09.06.2008 09:38

Annasöm vika

Í síðustu viku kláraði ég vinnu sem leiðbeinandi að ganga frá og taka til (á miðvikudag).  En er ekki búinn með frágang í eldhúsi.
Við áttum von á fólki í Eikarholtið svo mikil tími fór í að gera klárt þar. En það er búið að klára pallinn og skjólveginn og bera á hann. Tengja pottinn og þrífa. Setja upp gerfihnattadiskinn, en það næst ekki Thor (þar sem rúv er) heldur bara Astra. Við erum með það og erum að horf á nokkrar þýskar stöðvar sem eru með góðum myndum og þáttum. 
Erum búinn að setja niður kartöflur í heimagarðinn, eru tvö lítil beð og úti á Múla eru fjögur beð í sandgerðinum við fjöruna.  Settum líka í heimagarðinn gulrætur og prufuðum lauk.  Á fimmtudagskvöldið var kvennfélagsfundur, aðalmálið var 17.júní kaffið. En helmingur af konunum verður ekki heima.   
Kvennahlaupið var á föstudagskvöldið og var góð þátttaka. Byrjað á Múla og farið úteftir að fossi, ekki hægt að kvarta með veðrið, millt og hlítt.  Við Doddi fórum gangandi í garðinn að bera á karteflubeðinn, eftir hlaup og þá var kominn dögg.

Á laugardagskvöldið var feiknar mikil og góð grillveisla á Múla, Heiða og ég mættum með veitingar og svo stóð Barði við grillið og matarborðið svignaði undan krásunum.  Alex kom með eftirrétt sem var Rúsnesk kaka, mjög sérstök. Ég hélt fyrst að þetta væri ostakrem milli smjördegi. En þetta var mjólk og sykur þeitt seman. Segi bara takk æðislega fyrir mig. 
Gaman að sjá hvað ástin liggur í loftinu á Múla    .

Í þessari viku er að klára eldhúsið og það sem fylgir því í skólanum og klára Eikarholtið það kemur fólk í það núna á föstudag. 

Framundan Unglingamótt á sunnudaginn 15.júní á Bíldudal.
kaffi 17.júní sem kvennfélagið sér um. Leiki sér Ungmennafélgaið um.


Flettingar í dag: 25
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 54477
Samtals gestir: 15454
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 06:05:49
nnn