23.03.2008 13:00

Páskadagur

Þá er runnin upp páskadagur og maður treður í sig súkkulaðiegginu og allt namið sem inn í því er.

Það er búið að vera gaman. Við strákarnir fórum á leiksýninguna "pabban" hún var stór skemmtileg. Tók mig fyrir, hélt að ég væri barnlaus en þegar ég bennti á að ég ætti tvo stráka og benti á þá, taldi hann að ég væri undantekninginn að foreldrar væru fallegt fólk.  (morgunin eftir var mér heilsað "hæ sæta".

Fór á þriðjudag með Sólveigu í ræktina, svo í selið að vinna með silfurleirinn sem hún gaf mér í afmælisgjöf. (var búinn að setja mynd af selinu).

Það var gaman að spila vist á miðvikudag. Doddi vann páskaegg. (Sveinn var í öðru sæti með bara tvo sklagi undir pabba sínum.) Verður gaman að taka aftur þátt í spilin á næsta miðvikudagskvöld. 

Bingóið var í gær. Mikil mæting á það. Ég vann fína köku. Doddi vann gjafabréf fyrir tveim hamborgurm í Flókalundi í sumar.  Við sæl með það.
Fengum heimskókn í kvöldkaffi. Var kakan mjög góð.

Sveinn Jóhann missti af bingóinu en kom með seinni Baldri í gær með ömmu sinni. Skilaði hann miklum knúsum úr sveitinni. Var ánægður með ferðina, en smá slappur í maganum, því þegar þau fóru á fimmudag var leiðilegt í sjóinn og varð sjóveikur og ældi. (En Sveinn hefur aldrei orðið sjóveikur ).

Ég var lengi að útbúa vísbendingar um páskaeggin og voru þær 18 fyrir hvorn. Þurfti aðeins að hjálpa stundum þegar þeir fötuðu ekki vísbendinguna.  Þeir hafa mjög gaman af þessu. En það sem mér finnst skemmtilegast er málshættirnir í eggjunum.
Sveinn fékk:Góður vinur er gulli betri. 
Smári:  Prjál og skraut kemur mörgum í þraut. 
Doddi: Drukkins fögnuður er ódrukkins harmur.
Ég : Það er til lítils að hlaupa ef stefnt er í skakka átt.

Næst á dagskrá er messa kl: 15:00. En ég er í kórnum.

Ég set svo fleiri myndir inn. Vona að þið hafið fengið góðan málshátt og meigið setja hann inn á álitið . Gleðilega páska.

Flettingar í dag: 52
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 47
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 54617
Samtals gestir: 15536
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 20:49:37
nnn