Færslur: 2010 Ágúst

17.08.2010 10:39

Ættarmót


Brenna á föstudagskvöldið.


Keppni milli ættliða í hrútaþukli.


Á Beiðalæk var keppni um að finna yngsta kálfinn og velja fallegasta og skemmtilegasta.
Þeir sem vildu fóru svo í mjólkurbásinn og fengu sér mjólk beint úr spena.

Farið var í að þekkja myndir og var það keppni.
Eftir það var stytt upp og farið í fótbolta 30 ára og yngir á móti eldri.
Þeir eldri unnu.

Farið var í fjöruna, Þórður las um svæðið.

Kvöldvaka byrjaði svo þegar allir voru búnir að grilla og borða.
Eftir hanna var svo dansað og rabbað fram undir morgun.

Glæsileg ættamót mikið fjör og tilhlökkun fyrir næsta ættamóti.

09.08.2010 23:58

Ágúst


Unglingalandsmót var í Borgarnesi. Strákarnir voru að keppa. Sveinn í hástökki, 800m og fótbolta. Smári í skriðsundi, kúlu og fótbolta. Þeim gekk vel að keppa. Þetta mót var glæsilegt og skemmtilegt að fylgjast með duglegum ungmennum. Við fjölskyldan gistum í Stolti (sumarhúsinu hennar mömmu í Laxárholti). Vinnan beið svo við fórum heim á mánudag.

Framundan er ættamótt Múlaættar. Sveinn fór upp í Veturlönd í dag, en það er eitt af því sem er hefð fyrir á ættamótum að fara þangað. Sveinn var 16 mín. upp.
------------------------------------------------
Fleiri myndir inná albúmi.
------------------------------------------------
Framundan er að fara í berjamó, suður fyrir skólan sem verður settur 24.ágúst.
Rjómaballið er svo 28.ágúst (búinn að pannta á það)
  • 1
Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98650
Samtals gestir: 26531
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 09:42:45
nnn