Færslur: 2008 Mars

23.03.2008 13:00

Páskadagur

Þá er runnin upp páskadagur og maður treður í sig súkkulaðiegginu og allt namið sem inn í því er.

Það er búið að vera gaman. Við strákarnir fórum á leiksýninguna "pabban" hún var stór skemmtileg. Tók mig fyrir, hélt að ég væri barnlaus en þegar ég bennti á að ég ætti tvo stráka og benti á þá, taldi hann að ég væri undantekninginn að foreldrar væru fallegt fólk.  (morgunin eftir var mér heilsað "hæ sæta".

Fór á þriðjudag með Sólveigu í ræktina, svo í selið að vinna með silfurleirinn sem hún gaf mér í afmælisgjöf. (var búinn að setja mynd af selinu).

Það var gaman að spila vist á miðvikudag. Doddi vann páskaegg. (Sveinn var í öðru sæti með bara tvo sklagi undir pabba sínum.) Verður gaman að taka aftur þátt í spilin á næsta miðvikudagskvöld. 

Bingóið var í gær. Mikil mæting á það. Ég vann fína köku. Doddi vann gjafabréf fyrir tveim hamborgurm í Flókalundi í sumar.  Við sæl með það.
Fengum heimskókn í kvöldkaffi. Var kakan mjög góð.

Sveinn Jóhann missti af bingóinu en kom með seinni Baldri í gær með ömmu sinni. Skilaði hann miklum knúsum úr sveitinni. Var ánægður með ferðina, en smá slappur í maganum, því þegar þau fóru á fimmudag var leiðilegt í sjóinn og varð sjóveikur og ældi. (En Sveinn hefur aldrei orðið sjóveikur ).

Ég var lengi að útbúa vísbendingar um páskaeggin og voru þær 18 fyrir hvorn. Þurfti aðeins að hjálpa stundum þegar þeir fötuðu ekki vísbendinguna.  Þeir hafa mjög gaman af þessu. En það sem mér finnst skemmtilegast er málshættirnir í eggjunum.
Sveinn fékk:Góður vinur er gulli betri. 
Smári:  Prjál og skraut kemur mörgum í þraut. 
Doddi: Drukkins fögnuður er ódrukkins harmur.
Ég : Það er til lítils að hlaupa ef stefnt er í skakka átt.

Næst á dagskrá er messa kl: 15:00. En ég er í kórnum.

Ég set svo fleiri myndir inn. Vona að þið hafið fengið góðan málshátt og meigið setja hann inn á álitið . Gleðilega páska.

14.03.2008 11:06

Páskafrí

Þá er maður bara kominn í páskafrí.  
Strákarnir geta sofið út, (en gerðu það ekki í morgun.)

Í gær ætluðu strákarnir á æfingu í frjálsum á patró, en það var engin æfing vegna ársháttíðar grunnskólans á Patró. En ég fór í staðinn í sund með strákunum. Var það bara nottarleg og gaman.  Ég varð spurð hverning stæði á að allir skólarnir væru ekki saman með eina ársháttíð, hvort þetta væri ekki einn skóli. Mér fannst þetta áhugaverð suprning. Það væri nú ekki vitlaust ef það væri þanning, t.d. að karakkarnir héðan væru á patró í viku með sínum jafnöldrum að vinna við skemmtiatriði. Þá mundu þau kynnast í leiðinni betur.  Þetta ætti að vera hægt allavega með eldri krakkana. Hér á Barðaströnd hefur ekki verinn haldinn ársháttíð í minni tíð.

Kanarífuglarnir voru komnir heim svo við heilsuðum uppá þá.   Þau hjón eru voða sætt, kominn með lit, annað en við klakarnir föl eftir alla stormana sem hafa verið.
Veðrið er þó að lagast núna, búið að vera gott með komandi páskatunglinu.

Það verður nó að gera, fundur í kvöld hjá ungmennafélaginu.
  Í tilefni patreksdagsins verður boðið á sýninguna  "pabbinn" á mánudag 17.mars. (sjá nánar á: vesturbyggð.is)
Sólrún verður að klippa í Eikarholti, búinn að pannta fyrir Dodda. 
Á miðvikudag á að vera félagsvist. 
Á laugardag er páskabingóið sem fjárrætarfélagið heldur.
Messa á páskadag í Haga.
  vonandi borðið þið vel af páskaeggunum á páskadag.

Við Doddi erum búinn að taka af hrútunum okkar. Stitist í ærnar, klárast fyrir páska.

Þriðjudaginn 11.mars fór skólinn ásamt þeim sem vildu upp á Kleifaheiði að renna. Komu Ásgeir og Jói með snjósleða. Þetta var mikið fjör. Ég aðstoðaði Ólu fyrir ferðina að smurja nesti, vorum með rúgbrauð með hangikjöti. brauð með skinku og osti, svo bakaði ég í skólanum engjabrauð og var það smurt með osti. (engjabrauð er liftiduftsbrauð).  Ekki gleyma kakóið sem var ómissandi. Þetta var mikið fjör og prufuðu strákarnir skíði.

Er búinn að setja inn nokkrar myndir af þessari ferð.
Set svo kannski fleiri myndir inn í páskafríinu.

Gleðilega Páska!!                                                                 

 

08.03.2008 10:09

Ergelsi og góðar kökur

Dagarnir byrja miss vel hjá manni. Flessta dagana í vikuni hefur manni langað að kúra lengur þegar bilur hefur verið úti.
En byrjaði alla morgna kl 8 í vinnunni í þessari viku. En ég er að þrífa skólan því skólaliðinn Þórhildur er í fríi út í heimi.

Ég vaknaði með verki í skroknum í morgun, en þar liggja nokkrar ástæður á bakvið það.

Til að kæta mig var Kátur laus í þvottahúsinu og búinn að naga einn vetling, skemma þvottanetspoka, snúru af kastara.
 ! semsagt gera kátínu fyrir mig!!! .
Létt strákana sjá um þetta. 

Svo þegar ég ætlaði að fá mér verkjatöflu þá var engin til .

Þegar ég opna tölvuna þá eru kominn önnur heimasíða og komnir inn google fítusar sem ég vil ekki. 



Nó um neikvæða hliðarnar. Enda er sólinn að kominn að gleðja mann. Það er líka leikfimmi í dag, til að míkja mann upp.

Er sammála Ásgeiri að afmælisveislan hjá Jakobi á Hamri hafi verið stór góð, segi "takk fyrir mig og mína". 
Ég er svo hrifin af gullrótarköku, bláberjaostaköku og ávextakökum eins og voru í boði í veislunni. Það voru aðrar sortir en ég nefni þessar sérstaklega því þær eru í uppáhaldi hjá mér.  Guðný var svo góð að koma með gullrótarköku í vinnuna á föstudag.
  

Til að gleðja mig meir fór ég á borgarleikhúsið.is og keypti miða á Ladda  fimmtudagskvöldið 10.apríl.
Þetta verður semsagt góð helgi fyrst Laddi svo ásrsháttíð fjárbænda á sögu, sem er á föstudagskvöld 11.apríl    .

Þakka þeim sem lesa bloggið og sérstaklega þeim sem kvita. Vona að þið geigið góðan dag.

03.03.2008 08:46

Það er bara kominn mars mánuður

Ég verð nú að skrifa þegar nýr mánuður er kominn.

Eins  og vanalega er nó að gera, að vinna í afleysingum, en skólaliðin fór í siglingu og ekki er hægt að hafa skólan óþrifinn svo ég skvera því af þegar önnur vinna er búinn(kennsla og þrif í eldhúsi).

Nú er leikfimi þrisvar í viku, Heiða var að kvarta undan mér að ég svitni ekki nó. Ég hamast við en ég hef bara grun um að ég sé bara þannig að ég svitna ekki mikið þó ég reyni á mig. Hinnar allar eru með handklæði til að þurrka svitan. Ætla þó að prufa að vera næst kaf klæd, og vita hvort ég svitni þá. Ég finn mun á mér að æfa, það er aðalega að mér er ekki eins kalt yfirhöfuð eins og áður.

En og aftur frestaði ég suðurferð, átti að mæta til tannsa á fösudag, en það var leiðindar veður svo ég var feginn að vera ekki á ferðinni.

Nú eru bara tvær kennsluvikur þar til páskafríð er. Mikil tilhlökun fyrir það, náttúrulega. Ég er að hamast við að látta börnin klára páskaföndrið til að þau geti tekið það heim.
Komnir nokkrir páskaungar og fl. á leiðinni.

Set nokkrar myndir inn af snjó og páskaföndri.

  • 1
Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 53948
Samtals gestir: 15243
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 11:53:26
nnn