19.12.2007 22:28

jólakvöld kvenna

Í gærkveldi var jólakvöld hjá okkur konum.
Er það haft þanning að konur koma með paka mertan málshætti og á auka miða sem er setur í skál.
Það eru sungin jólalög og ein les jólasögu. Þegar áleíður kvöldið er svo farið í að opna pakka: ein kemur og dregur og les, hinar bíða og fylgjast með hver málshátturinn er og hvað er í pakkanum.  Þetta er mjög gaman og sjaldan sami málsháttur en hefur þó komið fyrir.
Það er kvenfélagsstjórn Neista sem sér um kvöldið.
Á boðstólum voru ostar, kex, vínber, mandarínur, sulta, kaffi, gos og smákökur. Já ekki má gleyma konfegtinu.

Í fyrra varð ekkert af þessu kvöldi, var það vegna þess hvað oft var vont veður eða margar konur fjarverandi í einu. En reynt er að hafa það í huga að sem flestar séu heima.

Málshátturinn sem ég fékk var "Hver kona er drottning heima hjá sér" og í pakkanum var jólaengil til að setja á jólatréð. Mjög fallegt og takk fyrir mig.

Litlujólin í skólanum framundan hjá okkur, þar er mætt með paka og kerti.
Flettingar í dag: 59
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 64
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 54410
Samtals gestir: 15432
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 22:12:25
nnn