02.02.2008 21:53

Nýrr mánuður

Tími á nýtt blogg, skrítið hef ekki haft mikin tíma til að fara í tölvuna. Doddi hefur líka verið að vinna í annállnum og strákarnir að vinna verkefni í sögu um Snorra Sturluson.

Á fimmtudaginn var eða 31.janúar var þorrablót í skólanum og foreldrum boðið að koma, í boði var þorramatur og það var söngur og annað kynnt, Yngri sungu og myndir sýndar á meðan sem var við hverja vísu, miðdeild var með matarverkanir hvernig þær eru. Eldri gerðu myndskeið um þorran sem var mjög gott hjá þeim. Heiða átti afmæli og var sunginn afmælissöngurinn fyrir hana.
Þetta var semsagt mjög góð stund sem við áttum, var svo hjálpast við frágang.

Það er best að ég segi ykkur sem lesa þetta að við nokkuð margar konur erum farnar að mætta í leikfimi í Birkimel tvisvar í viku, á þriðjudagskvöldum kl 21 og á fimmtudögum kl 15, Heiða er að stjórna okkur í þolfimi, erum við í kl.tíma prfókrami. Við höfum verið 12 sem mætum.  Svo eru nokkrar sem fara líka á patró í tæki eða annað, ég er ekki en ein af þeim þó ég eigi kort í tækjasalin sem ég fékk frá Vesturbyggð því ég vinn hjá þeim. Ég er þó alltaf á leiðinni vestur, tel mig ekki hafa tíma. 

Stittist í þorrablótið hjá okkur hér. Þannig að það verður stíf vinna framundan í tegslum við það.  Verðum við á bæn til að fá gott veður svo þeir sem ætla að koma komist vandræðalaust.

Set inn myndir af þorrablótinu og fl.
Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 47
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 54601
Samtals gestir: 15525
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 10:32:31
nnn