21.02.2008 20:23

Veðurblíða

Dagurinn í dag var falegur og stiltur.  Ekki verandi úti nema með skólgleraugu þegar sólin var sem hæðst.  Varð þó að draga fyrir gluggana í skólana svo hætt væri að vera í stofunum því sólinn var svo langt á lofti og beint í augun eða of heitt á mann.

Sveinn var heima, kvartaði í gær um að vera flögurt og hafið fötu hjá sér í nótt, í morgun var hann með smá hita og en flögurt, en dagurinn leið hjá honum heima og var hann mishress.  En við Smári hringdum reglulega í hann að fylgjast með honum.

Við Smári fórum í skólan, þá vantaði Heiðu og Torfa (þau búinn að legjast í æluna), svo ég var í kennslu strax en átti annars ekki að byrja fyrir en kl 10.  það vantaði svo fjóra nemendur, sem voru heima lasnir.  Ég hafði yngri og eldri í páskaföndri að gera páskaunga, sem gekk vel.
Eftir hádegi var Guðný að byrja að vera lasinn svo hún hringdi í Halla og kom hann um tuttugu mínutum yfir eitt.  Þá átti ég eftir að ganga frá föndurefnunum og eldhúsinu. Og var að vinna til kl þrjú. 
Tók með mér heim föndur efni til að búa til sýniseintök.
 Ég varð svo uppþend að ég hafði ekki list á að elda eða borða. En Doddi kom snema heim og skveraði því af.

Tók engar myndir í dag.

Gaman að fylgjast með hvað Ásgeir mágur er duglegur að blogga og föndra við heimasíðuna, það er gott að hann geti gefið sér tíma til að sinna þessu svona vel.
Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 66
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 54561
Samtals gestir: 15490
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 22:43:42
nnn