03.03.2008 08:46

Það er bara kominn mars mánuður

Ég verð nú að skrifa þegar nýr mánuður er kominn.

Eins  og vanalega er nó að gera, að vinna í afleysingum, en skólaliðin fór í siglingu og ekki er hægt að hafa skólan óþrifinn svo ég skvera því af þegar önnur vinna er búinn(kennsla og þrif í eldhúsi).

Nú er leikfimi þrisvar í viku, Heiða var að kvarta undan mér að ég svitni ekki nó. Ég hamast við en ég hef bara grun um að ég sé bara þannig að ég svitna ekki mikið þó ég reyni á mig. Hinnar allar eru með handklæði til að þurrka svitan. Ætla þó að prufa að vera næst kaf klæd, og vita hvort ég svitni þá. Ég finn mun á mér að æfa, það er aðalega að mér er ekki eins kalt yfirhöfuð eins og áður.

En og aftur frestaði ég suðurferð, átti að mæta til tannsa á fösudag, en það var leiðindar veður svo ég var feginn að vera ekki á ferðinni.

Nú eru bara tvær kennsluvikur þar til páskafríð er. Mikil tilhlökun fyrir það, náttúrulega. Ég er að hamast við að látta börnin klára páskaföndrið til að þau geti tekið það heim.
Komnir nokkrir páskaungar og fl. á leiðinni.

Set nokkrar myndir inn af snjó og páskaföndri.

Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 47
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 54608
Samtals gestir: 15531
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 14:21:00
nnn