14.03.2008 11:06

Páskafrí

Þá er maður bara kominn í páskafrí.  
Strákarnir geta sofið út, (en gerðu það ekki í morgun.)

Í gær ætluðu strákarnir á æfingu í frjálsum á patró, en það var engin æfing vegna ársháttíðar grunnskólans á Patró. En ég fór í staðinn í sund með strákunum. Var það bara nottarleg og gaman.  Ég varð spurð hverning stæði á að allir skólarnir væru ekki saman með eina ársháttíð, hvort þetta væri ekki einn skóli. Mér fannst þetta áhugaverð suprning. Það væri nú ekki vitlaust ef það væri þanning, t.d. að karakkarnir héðan væru á patró í viku með sínum jafnöldrum að vinna við skemmtiatriði. Þá mundu þau kynnast í leiðinni betur.  Þetta ætti að vera hægt allavega með eldri krakkana. Hér á Barðaströnd hefur ekki verinn haldinn ársháttíð í minni tíð.

Kanarífuglarnir voru komnir heim svo við heilsuðum uppá þá.   Þau hjón eru voða sætt, kominn með lit, annað en við klakarnir föl eftir alla stormana sem hafa verið.
Veðrið er þó að lagast núna, búið að vera gott með komandi páskatunglinu.

Það verður nó að gera, fundur í kvöld hjá ungmennafélaginu.
  Í tilefni patreksdagsins verður boðið á sýninguna  "pabbinn" á mánudag 17.mars. (sjá nánar á: vesturbyggð.is)
Sólrún verður að klippa í Eikarholti, búinn að pannta fyrir Dodda. 
Á miðvikudag á að vera félagsvist. 
Á laugardag er páskabingóið sem fjárrætarfélagið heldur.
Messa á páskadag í Haga.
  vonandi borðið þið vel af páskaeggunum á páskadag.

Við Doddi erum búinn að taka af hrútunum okkar. Stitist í ærnar, klárast fyrir páska.

Þriðjudaginn 11.mars fór skólinn ásamt þeim sem vildu upp á Kleifaheiði að renna. Komu Ásgeir og Jói með snjósleða. Þetta var mikið fjör. Ég aðstoðaði Ólu fyrir ferðina að smurja nesti, vorum með rúgbrauð með hangikjöti. brauð með skinku og osti, svo bakaði ég í skólanum engjabrauð og var það smurt með osti. (engjabrauð er liftiduftsbrauð).  Ekki gleyma kakóið sem var ómissandi. Þetta var mikið fjör og prufuðu strákarnir skíði.

Er búinn að setja inn nokkrar myndir af þessari ferð.
Set svo kannski fleiri myndir inn í páskafríinu.

Gleðilega Páska!!                                                                 

 

Flettingar í dag: 52
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 47
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 54617
Samtals gestir: 15536
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 20:49:37
nnn