Færslur: 2008 Október
30.10.2008 16:20
Hlaupabóla
En það skiptir ekki miklu máli. Nú er Smári lagstu í hlaupabólu, en það er ver hjá honum hann er með hana bæði innvortis og útvortis. Hann getur ekki borðað neitt aðeins drukkið vökva og á til að kasta honum upp. Hann er líka með hitta með þessu.

Skrifað sunnudaginn 2.nóv.
Þetta lýsir sér þannig að þeir fá bólu sem er með vökva og springur svo vökvinn út. Eftir verður sár, bólurnar eru miss stórar og bólnar miss mikið út áður en þær springa. Eitlarnir aftan á hnaka bólna, miða við þessa lýsingu taldi ég að þetta væru rauðir hundar, en læknirinn vildi meina að þetta væri hlaupabóla.
Þegar þeirr fengu þetta yngri var þetta rauðir dílar sem komu með smá bolgu en ekki þessum vökva. Eins var það þegar ég fékk hlaupabólu fékk rauða díla en engan vökva.
Hvað haldið þið eru þetta hlaupabóla eða rauðir hundar?
Fyrst í gærdag (laugardag) hætti Smári að æla og gat borðað smá. Hann er svo mikið betri núna í dag, svona líflegri. Hann fer þó ekki strax í skólan. Kannski á miðvikudag.

15.10.2008 16:51
Rauðir hundar
Já það eru rauðir hundar hjá mér. Sveinn Jóhann er með þá. Hann var í fermingarundirbúningsferð, hann fór á sunnudag og kom til baka á þriðjudag (í gær) en það var farið í Vatnaskóg. Hann fór með tvær unglingabólur og kom rauðskelóttur til baka, en hafði klægjað við eyrað um kvöldið og vaknaði svona útsteyptur á þriðjudag. Núna í morgun var hann svo aumur og leið ílla. Fór með hann til læknis og fékk staðfestingu á að þetta væri rauðir hundar og hann ætti að hafa það rólegt fram yfir helgi og gæti mætt í skóla á næsta mánudag.
Píla var svæfð í gær, en hún var orðinn 9 ára. Hún var lengur að jafna sig eftir hvern dag núna í göngum en vanalega og farinn að heyra verr. Betra að leifa henni að fara með reysn, heldur að halda henni þar til hún væri blind og heyrnalaus. Enda ekki auðvelt að vera með þrjá hunda.
- 1