Færslur: 2008 Ágúst
30.08.2008 23:28
Mamma mía
Nokkrar af okkur kvenfélagskonum fórum saman á Patró að borða á Þorpinu og fórum svo í bíó á Mamma mía.
Við vorum sex saman að borða, fengum aspassúpu, brauðið með var mjög gott. Aðalrétturinn var lambahryggur, hann var góður. Í eftirrétt var ís sem var framréttur í glasi með fæti mjög flott og gott. Bíóið var næst á dagskrá. Við sátum niðri fyrir miðju, (ég hef aldrei setið svona neðalega áður) ég var ekki búinn að gera mér neinar vonir um myndina og varð rosalega hrifinn, fékk þá hugdettu að gaman væri að eiga abbabúning og þá yrði að eiga músikina líka.
Sem sagt gott stelpukvöld.
(Þetta er líka mynd fyrir stráka)
28.08.2008 21:34
Skólinn byrjaður
Fórum suður á föstudag með Baldri, komið við í Laxárholti að taka Smára kúasmala, ásat fl. Farið til Siggu til að gista.
Við fórum á Hellu á laugrdaginn var á landbúnaðarsýninguna, þar var mikið af fólki og margt að skoða. Barði og Ásgeir voru þar líka með þeim voru Pétur og Alex og hurfu þeir ásamt Svenna og Smára. Ásgeir lét okkur vita að þar væru hvolpar til sölu, við að skoða og völdum einn.
Afi hans Dodda átti afmæli svo við skruppum til hans þegar pása var á dagskrá (milli kl:19 -22) Fórum svo aftur á Hellu að horfa á flugeldana og hlusta á Árna Jónsen, (Smára fannst hann ekki skemmtilegur.)
Seinnt farið til Siggu að sofa.
Vaknað til að horfa á úrslitaleikinn og mikil spenna að fylgjast með honum. Ég sagði að þetta væri formsatriði að horfa á leikinn því við værum orðnir sigurvegarar. Þetta er náttúrlega einstakt að litla fámenna landið okkar geti komist á pall með heilt handboltalið á ólimpíuleikum, vonandi verður þetta til þess að íþróttum verði sinnt en meir og við eigum eftir að eiga fl. verlaun. Mjög gott markmið að keppa við sjálfan sig og vera að bæta sig og setja sér stór markmið, ekki að keppa við aðra.
Þórólfur, Saldís, Selma Líf og Sólon komu eftir leik að kíkja á okkur í Laufenginu.
Síðan var slakað á. En stórveisla var svo eftir kl 16 hjá Jóa í Litluhlíð en hann hélt uppá áttræðisafmælið sitt á Grand hótel. Var þetta flott veisla, góðar kökur og flott myndasýning af gömlum ljósmyndum. Sveinn og Smári létu sér við Freydísi á meðan.
Fórum við í 40 ára afmæli hjá Dísu, og voru veitingar ekki af vera tæginu, mjög góðar hveitikökur hjá henni.
Svenna og Smára langaði að kíkja á Enok og fórum við með þá þangað. Jóna sagði okkur að hún væri að fara að læra sálfræði í háskólanum, það er stór gott hjá henni.
Á meðan við vorum hjá Siggu fór Hanna Stína í starfsmannaviðtal í leikskóla og fékk vinnuna. En hún verður líka í kvöldskóla. ((allir að mennta sig nema ég!!))
Sveinn og Doddi voru hjá tannsa á þrið. á heimleið komum við við í Dalsmynni og þar keftur hvolpur, Svanur skoðaði Kát og hélt að hægt væri að hafa gagn af honum. (þyrti bara meiri þjálfun.)
Eftir tilsögn um uppeldið var farið á stað. Í Búðadal hittum við Árna og Guðrúnu á suðurleið. Fékk hvolpurinn nafnið Spotti eftir nokkrar tillögur. (Hann mátti ekki heita Vígi, Snati eða þau sem væri á öðrum hundum á sveitinni. Það var líka að vera þannig að gott væri að kalla á hann.) "Silja kondu með Spotta" hljómar vel hjá Dodda.
?ekki satt?
Pílu og Kátti er sæmilega sátt við hann Spotta en Eldingu (kisu) er ekkert vel við hann, það breitist kannski.
18.08.2008 00:32
Smári á Mýrunum
Unnsteinn Smári er núna á Mýrunum, hjá Steina og Diddu í Laxárholti. En hann fór á föstudaginn og fylgdi afa sínum sem var að fara suður í 90 ára afmæli Ólafs bróður síns og 85 ára afmæli Helgu konu hans (frænku minni) í Reykjavík.
Í Laxárholti fær Smári að fara á fjórhjóli að sækja kýrnar og taka til í vélagskemmunni. Nóg að gera eins og á öðrum bæjum. En þar er búið að heyja alla há og keyra heim.
Ég var á námskeiði á föstudag um leiklist í kennslu og var það annsi fróðlegt, við fengum verklegar æfingar, en við vorum fjögur á Patró á námskeiðinu en það var haldið á Ísafirði í gengnum fjarfundabúnaðinn, og var líka á Hólmavík en þar voru tvö. Ég vona að ég hafi síðan tök á að notta þetta í vetur við kennslu. Með leiklistinni er hægt að vinna með bæði heilahvel og auðveldara að muna námsefni með þeiri aðferð, en það er eins konar punturinn yfir i þegar búið er að fara yfir efnið á hefðbundinn hátt.
Á næsta miðvikudag er námskeið í Mentor, en það er stöðugt verið að bæta og breita á þeim vef. En Menntor er vefur (skráningarkerfi um skólastarfið) sem kerfi fyrir skólana, þar skráir kennarinn inn mætingu, einkun og fl. þar geta foreldrar eins fylgst með vinnu barna (einkunir) og heimanámi.
Doddi er búinn að vera að breita og bæta fjárkeruna, svo hægt sé fyrir einn að reka á hana. Mjög gott mál. Núna bíða menn með að fá að vita hvort þeir meigi kaupa það sem var sótt um (ég meina hrúta og gimbrar). En það er nauðsinlegt að fá nýtt blóð og eins til að kynbæta féð. Eins er hægt að gera skemmtilega ferð í að sækja lömbinn sem keypt eru. Ekki hefur mér leiðst að fara með Dodda og fl. að sækja hrúta í gegnum tíðina. En við höfum ekki keyft í tvö ár útfyrir heimasveit.
10.08.2008 22:41
langt síðan síðast.
Það átti að vera Vestfjarðamót dagan 19-20. júlí en það varð ekki og frestast til næsta árs. En það er lítið verið í frjálsum á norður svæðinu.
Við fjölskyldan fórum á Unglingamótið í Þorlákshöfn á verslunarmannahelginni og var það mjög gott, nó um að vera og gott veður, smá rigning á laugardagskvöldið. Strákunum gekk ágættlega Sveinn var í 14 sæti í 800m. En hann keppti líka í langstöki og skák, (slepti hástökinu fyrir skákina, en gat aðeins keppt þrjár skákir þá var 800m hlaupið). Smári keppti í kúlu og spjóti. En það voru margir strákar á hans aldri.
Við erum strax farinn að spá í næsta móti en að verður í Grunndafirði, skrákarnir eru að spá að hjóla, en það er ekki nema um 30 km frá holminum í fjörðinn. En ef veðrið verður leiðilegt (sem ekki er líklegt) er bara betra að sitta í bíl með mömmu og pabba.
Nú er maður að hamast við að tína berin en það er hver að vera síðastu til þess, þau eru að skrælna, eins að koma rababara í fristir fyrir sultugerðinna. Ég er núna búinn að tína tæpa 15 lítra af aðalbláberjum. stefni á að ná 10 lítrum á morgun og helst meira. Ég frysti berinn í sykurvatni og sulta.
Skólinn fer að byrja, en ég byrja á föstudag 15.ágúst á að fara á námskeið allan daginn, en skólasetning er mánudag 25.ágúst.
Reyni svo að setja inn nýjar myndir við tækifæri.
- 1