23.12.2007 17:52

Jólin að koma

Þórláksmessa í dag og jólin að koma.

Strákarnir búnir að setja upp jólatréð og skrita gerðu það í gær.

Við mamma vorum sniðugar, ég var að segja henni að ég væri búinn að gæja í matarstelið sem er til sölu í BYKO, þá hafði hún verið að gera það líka.

Nema úr varða að hún panntaði 4 stel og ætlum við að lána hvor annari þegar við höldum stórar veislur, erum sem sagt 12 og 12 og höfum 24 í veislum.

Mamma prufaði sitt sett í gær með matarboði og ég ætla að prufa mitt í kvöld með skötuveislu eins og hefur verið núna í nokkur ár.

Í gærkvöldi var feiknar teiti eða útskriftarpartý hjá Heiðu. Það var mikið gaman og grín. Segi bara takk fyrir mig og til hamingju Heiða með þennan áfanga.

Fyrir þá sem ekki þekkja er Heiða nágrani og samstarfkona mín. Hún var að klára stútentin í Náttúrfræðabraut úr framhaldsskóla Grunndarfjarðar. En með náminu hefur Heiða verið að kenna fulla kennslu í grunnskólanum.

Nú eru litlujólin búinn, setti inn myndir af myndarbörnum okkar hér í sveitinni inn, yngri börninn sem ekki eru kominn í skóla fengu að koma líka.

Litlu jólin eru þannig að allir sita með kerti og hlusta á jólasögu, jólaræðu deilsarstjóra, syngja, hlusta á jólaguðspallið, syngja meir. Þá eru jólakortinn innan skólans komið til eiganda en jólakortakassin er kirjan í miðjuni. Eftir þetta eru jólapakkar, en allir koma með ein pakka og fá svo að draga upp úr stórum kassa einn.

Í lokinn er borðað saman hangikjöt og ís á eftir.

Að lokum viljum við fjölskyldan í Skálholti óska öllum gleðilegra jóla og þakka fyrir heimsóknir á heimasíðu okkar á árinu.

Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 64
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 54396
Samtals gestir: 15427
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 15:08:42
nnn