19.02.2008 18:34

Varúð!! varúð!!! drottninginn lasin

Best ég byrji á laugadaginn 16.feb., þá var nó að gera. Doddi fór í jarðarför á Bíldudal með þeim á múla.  Leikfimi kl 14 sem ég fór í,  þá þurfti ég að sækja pólverjana úr vinnunni. Hringdi í Sólveigu til að fá að vita hvernig væri hjá henni, þá voru þau hjón í sveitinni, þannig að ekki gæti ég kíkt á þau í sunnudagskaffi.
Ágúst Vilberg var í heimskók, fengum okkur að drekka og fórum úteftir að gefa í Miðhlíð.  Það tók aðeins lengir tíma því rúllan sem var óopnuð var ónýtt og þurtum við að sækja aðra á vagninn, en það var svo mikil móða á rúðuni á dráttavélinni að strákarnir sögðu mér til. Stóðu þeir sig vel í því. Doddi kom á skódanum að gá að okkur, en þá vorum við byrjuð að gefa rúlluna sem við sóttum af vagninum. 
  Við strákarnir vorum kominn rétt fyrir sjö, búinn að vera um tvo tíma útfrá.

Pálmi Jón í Rauðsdal átti afmæli á laugardaginn 16.feb. og varð 14 ára. Ég veit að honum þykkja pönnsur góðar, svo að á sunnudaginn bakaði ég með aðstoð Smára stóran stafla af pönnsum og rúllaði þeim upp í sykri.  Við fjölskyldan mættum  með pönnsurnar í Rauðsdal, þá voru frækunar frá patró í heimskók og feiknar kaffi í gangi.
Barst í tal að myndinn "Brúðguminn" væri í bíó.  Hún átti að vera helginni á undan en það var ekki flogið. Pálma, Svanhildi, Svenna og Smára langaði í bíó.
Pálmi og Svanhildur fóru vestur með frænkunum sínum. Smári hringdi í Sólveigu sem var í Baldri og ætlaði hún að taka þá bræður með vestur. Við Doddi kláruðum að gefa í þessari líka miklri reikningu. Stopuðm á múla. Á snari stundu var áhveðið að fara í bíó. fórum við heim að skipta um gala og af stað. vorum kominn fimm mínutur fyrir átta en þá átti sýningin að byrja, það voru margir í bíó.
Dómar mínir á myndinni er það er hægt að gera leiðilega sögu þræl skemmtilega, þetta voru frábærar persónur í þessari mynd. Best að ég segi ekki meir fyrir þá sem ekki hafa séð hana.

Mánudagur: Langur en ég var vöknuð fyrir kl: 5 og gat ekki sofnað aftur, borðaði graut með Dodda.  Sveinn hvartaði undan þungri tösku, og ég var með dótt svo ég skuttlaði þeim og dóttinu í skólan.  Var svo ýmislegt að sýslast, Doddi koma heim til að fara á Patró að ganga frá penningarmálum fyrir þorrablóttið. 
Greygið Guðný var ein fyrstu 4 kennslutímana, Torfi var ekki kominn að sunnan, Heiða var heima því Alex og börninn voru veik. Ég ekki beðinn að koma strax. En við Heiða fyldumst í skólan um kl: 11( tilviljun).
 
Kynningar fundur á Patró vegna olíuhreynsunar stöð í Hvesstu Arnarfirði. Hann var haldinn í félagsheimilinu, góð mæting eða um 150 manns. þetta var svona "haliljúja" samkoma "oljuhreynsunarsöð æði".  Má segja eins og með myndina brúðguminn leiðinlegt efni sett í skemmtilegan búning.  Það komu eingar neikvæðar hliðar á þessu upp. Það er kannski málið að fá oljuhreinsistöð eða skrá okkur sem enn búum hér á fornminnjaskrá.  Þetta yrði svo mikil breiting að maður getur valla áttað sig á því.
Fer ekkert nánar í þennan fund.

Á heimsleiðinni var mér byrjað að vera flögurt. komst þó heim og þá var ég í svona  fjóra tíma að æla með 20-40.mínutu pásum, svaka krammpar í maganum. Ekki gaman. Í morgun kom resst af krafti niður.
Er bara búinn að druslarst og sofa í dag. Er að vona að ælustandið sé búið. Er allavega ekki búinn að æla síðan í nótt.

Þannig að það er tilhlökunarefni ef strákarnir fá þetta, vona að ég verið orðinn frísk áður, ef þeir fá þetta.

Flettingar í dag: 30
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 47
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 54595
Samtals gestir: 15520
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 07:08:30
nnn