Færslur: 2007 Júní

30.06.2007 22:15

Bíldudals grænar...

Aðalmálið í dag var Bíldudals grænar...

Þegar við fjölskyldan mætum var nokk erfit að finna bílastæði.  Heitt, bongóblíða á staðnum, mann margt var á staðnum(eins og má sjá á myndum).  Náðum okkur í rækjur sem voru í boði á bryggjuni, ný veiddar úr firðinum.

Lokagrein í Vestfjarðavíkingnum sáum við það var bændaganga.  Tveir höfðu slasast, Magnús Ver og annar.  

Stærðarinnar hoppukastali var,strákarnir skoðuðu hann.  Strákarnir fegnu lánaða veiðistöng og notuðu ræku sem beitu, fóru að dorga við bryggjuna.

Fræðslumynd um Vilta vestrið frumsýnd í félagsheimilinu.  Matur var stór þáttur í henni. Þessi mynd verður sýnd fljótlega í sjónvarpinu held ég.

Langgril, mættni með matinn sjálfur. Fengnum okkur ís í eftirmat, Doddi og strákarnir fegu ís úr vél en ekki ég, kom stopp á hana, ekki var nú mikið úrval úr fristi af ís enda búið að vera brjáluð trafík í ís í dag sýndist manni.

Stoppuðum á Innri Múla á heimleið. Strákarnir gátu leikið smá við Pétur og Alex. en þeir komu í gær með Hödda. Ekki voru nú góðar fréttir af Elmari en hann brendi sig á sléttujárni skildist mér. 


29.06.2007 10:52

Kraftakeppni, æfing á Bíldudal og tónleikar.

Byrjaði daginn á garðvinnu.

Pálmi og Guðbjörg fengu far með okkur vestur. Til að þjóðnýtta ferðina fórum við hálf fjögur og fórum á kraftakeppnina í íþróttahúsinu. Þar var verið að keppa í Réttstöðulyftu. Magnús Ver var í öðrusæti. Heyriði ekki hvað sá sem vann hét.

Smári vildi hitta Steinar hennar Soffí, við kígtum á þau. En Steinar er vinur þeira er á milli þeirra í aldri. Steinar hefur gist hjá þeim eina helgi. Soffía er ferðamálafulltrúi fyrir suðursvæðið.

Vorum mætt first á Bíldudal, byrjuðum á langstöki þegar Davíð kom. Krakkarnir frá Patró komu svo skömu seina. Fóru í leiki til að hita upp.

Sveinn bæti sig í hástöki hann stök 125 cm. en hann hefur ekki gert það áður, farið yfir 120. Hann er vissulega mjög ánægður og langar núna yfir næst 130. Sjáum til hvað gerist á mótinu á sunnudag.

Ekki var hægt að fara frá Bíldudalsvellinum án þess að taka rúnt um plássið. Kígtum í Vegamót og fengum okkur hressingu. Þá var Þórarinn Hannesar að byrja að spila, við hlustuðum á þrjú lög fórum svo að fikra okkur heim.

Heima var Doddi búinn að slaka á í pottinum sæll og glaður.

Skrifið þið nú endilega í gestabókina sem eruð að kíkja á síðuna. kveðja Silja

27.06.2007 22:30

Langur dagru ?

Tveir pólverjar voru að fara til Pólands frá okkur, í sumarfrí.  Par kom í staðinn, frá Bíldudal.

Kígtum á bræðurnar þar sem þeir voru að slá á Haukabergi. Voru þá búnir í Hrísnesi.

Æfing hjá stákunum í kvöld. Æfing á morgun á Bíldudal.

Byggingarfultrúinn og bæjastjórinn voru á svæðinu að mæla út stað fyrir sparkvelli sem á að kom fyrir neðan skólann. Timbur er komið í hann.
Þeir voru líka að spá í búningsklefagáminn sem á að koma við sundlaugina.

Það er allt að gerast í sveitinni.

Þrátt fyrir gott veður þá var kalt í dag.

25.06.2007 11:05

Messa í Haga

Það var messa í Hagakirkju eins og ég var búinn að nefna. Að mínu mati góð messa. Tilbreiting fyrir okkur söngfólkið að synjg aðra sálma en jóla eða jarðafara.  Það var altarisganga. Í ræðu séra Sveins talaði hann um hlutverk foreldra að þeir mætu ekki ætla börnum sínum að sem þeir sjálfir gerðu ekki, heldur gleðjast með þeim þó þeir geri ekki alltaf rétt. Að þau þurfi sjálf að læra hvað þau vilji og virða val þeira þó ekki ef það er í óreglu eða það sem er ólöglegt.

Ég fylltist orku eftir þessa áægtu messu og tók svefnherbergið í gegn (þreif allt inn í skáp líka.)  Langaði að fara í messuna í Táknafirði,hún var 1/2 12, en var orðinn þreit og vildi ekki fara ein, var orðin of þreit til að finna ferðafélaga.
Sveinn fór á æfingu, Smári var heima.

24.06.2007 09:20

60 ár liðin frá strandi Dhoon við Látrabjarg


Laugardaginn 23. júní verður haldin minningarathöfn í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá strandi Dhoon við Látrabjarg.

10:00 Athöfn við minnisvarða úti á bjargi.
- Ræða formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar (Sigurgeir Guðmundsson).
- Stiklað á stóru um björgunina (Hrafnkell Þórðarson).
- Ræða Alp Mehmet, sendiherra breta á Íslandi.
10:30 - 12:00 Ganga að Látrum (fyrir þá sem vilja/geta).
11:30 - 14:00 Sig sýning við vitann (sigið í bjargið á gamla mátann- gestum bent á að taka með sér kíkir/sjónauka).
15:00 - 18:00 Kaffisamsæti á Hnjóti í boði Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Yfir daginn er gert ráð fyrir að sögusýning um strandið verði á safninu á Hnjóti.

Við Skálholtsfjölskyldan komust bara í kaffið, Doddi var að vinna til 2. Fórum á Látrabjarg. Aðeins um ræðuhöld í kaffinu. Mikið af fólki á Hnjóti. Hittum Magneu sem við knúsuðum, henni fannst Sveinn og Smári hafa stækað mikið, hún ætlar að vera hjá Emmu í Tungu í sumar, gaman af því.

Ég var ný búinn að bóna bílinn en hann varð brún eftir þessa ferð því vegirnir eru svo þurir og rikmökkurinn á eftir hverjum bíl.

22.06.2007 23:01

föstudagsannir

Alltaf nó að gera á föstudögum. Að yfirfara Eikarholt sem ég kala mig og Dodda húsvörð yfir. Fólkið fór úr því í gær. Doddi sló og ég rakaði í gær, fyrir mótið.  Í dag kláraði ég að slá hekkið. Það gekk bara nokkuð vel, gott að klippa með þessari græju. Sveinn hjálpaði við að raka það og keira úr garðinu.
 
Doddi grilaði, ég gerði gott karteflusalat og sósu.

Sveinn á æfingu í frjálsum og ég á kirkjukóræfingu, við vorum bara 4 að syngja Maja, Kiddý Nanna og ég.  Það verður messa á sunnudag í Haga kl 14.
Smári er bara búinn að vera slappur í dag og var orðin það í gærkvöldi eftir Bíldudal.

21.06.2007 22:46

1.kvöldmótið á Bíldudal

1.Kvöldmótið var í kvöld á Bíldudal. Smári og Sveinn kepptu. Það var keppt í spjóti/boltakast og kúla.
Í kúlu kastaði Smári lengst 5,80 m. Sveinn 5,71. 
Í boltakasti kastaði Smári 26,08 m. Í spóti kastaði Sveinn 12,19 m.

Á Bíldudal var mjög ligt og mýflugan gædi sér á fólkinu.

Doddi fékk að prufa golf, slá eina kúlu. Það var slati að spila golf þegar við vorum að koma á svæðið.

18.06.2007 21:03

Í tilefnis 19.júní

Í tilefni að 19.júní er á morgun stilti ég á bleikt.  En eins og allir landsmenn eiga að muna höldum við uppá þann dag því þá fengu konur kostningarrétt 1915.

Skreitum okkur og umhverfi með bleiku af því tilefni.

18.06.2007 20:18

Líf að færast í þetta

Þessi síða er að fæðast, komnar myndir af 17.júní það var voða gaman hjá krökkunum. Kökurnar allar svo góðar. Veðrið var líka dásamlegt, heit og sól.

Í dag hélt veðurblíðan áfram, var að vinna í garðinum hjá mér og í Eikarholti. Fórum í Flókalundslaugina í sund. Þar voru Hadda með sín, Guðný með strákana og Vallý með Veru og Brimar. Mikið fjör.

Doddi fór með Jóa, Gísla, Ásgeir og Barða í eyjar að tína egg í gærkvöldi(nótt).  Kom með ágætissmakk.

18.06.2007 01:39

Skálholt.

Er bara að gera þetta, á eftir að fatta þetta allt.
  • 1
Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 53
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 54030
Samtals gestir: 15271
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 07:22:45
nnn