagi. . Blóðug, bolgin og dofinn fór ég frá tannsa með það uppá vasan að þurfa koma aftur og aftur og borga heling. Að Doddi minn mundi þurfa að gefa mér nýja tönn í jólagjöf á þessu ári. 
Fórum í tvær búðir ég með grisju í munni og ekki beint upplögð í þessháttar.  Lagðist svo fyrir á hotelinu fyrir skemmtunina.

Doddi setti jakkafötin í hreynsun um morguninn og áttu þau að koma í síðastalagi kl 18. En þegar Doddi fór um 7 uppá herbergi að gá hvort þau voru kominn var svo ekki. Svo hann þurti að vera í sömu buxunum og á ladda og skirtu en hafði engan jakka.  Jakkafötinn bíða síðar hreyn og fín.
Ásháttíðinn var stór góð, semmtilegt fólk, góð atriði, velheppnaður veislustjóri. Maturinn hann var góður, villisveppasúpan himnesk, lambið var gott en ég hefði kosið minni roða.Eftirrétturinn var frískandi.  Hljómsveitin Skóarpúkarnir sem voru að spila hér á þorrablótinu voru en voru nú 5 að spila, voru með mikið stuð og dansað mikið.

Nottuðum laugardaginn aðalega í að slaka á og kíktum í heimsóknir.

Sunnudagsmorgun var okkur litið út um gluggan og var þá allt hvít. en þegar við lögðum af stað úr bænum hafði ekkert snjóað annarstaðar. Fengu frábæra veðurblíðu heim.

Smári greigið er lasinn og búinn að vera það síðan á föstudag, með kvef, hita og beinverki.  annars var gott að koma heim.  Píla og Kátur voru allavega mjög glöð að komast með okkur út í Miðhlíð.  En Strákarnir höfðu sinnt öllum dýrunum með miklum dugnaði. Og þakka ég þeim sem hjálpuðu þeim til þess vel fyrir.

07.04.2008 10:37

byrjun á apríl

Loksins loksins kemst maður inn til að skrifa.
Mikið hefur verið um að vera hjá okkur.

27-30.mars: Fórum í fermingu á Akureyri, en Sólveig Dalrós Þórólfsdóttir var að fermast(Þórólfur er bróðir Dodda). Við byrjuðum á að fara í Laxárholti að gista á fimmtudag. Náttúrulega fengum við góðar móttökur þar. Vorum lengi síðasta spottan því það var bilur á Öxnadalsheiðinni. Vorum kominn um níu á Akureyri á föstudag(á afmælisdaginn minn, ég er víst orðinn 35 ára). Vorum í verkalýðsíbúð eins og fl. fermingargestir. Ferminginn var í Glerárkirkju, flott kirkja, fermingarbörninn þurtu ekki mikið að gera bara fara með trúarjátninguna og segja já. Prestarnir sögðu ritningarorðinn fyrir börnin.  Fermingarveislan var rosaleg það var svo mikiða af kökum og brauðréttum að ekki var görlegt að smakka á öllu sortum. Dalrós fékk mikið af góðum gjöfum og penning. en stæðsta gjöfinn var fartalva sem foreldrarnir gáfu. Heimferð gekk vel, tókum Baldur því það var ófær Klettháls. Komum við í Laxárdal hjá Jóa og Jónu, á heimleið, lentum við í sunnudagssteikinni þar. Þökkum við kærlega fyrir okkur.

2.apríl: Síðasta spilakvöldið í félagsvistinni, og endaði Doddi í öðru sætti yfir öll kvöldinn. Smára og Svenna gekk líka vel og voru ofarlega.

3.apríl:Sveinn tók þátt í upplestrakeppni grunnskólana sem var haldinn í kirkjunni í Tákafirði. Allir þátttakendur fengu góða bók. Ríki gullna drekans eftir Isavel Allende.  Dómari tjáði okkur að þau hafi öll verið svo góð að erfit hafi verið að velja í vellaunasætti. Voru veitt tven aukaverlaun og fékk Vera Sól önnur þeira.

5:apríl: Ársháttíð fyrirtækjana var á laugardag. Var vel mætt af Barðaströnd á hana, Halli kerði í skólabílnum og í honum voru 12. Pólverjarnir 3 fóru á sínum bíl. Maturinn var frá Hópinu og var lambið mjög gott ásamt fl.Veislustjórinn Bjarni töframaður var mjög góður, hefði verið nó að hafa hann og engin skemmtiatriði frá stöðunum.  Við vorum með lítið atriði eftir matinn. Var það eiginmennirnir þrír, við Fanney og Heiða lékum það. en við vorum með þetta á þorrablótinu. Í lokinn voru svo allir saman að synja breita útgáfu á "fullkomið líf" evrovíson lagið.  Hljómsveitinn Buffið var meiriháttar, alltaf stuð allan tíman.
 Það var bara hittin að drepa mann inni í salnum.   

Í gær komu fjárbændur og sveitamenn frá Reykholasveitinni í heimsókn hér, (líst vel hjá Ásgeiri) það var gaman og allir ánægðir. Verður tilhlökun að hitta þá sem verða á sögu, og eins að heimsækja þá.     

Framundan að undirbúa sig í að fara suður á ladda og ársháttíð fjárbænda.
Reyni að setja inn myndir af viðburðum sem búnir eru.
  • 1
Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98650
Samtals gestir: 26531
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 09:42:45
nnn