Færslur: 2010 Mars

21.03.2010 00:25

Viðburðardagar í Mars

Eins og alltaf er nóg um að vera hér í sveitinni.
5.mars sótum við Sveinn í Gufudal, hann fékk fara frá Laugum þangað, það var gott að þurfa ekki að fara lengra því það var leiðinda verður, rok og rigninarslida. Enda var komið eitt snjóflóð á bakaleiðinni og grjót á vegaframkvæmdirnar.

6.mars voru kosningarnar, við kvenfélgaskonur vorum með vöfflur að vanda.
Um kvöldið fórum við svo í svaka afmælisveislu en Jón Mag hélt uppá 80 ára afmælið. Glæsilegt á allan hátt. Matur, skemmtiatriði, drykkir, dansleikur.

7-8. Omskoðun á Barðaströnd. En það kom misvel hjá bændum. 

12. Lögðum við kvennfélagskonur af stað á Akureyri.
 
Í Staðarskála var snædd kjötsúpa í boði Árna á Krossi.
 Þegar við vorum búinn að koma dóti í herbergi þá var lagt á stað í Hár og heilsa, þar fóru konur í   dekur, farið í heitan pott og dýrindis snakk: ávextir, ostar, kex og páskaegg.
Tvær úr hópnum fóru á Elvissjó, það var víst mikið stuð. Stjórnarkonur sá um að næra okkur á dásamlegri rjómasúpu og brauði með. Farið að sofa fyrir miðnæti.
Herberginn eru eins og hótelherbergi, sér bað og rafmagsrúm. Gríðarflott.skoðið bara:www.akureyriguesthouse.is
13.laugardagurinn var nokkuð frjáls en þá var genginn göngugatan og borðað á Bautanum. Nokkrar fengu sér foleldasteik, sem var víst mjög góð. fyrir kl 19 var farið í leikhús að sjá 39 skref, stórmerkilegt leikhús og gaman að koma í það. Leiksýninginn var fyndinn og skemmtileg, meiriháttar grín. Eftir leikhúið var farið að borða á Greifanum það var þrírétta. Forréttur var salat með permaskínku, í aðalrétt var lamb, í eftirrétt sveitaís. Flest allar fóru svo á Vélssmiðjuna en þar voru Úlfarnir að spila, mjög þægilega dans tónlist (svipaðir og Viðar og Matti). Þar kveiknaði á skáldagiðjum og urðu til vísur (kannski komi bara út vísnabók).
14. sunnudagur byrjaði snemma, eftir morgunmatinn var farið og ferjan tekinn í Hrísey, en það er bara um 20 mín sigling. Snædum dýrindis hádegisverð með humarssúpu í forrétt, nauti í aðalrétt, svo kom frönsk súkkulaði kaka, þetta var himnest, síðan var að njóta þess að sjá rújpurnar vappandi um. Fengum að skoða handverkshúsið, margt flott þar, nauðsinlegt að koma þangað aftur.
  
Þegar í land var komið var biðið eftir okkur í Kalda, fróðlegt að heyra hvernig þetta byrjaði hjá þeim. Mæli með að koma við í Kalda og sjá hvernig þetta er. Ég hef lítið drukkið bjór en Kalda get ég drukkið. Fórum svo í Dalvík, þar beið hún Kata frá Fiskmiðlun Norðurlands og var leiðsögumaður um þorpið og sagði okkur það helsta í sögu bæjarins, hvati okkur svo að koma á Fiskidaginn mikla. Tókum rúnt um Svarvaðadal, lýgilegt hvað myndarleg íbúðarhús eru þar, enginn kot.
Næst var að slaka á og síðar varð svo náttfatapartý með flatbökum og ostum.
15.mánudagur, heimferðardagur. Ég þurti að komast vestur á fund og flaug því heim. 

Á þriðjudaginn 16.mars. kom Kata í heimsókn í Gellur og Kinnar með Nóel Nígeríukaupanda. Ég var búinn að undirbúa, þrífa í kaffistofuni og hafði fiskisúpu fyrir þau, sem lukkaðist ljómandi vel.

17.miðvikudagur: Var ég á Múla að hjálpa til þegar það var verið að klipa snoðið. En það eru breskir strákar sem gera það, þetta eru bændasynir sem klippa 7.mánuði á árinu.

18. fimmtudagur: Klipt hjá okkur, það tók nú ekki langan tíma. 
Hafð með smurt brauð, kökur, kaffi og kakó á brúsum.  Þeir fóru svo í Arnarfjörðinn
.                                                                                                                                 
 

Ærnar okkar voru voða glaðar með klippinguna og fá svo vel á jötuna.

21. sunnudagur fórum við strákarnir vestur ,þeir í bíó, en ég slaka á með mömmu.

Síðan er það gráslepan en ég er byrjuð að verka hana, en það byrjar rólega.

Kominn nokkur ný albúm.

02.03.2010 07:50

Dásamlegt veður

1.mars. Sveinn var að fara í skólabúðir á Laugum.
 Ég fór með hann í þessu líka fallega veðri, hrein dásemd að keyra í þessari fegurð.

þetta er nú bara tekið við gellur og kinnar. Seftörn.

þeir spegluðust margir svona í logninnu.
En það var enginn sjór fyrr en í Reykholasveit. Náttúrlega búið að mokka öllu.
Semsagt góð ferð og gott að fara.
ath.fleiri myndir í myndalbúmi.
  • 1
Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98650
Samtals gestir: 26531
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 09:42:45
nnn