Færslur: 2013 Mars
25.03.2013 19:59
Bændaferð
![]() |
Flottur matsalur sem við sædum gómsæta súpu með nýbökuðu brauði Hraunsnefi, mæli með þeim stað. |
![]() |
Steðja í Flókadal var tekið á móti okkur og við fengum að smakka góðan bjór, fengum að smakka lagerbjórinn, jólabjórinn og páskabjórinn. takk Dagbjartur Ingvar Arilíusson. |
![]() |
Skorholt skoðað þar var tekið vel á móti okkur með smurðu brauði, nýbökuðum pungum ásamt góðgæti með kaffisopanum. Féð þar var einstaklega litafagurt og spagt, í stórum björtum og loftgóðum húsum. takk Baldvin Björnsson og Helga Rúna Þorleifsdóttir |
![]() |
Eystri Leirárgarðar fengum við að skoða og fræðast um fjárbúskapinn þar. Þar búa feðgar og fengum við að skoða mjaltarþjónafjós. Fyrirmynda bú þar hjá feðgum. takk Hannes Adolf Magnússon fjárbóndi. |
![]() |
Tekið var á móti okkur í Kaupfélaginu í Borgarnesi, þar var góð vörukynning á vörum fyrir sauðfé og léttar veitingar. Takk Margrét K. Guðnadóttir og Jómundur Hjörleifsson. |
![]() |
á heimleið var svo tekið lagið. Takk ferðafélagar fyrir góðan dag. |
Ath. fleiri myndir í albúmi. ef þið sjáið einhverjar rangfæslur endilega látið mig vita.
16.03.2013 08:33
Alex fermdur
Flott feming í Besastaðarkirkju á laugardaginn 16.mars.
![]() |
![]() |
||
Stórir strákar í rauðu. Smári, Pétur og Sveinn. |
![]() |
Vantaði Barða. |
![]() |
flott kaka. |
Fleiri myndir í albúmi.
11.03.2013 21:59
Reykjavík.
Við Neistakonur fórum í menningarferð í höfuðborgina
|
||
|
![]() |
Á Hallveigarstöðum hús kvenna var tekið á móti okkur, mikil og merkileg starfsem þar. |
![]() |
Þjóðleikhúsið Fyrirheitnalandi stórbrotinn sýning, skilur ýmsar spurningar eftir. |
![]() |
Gist á hóteli bænda Sögu. Þar notuðum við dekur, ég fór í parta nudd, það ver frábært, potturinn og sána prufuð, glæsileg aðstaða. |
![]() |
Þórunn Jónatans bauð okkur heim, mjög nottarlegt.
|
![]() |
Fengum okkur að borða í Hörpu. það var frábær matur, ég fékk mér þorsk í forrétt og Við flestar lamb í aðalrétt, mæli með þessum stað. á 4. hæð.
|
![]() |
Náttúrulega var farið á lífið og dansað. |
03.03.2013 22:03
Veislur.
Nú er tími veisla, búinn að fara í eina útskriftarveislu og 2 ára afmæli, framundan eru svo tvær fermignarveislur í þessum mánuði ásamt fl.sepenandi.
![]() |
yfirmaður Jónu að segja frá hversu frábær hún er. |
![]() |
2ára afmæli Frosta. |
- 1