Færslur: 2010 Maí

15.05.2010 10:10

lömb og aftur lömb.


Sætur hrútur sem ég fékk.

Kolsvört gimbur sem ég fékk, (lífgimbur)

Svo fékk Doddi líka svarta gimbur.

Hér eru þær systur Surtla og Spegla, aumingja Sutla bar í gær tveim gimbrum og seinni var dáinn, hún tók það næri sér, Spegla reyndi að huga hanna og var við stígjuna til að geta verið næri henni. Þessar systur gana alltaf saman allt sumarið og liggja sama á veturnar eins og sérst á þessari mynd.

13.05.2010 13:16

Lömb







fleiri myndir í albúmi.

05.05.2010 20:19

Apríl-Maí.

Nóg að gera eins og vanalega í sveitinni.

En það sem liðið hefur síðan síðasta blogg er margt.
27.mars var fyrirtækjaársháttíð á Patró. (myndir af því komnar inn).
     
29.mars var fjárbændaferð farið á rúttu í Bjarkalund og í aðra þar með Reykhólabændum yfir Laxárdalsheiði í Staðrskála að borða, síðan strandirnar og skoðað á fjórum bæjum. Mjög fróðleg og góð ferð.(komnar myndir).  Svo komu páskarnir, bingóið á laugardeginum.(páskamyndir komnar.)

 
Fórum til Reykjavíkur 8-11.apríl. En það var árshátíð fjárbænda, ferming og fl. því miður komst Doddi ekki fyrr suður en á laugardag. En við fórum í leikhús og fl. (myndir af því komnar). Á mánudeginnum fórum við Sveinn upp í Hallgrímskirkjuturn, vorum heppin með verður.

 
16.apríl komu fyrstu lömbinn hjá okkur en það var hyrnd ær og átti hún hrút og gimbur, fengu þau nöfninn Helgi og Díana. En Helgi kom að skoða þá og þetta er afmælisdagurinn hennar Díenu.


22.apríl var Gullbrúðkaupsafmæli hjá Einari og Bíbí. Buðu þau í mikla veislu. 

Í gær var aðalfundur Neista, margt og mikið rætt að vanda, en Guðrún á Krossi var að hætta sem formaður og Óla í Hvammi að taka við. 

Annars sníst lífið þessa dagana um að verka grásleppuhrogninn.
Síðan styttist í sauðburð en hann fer í gang í næstu viku.

  • 1
Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98650
Samtals gestir: 26531
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 09:42:45
nnn