Færslur: 2012 Nóvember
21.11.2012 21:33
Brúðkaupið


17.11.2012 20:24
Brúðkaupið



03.11.2012 22:58
Hans Óli

Elsku Hans Óli frændi minn nú ertu floginn frá okkur.
Það var hringt í þig á afmælisdaginn þinn 1973 sagt að þú fékkst litla frænku í afmælisgjöf og það var ég.
Þú sagðir að ég væri sú eina sem þú værir viss um afmælisdaginn. Alltaf var gaman að skiptast á afmælisóskum við þig.
Efst í huga mér er gleðin sem var kringum þig og alltaf varstu með brandara, þrautir og gátur.
Ánægjustundirnar voru margar á uppvaxtarárum mínum stundum var farið í heimsókn til Ólafsvíkur, oft í þeim tilgangi að selja rababara.
Urðu stundirnar fleiri þegar þú byggðir þér hús í Keflavík á Freyjuvöllum 16.
Því miður urðu stundir okkar sjaldnar eftir að ég fór að búa fyrir vestan, og núna síðustu árin höfum við hitast við jarðafarir.
Mikill spenningur var að fylgjast með þér og Val bróðir þegar þið helltuð ykkur í flugið fyrst með módelflugvélar síðan flugdreka og svo mótordrekarnir.
En flugið þitt í Njarðvík í félaginu "Sléttunni" fylgdist maður með á netinu.
Elsku frændi ég kveð þig með tárum þú fórst allt of snemma frá okkur.
Ég gleðst yfir að hafa átt þátt í þínu lífi.
Votta ég öllum þínum nánustu og þeim sem kynnst þér samúð mína.
Litla frænkan (systurdóttir) Silja Björg Jóhannsdóttir.
- 1