14.04.2009 11:09

Páskafríið búið

Páskafríði búið og skólinn byrjað að nýju.
------------------------------------------------------------------
Eins og ég segi alltaf nó að gera, á fimmtudagskvöld var myndakvöld hjá UMFB og tókst það mjög vel og gaman að sjá þessar gömlu og nýju myndir.
----------------------------------------------------------------------
á föstudaginn langa fórum við á Kleifarheiðina að renna okkur, þar var fullt af fólki að leika sér. Tók nokkrar myndir og eru þær inn sem albúm.
       hér  eru Smári, Sveinn og Álftarnesbræður Pétur og Alex.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Á laugardaginn fórum við Stína í brönd í Tálknafjörð sem var mjög nottarlegt,   Síðan var bingó sem fjárræktarfélagið hélt og UMFB var með nammi sölu í hlénu. Mæting var góð og vinningarnir góðir. Sveinn vann ferð með Baldri og Doddi þörung í garðinn. Um kvöldið voru við boðinn í snakkkvöld á Múla. Myndir af bingói komnar.


------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ 
Á Páskadag var mikil leit af eggjunum en ég gerði 14, vísbendingar bæði úti og inni.
Páskamessa í Haga kl 14. Ég að syngja en við vorum ekki mörg en það lánaðist eins og vanalega. Þetta var fyrst messan hjá séra Ástu í okkar sókn, og tókst bara vel, ég er allavega ánægð með hana. Sveinn Jóhann las seinni ritningarlesturinn og tókst það vel.
Eftir messu var kaffi hjá mér og komu þau á múla í kaffi. Síðan var slakað á fyrir og eftir kvöldmat.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 66
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 54563
Samtals gestir: 15492
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 23:29:16
nnn