30.06.2007 22:15

Bíldudals grænar...

Aðalmálið í dag var Bíldudals grænar...

Þegar við fjölskyldan mætum var nokk erfit að finna bílastæði.  Heitt, bongóblíða á staðnum, mann margt var á staðnum(eins og má sjá á myndum).  Náðum okkur í rækjur sem voru í boði á bryggjuni, ný veiddar úr firðinum.

Lokagrein í Vestfjarðavíkingnum sáum við það var bændaganga.  Tveir höfðu slasast, Magnús Ver og annar.  

Stærðarinnar hoppukastali var,strákarnir skoðuðu hann.  Strákarnir fegnu lánaða veiðistöng og notuðu ræku sem beitu, fóru að dorga við bryggjuna.

Fræðslumynd um Vilta vestrið frumsýnd í félagsheimilinu.  Matur var stór þáttur í henni. Þessi mynd verður sýnd fljótlega í sjónvarpinu held ég.

Langgril, mættni með matinn sjálfur. Fengnum okkur ís í eftirmat, Doddi og strákarnir fegu ís úr vél en ekki ég, kom stopp á hana, ekki var nú mikið úrval úr fristi af ís enda búið að vera brjáluð trafík í ís í dag sýndist manni.

Stoppuðum á Innri Múla á heimleið. Strákarnir gátu leikið smá við Pétur og Alex. en þeir komu í gær með Hödda. Ekki voru nú góðar fréttir af Elmari en hann brendi sig á sléttujárni skildist mér. 


Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 54753
Samtals gestir: 15632
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 04:22:07
nnn