Færslur: 2009 Desember

26.12.2009 10:51

Gleðileg jól


Jóladagur í Skálholti.
--------------------------------------------
Gleðileg jól og nýtt ár
frá okkur í Skálholti
til ykkar sem skoða þessa síðu.

21.12.2009 14:33

Jólin nálgast

Tíminn líður og það stittist til jóla.
Ég er búinn að senda öll jólakort og pakka (nema að ég hafi gleimt einhverjum).
Búinn að baka nokkrar smákökusortir og brúna lagköku. Hef þó hugsað mér að baka meira.
Kepti mér jólatré af Lagjón á patró. (er búinn að vera með gerfi í meir en 10 ár.)
Búinn að þvo allar gardínur, setti upp í fista skipti jólagardínu í eldhúsinu, mjög ánægð með hana.

hengi niðrí hana jólaséríu og jólapríði póstsins. Var að fá mér nýja uppþvottavél, er að læra á hana.

Á laugardagskvöld var jólafundur kvenfélagsins, þá er borður jólamatur, síld og pate i forrétt, hangikjöt og svo möndludesert i þetta sinn var það kaffi-frómas. þessir jólafundir skiptast á að vera heima hjá konum, núna hjá Ólu. held að þetta sé í sjöunda sinn að þetta fyrirkomulag er haft.
í gær sunnudag var aðventukvöld konu. Þá koma allar konur sveitarinnar með pakka merktum málshætti, borðað osta og kökur, sungið jólalög og slakað á.
  • 1
Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 53922
Samtals gestir: 15234
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 02:19:24
nnn